Morgunn - 01.06.1959, Síða 22
16
MORGUNN
því, að hætt var við það. Sjálfum barst honum þetta til
eyrna; tók hann sér nærri, að afskipti hans af mál-
efninu, er honum fannst svo mikilvægt, skyldu á æðstu
stöðum vera metin þannig, að hann nú væri óhæfur til
þess að taka á móti þessum æðsta sóma, sem honum
annars hafði verið ætlaður.
Það vakti að sjálfsögðu heimsathygli, þegar Conan
Doyle gjörðist postuli spiritismans, sá langáhrifamesti,
sem uppi hefir verið. Almenningur hefði allra sízt getað
trúað því, að maðurinn, sem reit sögumar um Sherlock
Holmes, og sýndi svo mikla skarpskyggni, léti blekkja
sig. En það fannst þeim, að hann hlyti að hafa gjört,
úr því að hann var farinn að prédika spiritisma. Á
stríðsárunum seinni hóf hann íyrirlestrastarfsemi sína
í Englandi og tók samtímis að rita bækur um málið.
Rithöfundurinn heimsfrægi, sem boðið hafði verið 10 sh.
fyrir orðið, varð nú sjálfur að kosta útgáfu bóka sinna.
En ekki skorti hann lesendur eða áheyrendur; fólkið
þyrptist að fyrirlestrum hans, sem fluttir voru með frá-
bær um sannfæringarkrafti, rökvísi og mælsku.
Conan Doyle hafði misst fyrri konu sína eftir lang-
varandi veikindi, og nú varð hann að sjá á bak Kingsley
syni sínum, og yngsta bróður sínum. önduðust þeir báðir
úr spönsku veikinni, rétt áður en styrjöldinni lauk.
Höfðu þeir báðir tekið þátt í styrjöldinni, frá því hún
hófst. Árið 1907 hafði Conan Doyle kvænzt í annað sinn,
yndislegri konu, sem nú stóð við hlið hans, einlæg Og
traust.
Eftir að stiíðinu lauk, ákvað Conan Doyle að ferðast
til annarra heimsálfa til þess að boða sannindi spiritism-
ans. Tók hann sig upp með fjölskyldu sína: lconu sína,
þrjá unga syni og trygga þjónustustúlku. Var ferðinni
heitið til Ástralíu. Þar flutti hann fjölda fyrirlestra við
feikna aðsókn og hrifningu áheyrendanna. Allan ágóða,
sem umfram varð kostnaði, gaf hann málefninu til efl-
ingar. Seinna lagði fjölskyldan upp í ferð til Suður-