Morgunn - 01.06.1959, Side 25
MORGUNN 19
eftir sig, getum við bætt þessu við: Við skulum ekki
tala um hann sem látinn. Því að hann lifir“.
í bókinni „The Power of the Spirit“, eða „Máttur and-
ans“ eftir Maurice Barbanell hefi ég lesið eftirfarandi
frásögn. Með því að bæta henni hér við finnst mér ég
geta gefið lesandanum ofurlitla hugmynd um áhuga Sir
Arthur Conan Doyles á því að sanna sig eftir að hann
hafði flutzt á annað tilverustig. Virðist svo, að liann
hafi sýnt mikla einbeitni í tilraunum sínum til þess að
sanna ástvinum sínum enn betur, að allt, sem hann hafði
barizt fyrir með svo miklum eldmóði, var á rökum reist.
Kona er nefnd Mi-s. Caird-Miller. Er hún skozk að ætt,
menntuð, gáfuð og mjög varfærin. Hún er ekkja, hefir
misst tvo eiginmenn. Ekkert vissi hún um spiritisma,
þangað til að einkennilegt atvik kom fyrir hana. Hún
var að fá sér te inni í veitingastofu í London. Var hún
þá sér til ama ónáðuð af alókunnri konu, sem kom að
borði hennar. Sagðist konan vera spiritisti og hefði hún
séð Mrs. Caird-Miller í sýn um morguninn. Hin skozka
kona hélt að hin konan væri eitthvað geggjuð, þangað til
að hún gaf nákvæma lýsingu af látnum eiginmanni Mrs.
Caird-Miller, sem hún sagðist sjá standa við hlið hennar.
Fannst frúnni þá, að hér myndi vera um mál að ræða,
sem gaumur væri að gefandi.
Eftir þetta eyddi Mrs. Caird-Miller mörgum árum til
rannsókna á sannindum spiritismans og sat ótal fundi
nieð ýmsum miðlum. Hún komst að raun um, að hún
hafði sjálf sálrænar gáfur, því að hún heyrði raddir,
sem fluttu henni ákveðin skilaboð. Oft höfðu þau að
geyma upplýsingar, sem hún hafði enga vitneskju um, en
fékk seinna staðfestingu á, að voru réttar.
Hér um bil mánuði eftir að Conan Doyle lézt, heyrði
hún rödd, sem sagði: ,,Ég er Arthur Conan Doyle. Mig
langar til þess að biðja þig að komast í samband við
konuna mína og koma til hennar skilaboðum frá mér“.
Hin undrandi Mrs. Caird-Miller hafði aldrei hitt Lady