Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 30
24 MORGUNN
fyrir framan anddyri litla hússins, og hann komst sjald-
an úr stólnum.
Þá var það sumarmorgun, 6. júní 1768, að furðulegur
hlutur gerðist. Súsanna Snook hafði komið gamla mann-
inum í stólinn að venju og lagt sjal yfir herðar honum,
en síðan hljóp hún til vinnu sinnar heim, en þangað var
um hálfrar stundar gangur. Þegar hún hafði lokið verk-
um sínum heima fyrir og kom aftur, sá hún sér til mik-
illar furðu, að gamli maðurinn var horfinn. Systir hans
stóð við tóman stólinn og neri sjalið milli handa sér í
örvæntingu. En enn þann dag í dag veit enginn um af-
drif gamla mannsins. Þess ber að geta, að hann var orð-
inn gersamlega ófær um að ganga og alltof líkamaþungur
til þess að unnt væri að bera hann langa leið.
Þegar var hlaupið eftir hjálp. Heyannir stóðu sem hæst
og hvarvetna umhverfis voru menn að heyvinnu, og leit
var hafin. Þótt Parfitt gamli hefði getað gengið, hefði
honum engrar undankomu verið auðið eftir vegunum. Þá
skall á ofsastormur með þrumuveðri og rigningu, svo að
eftirleitin truflaðist, en þrátt fyrir veðrið var haldið
áfram í 24 klukkustundir, en engin spor gamla mannsins
fundust. Hinn ógeðslegi persónuleiki gamla mannsins,
endurminningarnar um samband hans við heiðna töfra-
menn og djöflasærendur og þrumuveðrið, sem skall á,
allt hjálpaðist þetta að með að sannfæra fólkið í Sommer-
set um, að djöfullinn hefði komið og sótt gamla sjómann-
inn. Engin eðlileg skýring hefir síðan komið á hvarfinu.
Eitt sinn héldu menn, að gátan væri ráðin. það var árið
1813, þegar mannabein fundust í garði nokkrum, h. u. b.
200 metrum frá húsi Parfitts. Súsanna Snook var þá enn
á lífi og var kölluð fyrir rétt. En vonir manna um, að
nú kæmi upp úr kafinu, að gamli Parfitt hefði verið
lokkaður að heiman og myrtur, dóu fljótlega, þegar lækn-
ir frá Bristol upplýsti að þessi bein væru úr kvenmanns-
líkama. Við þetta situr enn.
Enga sálræna skýringu er hægt að fallast á fyrr en