Morgunn - 01.06.1959, Blaðsíða 32
26
MORGUNN
tíu mánuðum eftir að morðið var framið, en það var
ekki fyrr en um miðjan apríl, að hún gat talið mann sinn
á að athuga málið. Nú var hlaðan orðin tóm og eftir til-
vísun draumanna. geklc konan rakleiðis að ákveðnum stað
í hlöðunni og benti á staðinn, þar sem grafa skyldi og
leita. Þar fannst líkið af ungu stúlkunni. Morðinginn
fannst í London, játaði glæpinn og fékk sinn dóm.
Hér er ekki um að villast, að draumarnir urðu til þess
að leiða leyndarmálið fram í dagsljósið, en tvær skýring-
ar eru hugsanlegar.
Önnur skýringin er sú, að hér sé um hugsanaflutning,
fjarhrif, að ræða, fyrirbrigði, sem er staðreynd, er allir
geta gengið úr skugga um með tilraunum, þótt þeir, sem
ekki vilja fallast á tilgátuna um áhrif frá framliðnum,
geri oft allt of mikið úr þeirri skýringartilgátu. Það er
þannig ekki óhugsandi, að þessar þrjár draumanætur
hafi morðinginn verið að hugsa úr fjarlægð til móður
myrtu stúlkunnar og þannig hafi hugmyndir lians borizt
inn í draumskynjun hennar. Hver og einn hefir leyfi til
að aðhyllast þessa skýringu á draumum móðurinnar,
finnist honum hún sennileg. En hinsvegar eru margar
sannanir til fyrir því, að í draumum, sérstaklega þeim,
sem menn dreymir snemma morguns eða undir morguninn,
berist mönnum vitneskja, sem ekki getur verið komin úr
nokkrum jarðneskum mannshuga með hugsanaflutningi.
Persónulega finnst mér sennilegra í þessu atviki, að andi
látnu stúlkunnar hafi náð sambandi við móður sína og
komið til hennar í draumunum vitneskjunni um sorgleg
örlög sín. Og ekki má það gleymast, að þeir, sem aðhyll-
ast hugsanaflutningstilgátuna, viðurkenna með því afl,
sem vísindin höfðu enga hugmynd um fyrr en nú á vor-
um tímum. Og vér (spíritistar) megum ekki láta hugs-
anaflutningstilgátuna loka fyrir oss leiðinni að þýðingar-
meiri sannindum.
Til samanburðar ætla ég nú að tilfæra annan draum,
sem er áreiðanlega vottfestur.