Morgunn - 01.06.1959, Page 33
MORGUNN
27
18. febrúar 1840 dreymdi Edmund Noi-way, yfirfor-
ingja á skipinu Orient, sem þá var statt nálægt eynni St.
Helena, að hann sæi tvo menn myrða bróður hans, Nevell.
Hann dreymdi drauminn milli kl. 10 og 4 um nóttina.
í drauminum sá hann bróður sinn vera að stíga á hest-
bak. Annar árásarmannanna greip um beizlistauminn og
hleypti tvisvar af skammbyssu á Nevell, en enginn hvell-
ur heyrðist af skoti. Þá réðust árásarmennirnir báðir að
Nevell, greiddu honum nokkur högg og dróu hann síðan
út fyrir vegbrúnina, þar sem þeir skildu hann eftir. Ed-
mund Norway kannaðist við veginn, hann þekkti hann
vel heima í Cornwall, en húsið, sem átti að vera til
hægri handar við veginn sá hann í drauminum vera
vinstra megin. Draumurinn var þegar skrifaður og sagð-
ur öðrum foringjum á skipinu.
Morðið hafði hafði raunverulega verið framið, og
morðingjarnir, sem voru tveir bræður, að nafni Light-
foot, voru teknir af lífi í bænum Bodmin. Játning þeirra
fyrir réttinum leiddi í ljós, að morðið hafði verið framið
á þann hátt, sem bróðurinn dreymdi, og á sama tíma,
sem hann svaf í skipi sínu og dreymdi drauminn.
Rétt áður en Edmund Norman fór að sofa, var hann að
hugsa um bróðurinn, sem var í landi, og hugsa um að
skrifa honum bréf, en einmitt það kann að hafa sett
hann í samband við bróðurinn þessa nótt. Til er álitlegur
fjöldi sönnunargagna fyrir því, að í svefninum getur ein-
hver hluti af oss, kallaðu það „eter-líkama“ eða einhverju
öðru nafni, losnað frá líkamanum og farið til fjarlægra
staða, þótt svefn og vaka séu svo aðgreind, að sjaldnast
takist mönnum að varðveita að morgni endurminninguna
um þessar næturferðir. Mörg dæmi gæti ég nefnt úr eig-
in reynslu um þessa „ferða-skyggni“. Þetta gerist einnig
tíðum, þegar vér liggjum með mikinn sótthita. Sjálfur
hefi ég heyrt litla drenginn minn, sem lá þá með háan
hita, segja frá í óráði því, sem var að gerast í næsta
herbergi. „Ótætið hann Denis er að brjóta hermennina