Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Síða 34

Morgunn - 01.06.1959, Síða 34
28 MORGUNN mína“, sagði hann, og það reyndist rétt. Þannig er vel hugsanlegt, að hugur Edmunds Norway, sem var að hugsa hlýlega og ástúðlega heim til bróður síns áður en hann fór að sofa, hafi dregizt til fjarlæga bróðurins í svefninum og komið að honum einmitt á þessu ægilega augnabliki, þegar verið var að myrða hann, — og að hann hafi getað tekið endurminninguna um þessa sorglegu sýn með sér inn í dagvitundina um morguninn, þegar hann vaknaði. Sé þessi skýring rétt, er málið leyst, og ekki um nein áhrif frá framliðnum að ræða, heldur aðeins um mátt, sem býr með manninum til þess að losa sálina frá líkamanum um stundarsakir. Hefði myrti bróðirinn aftur á móti birtzt bróður sínum í svefninum einn, hefði verið eðlilegra að hugsa sér, að um birting látins manns væri að ræða. Þá ætla ég næst að segja frá glæp, sem drýgður var vestur í Ameríku, og einnig er áreiðanlega vottfestur. Það var árið 1901, að maður nokkur í fylkinu Utah, að nafni Morthensen, skuldaði félagi nokkru 3800 dollara. Ritari félagsins, að nafni Hay, átti að taka við greiðsl- unni og fór til þess heim til Morthensens seint að kveldi, en kom ekki til baka. Morthensen bar það fram, að hann hefði greitt Hay skuldina um kvöldið í gulli og hefði fengið hjá honum skriflega viðurkenningu fyrir greiðsl- unni, en síðan hefði hann farið. í fylgd með lögreglunni, sem kom heim til Morthensens morguninn eftir, var tengdafaðir Hays, gamall mormóni að nafni Sharp. Hann lagði þessa spurningu fyrir Morthensen: „Hvar sástu tengdason minn síðast?“ „Hérna“, svaraði Morthensen, og benti á stað fyrir utan dyrnar. „Sé þetta staðurinn, sem þú sást hann síðast á, er þetta líka staðurinn, sem þú drapst hann á“, sagði Sharp gamli. „Hvernig veizt þú, að hann er dáinn?“ spurði Morthen- sen.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.