Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 34
28
MORGUNN
mína“, sagði hann, og það reyndist rétt. Þannig er vel
hugsanlegt, að hugur Edmunds Norway, sem var að
hugsa hlýlega og ástúðlega heim til bróður síns áður en
hann fór að sofa, hafi dregizt til fjarlæga bróðurins í
svefninum og komið að honum einmitt á þessu ægilega
augnabliki, þegar verið var að myrða hann, — og að hann
hafi getað tekið endurminninguna um þessa sorglegu
sýn með sér inn í dagvitundina um morguninn, þegar
hann vaknaði. Sé þessi skýring rétt, er málið leyst, og
ekki um nein áhrif frá framliðnum að ræða, heldur aðeins
um mátt, sem býr með manninum til þess að losa sálina
frá líkamanum um stundarsakir. Hefði myrti bróðirinn
aftur á móti birtzt bróður sínum í svefninum einn, hefði
verið eðlilegra að hugsa sér, að um birting látins manns
væri að ræða.
Þá ætla ég næst að segja frá glæp, sem drýgður var
vestur í Ameríku, og einnig er áreiðanlega vottfestur.
Það var árið 1901, að maður nokkur í fylkinu Utah,
að nafni Morthensen, skuldaði félagi nokkru 3800 dollara.
Ritari félagsins, að nafni Hay, átti að taka við greiðsl-
unni og fór til þess heim til Morthensens seint að kveldi,
en kom ekki til baka. Morthensen bar það fram, að hann
hefði greitt Hay skuldina um kvöldið í gulli og hefði
fengið hjá honum skriflega viðurkenningu fyrir greiðsl-
unni, en síðan hefði hann farið. í fylgd með lögreglunni,
sem kom heim til Morthensens morguninn eftir, var
tengdafaðir Hays, gamall mormóni að nafni Sharp. Hann
lagði þessa spurningu fyrir Morthensen:
„Hvar sástu tengdason minn síðast?“
„Hérna“, svaraði Morthensen, og benti á stað fyrir
utan dyrnar.
„Sé þetta staðurinn, sem þú sást hann síðast á, er
þetta líka staðurinn, sem þú drapst hann á“, sagði
Sharp gamli.
„Hvernig veizt þú, að hann er dáinn?“ spurði Morthen-
sen.