Morgunn - 01.06.1959, Page 48
42
MORGUNN
skýra þetta sem sjálfsmorð, þar sem talsvert af pening-
um var enn í vösunum á líkinu. En bróðirinn, Paul
Dupont, þóttist nú vita betur. Hann leitaði nú uppi húsið,
sem skyggna konan hafði lýst fyrir honum og vini hans,
og komst að því, að íbúarnir höfðu átt verzlunarviðskipti
við bróður hans. Hann komst nú ennfremur að því, að
mennirnir hefðu með höndum kvittunarseðil fyrir tveim
þúsund pundum, sem þeir hefðu greitt bróður hans sama
kvöldið og hann týndist, og að þessir peningar fundust
ekki. Brátt fann hann bréf, sem bróðir hans hafði feng-
ið um að hitta mennina þetta kvöld.
Þessir tveir menn, sem voru feðgar, voru nú teknir
fastir, og sönnunargögnin í málinu gegn þeim komu í
ljós. Þeir fengu sinn dóm. Madame Huerta var ekki
kölluð sem vitni í þessu máli, með því að hún hafði verið
meðvitundarlaus, þegar hún sá sýnir sínar. En skyggni
hennar var það að þakka, að glæpurinn komst upp.
Af þessu rammlega vottfesta máli er ljóst, að lög-
reglan hefði getað sparað sér mikla fyrirhöfn með því
að leita þegar í byrjun til Madame Huerta. Hversvegna
gæti ekki einnig farið eins í öðrum málum? Það ætti að
vera mögulegt að hafa skyggnimiðil starfandi við sér-
hverja stóra lögreglustöð og nota hæfileika þeirra, svo
langt sem þeir ná. Enginn er óskeikull. Miðlunum skjátl-
ast oft, þeim tekst ekki ævinlega að ná fullum árangri af
tilraunum sínum. Engan mann ætti vitanlega að dæma af
framburði þeirra, en oft ættu hæfileikar þeirra að geta
hjálpað.
J. A. þýddi. Nokkuð stytt.