Morgunn - 01.06.1959, Side 60
54
M 0 R G U N N
Einari heitnum Loítssyni, Eggerti P. Briem og mér, aö
gera tilraunir með Hafstein Björnsson miðil og revna að
komast að raun um, hvort ekki væru fleiri hliðar á sál-
rænum gáfum hans en þær, sem áður höfðu komið í Ijós.
Við þrír gerðum þessar tilraunir vikulega um nokkurt
skeið, og er margt til skráð frá þeim tilraunum. Ekki
verður sagt, að þær leiddu neitt nýtt í ljós. Og tilraunir
okkar í þá áttina, að fá sterkari sannanir eða sönnunar-
gögn fyrir framhaldslífi, báru ekki árangur. Að mínu viti
báru þessar tilraunir, eða árangur þeirra, vott um tele-
pathie, fjarhrif, hugsunarflutning, á mjög háu stigi, en
heldur ekki meira.
Eg held, að þá þjónustu við málefnið, sem félag vort
er helgað, verðum vér eftir föngum að leitast við að
rækja á þann hátt, að fáeinum mönnum sé falið að gera
raunverulegar tilraunir með erlenda eða innlenda miðla,
og birta síðan almenningi niðurstöður þeirra tilrauna,
hverjar sem þær kunna að verða, jákvæðar eða nei-
kvæðar.
Vér lítum um öxl yfir 40 ára starf. Vér minnumst
með þakklæti þeirra, sem hófu starfið og lögðu stærsta
skerfinn fram. Og vér teljum oss mega staðhæfa, að S. R.
F. I. hafi haft áhrif, og þau ekki óveruleg, á andlegt líf
íslenzku þjóðarinnar, og að sitt hvað væri þar öðru vísi
en er, ef félag vort hefði ekki starfað.
Hvað er framundan?
Að rækja á þann hátt, sem skynsamlegastur sýnist, þá
skyldu, sem félagið er bundið frá byrjun, að sjá um, að
allir, sem vilja, eiga þess kost í landinu, að kynnast sál-
arrannsóknamálinu og því, sem annarsstaðar, í öðrum
löndum, gerist á þeim vettvangi. Og sérstaklega, að halda
á lofti því, sem verða má til þess að styrkja sannfær-
ingu manna um það, að látinn lifir, þótt líkaminn deyi.
Á vegum sálarrannsóknanna og spíritismans hefir ótelj-
andi fjöldi manna fundið þá sannfæringu. Og það er