Morgunn - 01.06.1959, Side 61
MORGUNN
55
svo enn og mun verða, að geysifjölda manna er aðeins
ein leið fær til þeirrar sannfæringar: leið þekkingar-
innar. Fyrir þann fjölda m.-inna á málefnið, sem félag
vort þjónar, miklu hlutverki að gegna.
Sú vísindalega efnishyggja, sem allsráðandi var, þegar
spíritismi nútímans hófst fyrir 110 árum, situr ekki leng-
ur í því öndvegi, sem hún sat þá. En fyrir mann fram-
tíðarinnar er stórkostlegt verk óunnið:
Vér lifum á morgni atómaldar. Fram undan er heim-
ur, þar sem vélvæðingin verður með hverju ári, sem
líður, ískyggilegri, og hættan stöðugt geigvænlegri, að
mannssálin tj'nist, maðurinn verði í sívaxandi mæli ekki
annað en andlaust hjói í óhugnanlegri vélasamstæðu
þjóðfélaganna.
Fyrir kynslóð, sem lifir og lifa mun í tæknilega þró-
uðum þjóðfélögum, eiga sálarrannsóknirnar að vinna
það nauðsynjaverk, að minna menn með rökum og stað-
reyndum á mannssálina, ódauðlega mannssál, sem sann-
anlega lifir í jarðneskum heimi aðeins örstuttan spöl
ævi sinnar allrar, en á endanleg örlög óralangt héðan
í eilífð Guðs.
Og að lokum eitt:
Lokaorð frummælandans á stofnfundi S. R. F. I. fyrir
40 árum voru fólgin í þeirri ósk hans, að „hin íslenzka
þjóð yrði fyrir starfsemi hins unga félags frjálslyndasta
þjóðin í heimi“.
Þessum orðum má félag vort ekki gleyma. Á síðustu
árum hefir afturhaldsstefnu í trúmálum vaxið fiskur um
hrygg. Sú alda hefir borizt hingað frá öðrum löndum, að
ástæða er til að ætla, að innan íslenzku kirkjunnar ráði
í næstu framtíð ekki það andlega víðsýni, það kirkjulega
frjálslyndi, sem auðkennt hefir andlegt líf á íslandi á
fyrra hluta þessarar aldar og engum er fremur að þakka
en frumherjum sálarrannsóknafélagsins, þeim próf. Har-
aldi Níelssyni og Einari H. Kvaran. Auk þess, sem félag
v°rt annast höfuðstefnumál sitt: sá'larrannsóknamálið,