Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 63
Ávarp
flutt á UO ára afmæli Sálarrannsóknafél. íslands.
*
Fjörutíu ár. Það er ekki langur tími í raun og veru.
En mikið hafa nú samt bæði veröldin og við breytzt á
ekki fleiri árum. Reykjavík hefur tekið þeim stakka-
skiptum og vexti á þessum tíma, að hún má heita óþekkj-
anleg. Það er þá helzt Esjan og Keilirinn og Jökullinn
í vestri, sem enn er óbreytt og eins og á Ingólfs dögum.
En breytingarnar hafa ekki eingöngu orðið í höfuð-
staðnum. Þær eru alls staðar, hvar sem litið er. Þegar ég
kom síðast á æskustöðvar mínar norðanlands, blöstu
breytingarnar hvarvetna við augum. Gömlu bæirnir voru
horfnir og ný hús reist í þeirra stað. Meira að segja
gamla góða berjaþúfan mín austan við vallargarðinn
heima var ekki lengur til. Þar er nú rénnisléttur og
grænn töðuvöllur — nýrækt kalla bændurnir það, og
fólkið, sem ég umgekkst þar og unni í æsku minni, það
er horfið undir græna torfu. Þar býr nú nýtt fólk. Ég
þekki að vísu á mörgu þeirra gamalt ættarmót, en eigi að
síður er mér flest af því framandi manneskjur, sem ég
þekki ekki einu sinni með nafni.
Og ef við, sem vel munum tímann fyrir fjörutíu árum,
lítum í spegil, þá sjáum við fljótt, að þessi tími hefur
einnig markað sín spor á útlit okkar og svip. Það er
synd að segja, að manni hafi farið fram í sjón á þessum
40 árum, að minnsta kosti ekki þeim, sem voru orðnir
tvítugir eða meira fyrir þann tíma.
En breytingar og byltingar þessara 40 ára hafa engan
veginn orðið á ytra borðinu eingöngu, heldur einnig í