Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Page 64

Morgunn - 01.06.1959, Page 64
58 MORGUNN hugsunarhætti, listum og menningu, fræðslumálum og við- horfi okkar til lífsins yfirleitt. Nú er það að vísu svo, að ekki eru allar breytingar til bóta, framfara eða heilla. Og margt bendir á, að hið gífurlega umrót aldarfarsins hafi ekki að öllu leyti orðið þjóðinni til bóta og blessunar — en út í það skal ekki nánar farið hér. Ég mun hér aðeins ræða lítillega um þau málefnin, sem þetta félag hefur sérstaklega borið fyrir brjósti. Á viðhorfinu til þeirra mála hefur stórfelld breyting orðið á þessu tímabili, og má það hiklaust þakka starfi þessa félags að verulegu leyti og þá fyrst og fremst þeim ágætu og þjóðkunnu mönnum, sem bæði innan félagsins og utan ruddu spírit- ismanum brautina hér á landi með óþreytandi áhuga, gáf- um og snilli. Menn eins og Einar H. Kvaran og próf. Haraldur Níelsson unnu ekki aðeins þrekvirki í þessum málum með rannsóknum sínum, ritgerðum og fyrirlestr- um og starfi sínu innan Sálarrannsóknafélagsins, sem þeir voru stofnendur að, heldur ekki síður óbeint, annar með skáldsögum sínum, sem fólkið las og dáði, og þrungn- ar voru af boðskapnum um eilífðareðli og eilífðargildi mannssálarinnar; hinn með yfirburðaáhrifum sínum á hina verðandi prestastétt landsins, sem prófessor í guð- fræðideild Háskólans um langt árabil. Engum blandast hugur um, að viðhorf íslenzku kirkjunnar til sálarrann- sóknanna og eilífðarmálanna hefði orðið annað og öðru- vísi, ef hans hefði ekki notið við. Um síðustu aldamót aðhylltist kirkjan yfirleitt — en með glæsilegum undantekningum þó — hinar gömlu mið- aldakenningar um dauðann, dómsdag og annað líf — annars vegar eilífa sæluvist á himnum til handa þeim út- völdu, sem í hvítum skykkjum og með pálma í höndum skyldi syngja drottni dýrð og lof nótt og nýtan dag — hins vegar hryllilegan kvalastað hinna fyrirdæmdu, þar sem voru eilífar kvalir, grátur og gnístran tanna án allrar vonar um lausn eða líkn. Ekki voru nú samt allir heittrúaðir á þetta, en svona var kenningin þá og barna-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.