Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 64
58
MORGUNN
hugsunarhætti, listum og menningu, fræðslumálum og við-
horfi okkar til lífsins yfirleitt. Nú er það að vísu svo, að
ekki eru allar breytingar til bóta, framfara eða heilla. Og
margt bendir á, að hið gífurlega umrót aldarfarsins hafi
ekki að öllu leyti orðið þjóðinni til bóta og blessunar —
en út í það skal ekki nánar farið hér. Ég mun hér aðeins
ræða lítillega um þau málefnin, sem þetta félag hefur
sérstaklega borið fyrir brjósti. Á viðhorfinu til þeirra
mála hefur stórfelld breyting orðið á þessu tímabili, og
má það hiklaust þakka starfi þessa félags að verulegu
leyti og þá fyrst og fremst þeim ágætu og þjóðkunnu
mönnum, sem bæði innan félagsins og utan ruddu spírit-
ismanum brautina hér á landi með óþreytandi áhuga, gáf-
um og snilli. Menn eins og Einar H. Kvaran og próf.
Haraldur Níelsson unnu ekki aðeins þrekvirki í þessum
málum með rannsóknum sínum, ritgerðum og fyrirlestr-
um og starfi sínu innan Sálarrannsóknafélagsins, sem
þeir voru stofnendur að, heldur ekki síður óbeint, annar
með skáldsögum sínum, sem fólkið las og dáði, og þrungn-
ar voru af boðskapnum um eilífðareðli og eilífðargildi
mannssálarinnar; hinn með yfirburðaáhrifum sínum á
hina verðandi prestastétt landsins, sem prófessor í guð-
fræðideild Háskólans um langt árabil. Engum blandast
hugur um, að viðhorf íslenzku kirkjunnar til sálarrann-
sóknanna og eilífðarmálanna hefði orðið annað og öðru-
vísi, ef hans hefði ekki notið við.
Um síðustu aldamót aðhylltist kirkjan yfirleitt — en
með glæsilegum undantekningum þó — hinar gömlu mið-
aldakenningar um dauðann, dómsdag og annað líf —
annars vegar eilífa sæluvist á himnum til handa þeim út-
völdu, sem í hvítum skykkjum og með pálma í höndum
skyldi syngja drottni dýrð og lof nótt og nýtan dag —
hins vegar hryllilegan kvalastað hinna fyrirdæmdu, þar
sem voru eilífar kvalir, grátur og gnístran tanna án
allrar vonar um lausn eða líkn. Ekki voru nú samt allir
heittrúaðir á þetta, en svona var kenningin þá og barna-