Morgunn - 01.06.1959, Page 69
MORGUNN
63
öll er hún orðin köld, andlitið eins og stirðnað, aðeins
heit undir höndum. Þá heyri ég að hún er eins og að
tala við gestinn, sem ég sá ekki, og segir svo við mig:
Ég á að fara heim, Ingibjörg. Ég kvaðst mundu fara
heim með hana á morgun, en hún sagði þá, að hanln
ætti ekki við þá heimferð, — en ég á að fara heim, sagði
hún.
Næst virtist hún sjá frænku sína, sem látin var fyrir
mörgum árum, og því næst föður sinn, og tala við hann.
Þá sagði hún við mig: ég á að verða verndarengillinín
þinn, þegar ég dey, Ingibjörg mín. Því næst kvaðst hún
sjá fram á veginn sinn, blómum skrýddan, fagran veg.
Enn segist hún sjá framtíðarveginn minn og lýsir fyrir
mér manni, sem muni taka á móti mér að leiðahlokum.
Þar þóttist ég þekkja fóstra minn, sem látinn var fyrir
9 árum.
Næst sagði hún frá ungum manni, sem kominn væri
til að hjúkra sér. Þá var eins og henni væri bókstaflega
snúið í rúminu, og öll var hún ennþá köld og tilfinninga-
iaus virtist hún verða orðin.
Eftir um það bil stundarfjórðung, þegar ég hélt, að
hún væri að skilja við, finn ég, mér til mikillar undrunar,
að fæturnir eru farnir að hitna. Hitinn færðist upp eftir
líkamanum og síðast um andlitið. Þetta var um nótt, ég
gat ekki farið frá henni til að sækja hjálp.
Nú kom hún til sjálfrar sín og lýsti fyrir mér ástandi
sínu. Meðan hún lá í dauðadáinu kvað hún sér hafa liðið
vel, kvaðst hafa heyrt hljóðfæraslátt og séð fögur blóm,
aðeins hefði sér þótt leitt að sjá mig sitja hjá sér svo
hrygga.
Eftir þennan atburð leið lienni vel allan tímann, sem
við dvöldumst í tjaldinu og daglega kvaðst hún sjá gamla
manninn en aldrei eftir að hún kom aftur heim. Hún
þráði að komast aftur suður í tjaldið. Hún dó 12. sept-
1939.
Ingibjörg Gu&mundsdóttir.