Morgunn - 01.06.1959, Síða 70
Steindór Steindórsson menntaskólakennari:
Fyrir utan dyrastafinn
Flutt á kirkjuviku Akureyrarkirkju 8. marz 1959
★
Virðulega samkoma.
Þegar ég stend hér nú, flýgur mér í hug lítið atvik
frá ferðalagi mínu vestur í Ameríku s. 1. haust. Ég fór
með næturvagni frá Minneapolis til Chicago. Sessu-
nautur minn var ungur, kaþólskur stúdent á leið til
kaþólska háskólans í Washington. Við ræddum margt,
því að lítið varð um svefninn og fátt annað til dægra-
styttingar. Þegar við komum til Chicago, snemma morg-
uns, fréttum við, að þar myndu leiðir skilja á ný, en
báðir þyrftum við að bíða um 4 stundir eftir vögnunum,
sem flyttu okkur áleiðis. Við vildum nota tímann til að
sjá okkur ögn um. En hið fyrsta, sem félagi minn segir,
er við komum út af vagnstöðinni, hvort mér sé ekki sama,
þótt við byrjum á að finna kaþólska kirkju, því að morg-
unguðsþjónusta muni vera að hefjast í þeim um þetta
leyti dags. Ég tók því vel, og okkur gekk greiðlega að
finna kirkjuna og fórum inn. Það urðu vini mínum þeg-
ar nokkur vonbrigði, að eiginleg messa átti ekki að vera
í þetta sinn, en margt manna var þegar komið í kirkj-
una, til þess að gera þar bæn sína, áður en þeir gengju
til daglegra starfa. Hann fylgdi þar dæmi þeirra og
kraup niður un stund í þögulli bænagerð. En á meðan
kom prestur fram fyrir altari kirkjunnar og bauð þeim,
er það vildu, að ganga til altaris. Félagi minn tók því