Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 73

Morgunn - 01.06.1959, Qupperneq 73
MORGUNN 67 sem mennirnir hafa náð, og því meiri sem skilningur þeirra er á umhverfi því, er þeir lifa í því fullkomnari verða trúarbrögð þeirra, og hugmyndir þeirra um guð sinn og samfélag við hann taka gjörbreytingu. Segja má, að viðhorf frumstæðra manna til guðanna sé viðhorf óttans. Náttúran umhverfis þá er þeim fjandsamleg, og í huga þeirra renna nátturuöflin og guðirnir saman í eitt, og meginþáttur guðsdýrkunar þeirra er að reyna að blíðka guðina með fórnum. Guðsdýrkun þeirra verður einskonar kaupskapur, og siðalögmál þeirra einkum fólg- ið í margbrotinni bannhelgi, sem siðuðum mönnum þykir í senn fávísleg og jafnvel viðurstyggileg. En eitt er þeim öllum sameiginlegt. Þegar mikils þykir við þurfa leggj- ast þar allir á eitt um tilbeiðslu og ákall guðdóms þeirra. Gagnstætt þessu getum vér sett guðshugmynd krist- inna manna um algóðan föður, Guð kærleikans, alvitran og almáttugan. Gagnvart tveimur svo gagnólíkum guðs- hugmyndum hljóta að skapast ólík viðhorf í athöfnum og framferði. Jafnframt skapast ný siðalögmál, nýr skilningur á hvað rétt sé og rangt. En eins og trú hins frumstæða manns mótast af þekkingarleysi hans og van- mætti gegn umhverfinu, hlýtur einnig trú nútímamanns- ins að verða fyrir áhrifum sívaxandi þekkingar og kunn- áttu, og af vaxandi valdi hans yfir umhverfi sínu. Þessu þýðir ekki að neita, þótt vér ef til vill vildum óska, að því væri öðruvísi farið. Og vér vitum fullvel, að um langan aldur hefir staðið togstreita milli trúar og þekkingar eða trúar og vísinda, ef vér heldur viljum nota það orð. Að vísu er ég ekki sannfærður um, að dcilan sé bein- línis milli trúarinnar, sem mannlegrar tilfinningar, og þekkingarinnar, heldur miklu fremur milli kirkjunnar, hins ytra tjáningarforms trúarinnar. Því að vér verðum stöðugt að hafa það hugfast, að trú og kirkja er ekki eitt. Nítjánda öldin var öld hinnar vaxandi þekkingar. Pramfarir í vísindum urðu þá meiri og stórstígari en
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.