Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Page 76

Morgunn - 01.06.1959, Page 76
70 MORGUNN t og eitt af því fáa, sem vér vitum með öruggri vissu er, að þangað liggur leið vor fyrr eða síðar. Það er því ekki að undra þótt spurt sé: Hvað tekur við? Og þeir, sem möguleika hafa, vilja þrótt og styrk, hafa leitað og — fundið. Mörgum heíir opnazt sýn inn yfir landamærin miklu. Sú vitneskja hefir gefið þeim nýja vissu, nýja trú á lífið og tilveruna. Árangur sálarrannsóknanna hefir vissulega fært fjölda manna huggun í sorg, og gætt þá bjartsýni og tniarþrótti. Hann hefir losað þá undan fargi óttans og vonleysisins, og fært þeim öryggi og aukinn þrótt. En hefir þessari leit og þessum árangri verið fagn- að almennt? Enn skortir mjög á að svo sé. Annarsvegar hefir efnishyggjan staðið á verði um sínar skoðanir, að ekkert sé til utan við efnið, andinn sé ekkert nema sveifí- ur í efninu, ef svo mætti að orði kveða, og engin lögmál væru hugsanleg, sem gengju í bág við þau efnislögmál, er vér nú þekkjum. Hinsvegar hafa og margir kirkjunn- ar menn verið furðu tregir til að veita þessari vitneskju viðtöku, og margir snúizt gegn henni til fullrar and- stöðu sem óguðlegu athæfi. Mönnunum sé að eilífu bann- að að skyggnast yfir fyrir tjaldið mikla, þótt þeim hins- vegar sé öllum ætlað að fara þangað. Á þessu sviði hafa kirkjan og efnishyggjan getað tekið höndum saman. Hinu ber þó ekki að neita, að margir kirkjunnar menn hafa veitt hinni nýrri vitneskju viðtöku með opnum huga og hagnýtt sér hana, til að gefa boðskap þeim, er þeir flytja, nýtt líf og nýjan þrótt og oftast með góðum árangri. Hjá því getur ekki farið, að kirkjan sjálf hljóti að verða fyrir áhrifum þess umhverfis og aldaranda, sem hverju sinni drottnar. Enda þótt hornsteinar hennar séu hinir sömu gegnum aldirnar, er boðunarmáti hennar mannanna verk, og hann hlýtur að taka breytingum, og áhrif hennar hverju sinni hljóta að verða eftir því, hvern hljómgrunn hún fær meðal fólksins. Hér er að vísu ekki staður né stund til að bera fram
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.