Morgunn - 01.06.1959, Page 81
MORGUNN
75
málverkin í gluggunum ásamt stíl hússins sjálfs. Allt
orkaði það á sama veg, sem hljóðlát, kyrrlát guðsþjón-
usta eða vegsömun hins hæsta. Fólkið virtist vera harla
sundurleitt, og vafalaust hefur hver þeirra gengið sína
götu, þegar út fyrir lsirkjudyrnar kom, og sjálfsagt hafa
bænarmál þess einnig verið margvísleg. En allt um það
allir sameinuðust þar í einum hug að ákalla drottin sinn
í bæn og auðmýkt. Og er það ekki einmitt talonarkið með
allri guðsþjónustugjörð, að sameina hugina í lotningu og
kærleika, og lyfta þeim yfir hinn daglega ömurleika.
Enda þótt ég væri einungis áhorfandi þarna inni, heyr-
andi til öðru kirkjufélagi og alls óvanur slíkri athöfn,
fann ég ósjálfrátt til vellíðanar, áhrifa, sem torvelt er að
lýsa, en maður verður að lifa sjálfur. Og þau áhrif opn-
uðu mér skilning á því, hversvegna hinn ókunni vinur
minn lagði svo mikið kapp á að komast í kirkjuna.
Eitt af mörgu, sem kalla má, að sálarrannsóknir nú-
tímans hafi staðfest, er máttur hugans. Það er staðreynd,
sem ekki verður mótmælt með rökum. Dulvísindin segja
oss, að með samstillingu hugans sé unnt að margfalda
kraft hans, og slíkt er í sjálfu sér ofureðlilegt. Guðs-
þjónusta, sem nær að samstilla hugina, er þannig ekki
einungis fyrir þá, sem taka þátt í henni, heldur getur
verið einskonar aflstöð, er orkar á umhverfið. í því er
mikilvægi hennar eklci sízt fólgið.
Skoðanir vorar geta verið skiptar, bæði í trúarefnum
og öðrum. Vér fetum hver sína leið og gerum oss þó von
um allir, að ná sama marki fyrr eða síðar. En um eitt
getum vér verið sammála, ekki sízt á tímum umróts og
óróa eins og vér nú lifum á, og það er að fagna hverju
starf'i, sem unnið er til þcss að samstilla hugina, skapa
frið og lyfta hugsun og athöfnum mannanna á hærra
stig siðgæðis og andlegs þroska. Fagna hverju því starfi,
sem unnið er í sameinaðri þjónustu sannleiks og kærleika.
Stemdór Steindórsson.