Morgunn


Morgunn - 01.06.1959, Page 84

Morgunn - 01.06.1959, Page 84
78 MORGUNN bandi við unglinga á kynþroskaárunum. Raunar hefir sálarrannsóknamaðurinn próf. Rhine sannað með tilraun- um sínum, að með fólki yfirleitt býr hæfileiki til að hafa með sálarorku sinni áhrif á tening, sem fellur. Undir sama flokk heyra þau lækningafyrirbrigði, sem þannig gerast, að sjúk líffæri verða heilbrigð fyrir sál- ræn áhrif. Og þetta er í fullu samræmi við þau „psyko- somatisku" læknavísindi, sem viðurkenna nú, að sálar- ástand sjúklingsins hafi áhrif á líkamlega sjúkdóma hans. Það lítur út fyrir, að einhver stjórnandi miðstöð í mann- inum sjálfum hafi hinstu ráð yfir efnisheiminum, þótt vér kunnum ekki á henni tök, þó hæfileikinn sé fyrir hendi. í höfuðdráttum benda hin nýju sálrænu vísindi til hins sama og atómeðlisfræðin og líffærafræðin: að efnis- heimurinn sé aukaatriðið, skapaður heimur, en heimur sálarinnar frumheimur, sem byggi hinn upp. En þetta bendir óneitanlega til þess, að sálin geti haldið áfram að lifa, þótt líkaminn deyi. 3. Hvað sýnum manna viðkemur, er vert að veita sér- staka athygli því, hve ótrúlega margar frásögur eru til um það, að lifandi menn hafi birtzt þar, sem þeir voru ekki sjálfir líkamlega tilstaðar. T. d. er það fyrirbæri athyglisvert, að dáleiddur maður birtist á þeim stað, sem dávaldurinn sagði honum að hugsa sig ti'l. Birtingar látinna manna hljóta að vera þessu hliðstæð- ar. Og einnig þegar um þær er að ræða, er engan veginn ævinlega víst, að hinn látni maður sé sjálfur og vitandi vits að „ganga aftur“. Oft getur móttakandi sýnarinnar sjálfur — eins og áður — sagði verið orsök fyrirbrigðis- ins. Og oft getur undirvitundin verið hér að verki, eins og sýnist vera um margar birtingar lifandi manna úr fjarlægð. 4. Og svo kemur loks sú spurning, sem upprunalega gerði sáiarrannsóknirnar, eða parapsykologíuna, lokk- andi: Hvað vitum vér um lífið eftir dauðann?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.