Morgunn - 01.06.1959, Page 86
Dauði Edgars Vandy
★
Fyrir 24 árum andaðist hinn ungi, brezki uppfinninga-
maður, Edgar Vandy. Og þannig bar dauða hans að, að
hann ætaði að synda með vini sínum í einkasundlaug
hans, en þeir voru aðeins tveir saman. Þá sökk Edgar
Vandy og drukknaði, en vinur hans hlaut ásakanir fyrir
klaufaskap þann, að bjarga honum ekki.
Bræðrum Vandys þóttu sárt að missa bróður sinn,
óvenju efnilegan mann, og Georg Vandy, sem var félagi
í Brezka Sálarrannsóknafélaginu, fékk milligöngumann
til þess að koma sér í samband við trúverðuga miðla.
Bræðurnir gættu allrar varúðar og tryggðu það, að miðl-
arnir vissu ekki, hverjir þeir væru.
Þeir sátu sjö miðilsfundi hjá fjórum góðum miðlum.
Þeir fengu nákvæmar lýsingar á útliti bróður síns, nöfn
á nokkrum meðlimum fjölskyldunnar, þeim var sagt inni-
hald bókarinnar, sem Edgar bróðir þeirra las síðasta
í þessum heimi, og þeim var sagt frá hinni flóknu Ijós-
prentunarvél, sem hann hafði verið að reyna að full-
komna áður en hann dó. Allt var þetta rétt. Og Edgar
minntist á andlit sitt. Hann neitaði algerlega, að um
„klaufaskap" sinar síns hefði verið að ræða, en sagði
að hinsvegar hefði mátt bjarga sér, ef vinur hans hefði
ekki orðið frá sér af ótta, þegar hann sá, hvað var að
gerast.
Um það, sem „Edgar“ sagði um dauða sinn, í miðils-
sambandinu, verður ekkert fullyrt. En líklegt verður það,
þegar höfð eru í huga þau sönnunargögn, sem fram komu
hjá miðlunum fjórum.
Brezka Sálarrannsóknafélagið er vandlátt um skýrslur,
er það birtir. En þessa hefir það nýlega birt.