Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 4
4 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Forvarnardagurinn var haldinn í öllum grunnskólum landsins í gær, 3. nóvember, en ekki á þriðjudag, 2. nóvember, eins og skýrt var frá í Fréttablaðinu í gær. Forseti Íslands boðaði til blaðamannafundar vegna dagsins í Foldaskóla á þriðjudag. LEIÐRÉTTING DÓMSMÁL Slitastjórn Glitnis hefur krafist þess að lögfræðiálit Brynj- ars Níelssonar, formanns Lög- mannafélags Íslands, sem nýlega var lagt fyrir dóm í New York, verði metið ógilt. Álit Brynjars er lagt fram af lögmönnum stefndu, svokallaðri klíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, og í því hrekur Brynjar þau rök álitsgjafa slita- stjórnarinnar að íslenskir dómstól- ar hafi ekki burði til að takast á við svo umfangsmikið mál og því eigi það heima í Bandaríkjunum. Slitastjórnin gagnrýnir Brynjar harðlega fyrir að taka ekki fram í áliti sínu að hann hafi þar til í júlí verið slitastjórninni til ráðgjafar um það hvort vísa skyldi einhverj- um öngum málsins í sakamálarann- sókn. Sem ráðgjafi hafi hann haft aðgang að öllum trúnaðarupplýs- ingum sem málið varða. Þann trún- að hafi hann rofið og sé því vanhæf- ur til að veita álit sitt. Slitastjórnin hefur skorað á Brynjar að aftur- kalla álitið, en því hafnar hann. Í bréfi til slitastjórnarinnar kveðst Brynjar við álitsgerðina á engan hátt hafa nýtt sér þær trún- aðarupplýsingar sem hann öðlaðist í ráðgjafarstarfi sínu. Hann hafi einfaldlega talið það rangt mat hjá Þórði S. Gunnarssyni, sem vann álitsgerð fyrir slitastjórnina, að íslenskir dómstólar geti ekki leyst úr jafnstóru skaðabótamáli og mál- sóknin gegn sjömenningunum er. Hann hafi verið beðinn um að koma þeirri skoðun sinni á framfæri við dóminn og það hafi hann gert. „Ég tek hins vegar enga afstöðu til þess hvort einhver önnur sjónarmið eða rök kunni að vera fyrir málshöfðuninni fyrir dómstól í New York,“ segir Brynjar. Slitastjórninni sé frjálst að senda inn kvörtun til úrskurðarnefndar lögmanna telji hún að yfirlýsingin brjóti gegn lögum um lögmenn og siðareglum Lögmannafélagsins. „Ég hef meiri áhyggjur af því að hótunin sem fram kemur í bréfi slitastjórnarinnar til mín sam- ræmist ekki góðum lögmanns- háttum og kunni að brjóta gegn siðareglum LMFÍ,“ segir Brynjar. stigur@frettabladid.is Brynjar sakaður um að hafa rofið trúnað Slitastjórn Glitnis sakar formann Lögmannafélags Íslands um að rjúfa trúnað með því að skrifa lögfræðiálit fyrir sjömenningana sem stefnt er í New York. Brynjar starfaði sem ráðgjafi slitastjórnarinnar fyrr í ár. Rangt, segir Brynjar. Í bréfi lögmanns slitastjórnarinnar til dómarans Charles E. Ramos er fullyrt að nýleg gögn sem slitastjórninni hafa áskotnast sýni fram á að Hannes Smárason og Jón Sigurðsson hafi sagt ósatt í eiðsvörnum yfirlýsingum sínum fyrir dómnum. Annars vegar sé um að ræða samning á milli FL Group og Hnotskurnar hf. um kaup FL á bréfum í Trygg- ingamiðstöðinni. Hann sýni að Hannes hafi, haft bein áhrif á það að Glitnir lánaði félaginu fyrir kaupunum. „FL Group mun hlutast til um að Glitnir klári samkomu- lag við Hnotskurn um losun á 250 milljónum á morg- un,“ segir í minnisblaði um viðskiptin sem undirritað er af Hannesi. Slitastjórnin segir að þetta gangi þvert gegn yfirlýsingu Hannesar þess efnis að hann hafi ekki getað tryggt nokkrum lán frá Glitni í krafti stöðu sinnar og hafi aldrei nokkurn tímann reynt að gera það. Þá hefur slitastjórnin fengið í hendurnar fundargerð af stjórnarfundi FL Group sem sýnir að Jón Sigurðsson kynnti áætlanir um kaupin á Tryggingamiðstöðinni fyrir stjórninni. Hann sagði í vitnisburði sínum að hann myndi ekki til þess að hafa nokkru sinni rætt þau viðskipti eða komið að þeim. Hannes og Jón sagðir ljúga í vitnisburði JÓN SIGURÐSSON HANNES SMÁRASON BRYNJAR NÍELSSON STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR SPÁNN, AP Tíu ára gömul stúlka fæddi stúlkubarn í borginni Jerez de la Frontera á Spáni nýverið. Stúlkan, sem er frá Rúmeníu, kom til Spánar um þremur vikum áður en hún átti barnið. Faðir barnsins er þrettán ára. Barnaverndaryfirvöld meta nú hvort móðirin unga og fjölskylda hennar fái að halda barninu. Móðir stúlkunnar hefur sagt spænskum fjölmiðlum að dóttur sinni og dótturdóttur heilsist vel. Hún segist raunar ekki skilja athyglina og segir tíu ár eðlilegan giftingaraldur í Rúmeníu. - bj Ung móðir frá Rúmeníu: Tíu ára stúlka fæddi barn P IP A R \T B W A · S ÍA 25% AFSL ÁTTU R Vinur við veginn VETRARTILBOÐ Nú færðu 25% afslátt af frostlegi, rúðuhreinsi og þurrkublöðum með Staðgreiðslukorti Olís. Sæktu um Staðgreiðslukort á olis.is. Vil dar pu nkt ar Ice lan dai r -3k r. af e lds ney ti Afs lát tur af vör um VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 17° 15° 10° 17° 18° 10° 10° 25° 16° 21° 13° 28° 6° 17° 21° 7°Á MORGUN Hæg breytileg átt. LAUGARDAGUR 8-13 m/s V-til, annars hægari. 1 -1 -1 0 -2 0 -2 3 0 4 -4 4 8 7 7 4 4 5 11 4 7 4 -1 -2 -5 -6 -1 5 4 0 -4 -1 RÓLEGHEIT Í dag verður fremur hæg- ur vindur á landinu og víða líkur á éljum, einkum við strendur landsins. Á morgun verður úrkomulítið að mestu en á laugar- daginn þykknar upp með slyddu eða rigningu SV-til síðdegis. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður TAÍLAND, AP Gríðarleg flóð í suður- hluta Taílands voru í rénun í gær eftir úrhelli fyrri hluta vikunnar. Borgin Hat Yai fór á kaf í flóðun- um og var vatnsdýptin á götum borgarinnar um þrír metrar á tímabili. Hermenn aðstoðuðu fólk við að komast leiðar sinnar, en raf- magnslaust er enn á stórum svæðum og farsímasamband takmarkað. Engar fréttir hafa borist af manntjóni í flóðunum en taí- lenskir fjölmiðlar segja í það minnsta einn mann hafa farist. - bj Úrhelli veldur tjóni í Taílandi: Flóðin í rénun Á KAFI Vatnshæðin var mest um þrír metrar á götum borgarinnar Hat Yai í Suður-Taílandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NORÐURLÖND Mikil óánægja er í Norðurlandaráði með þá starfs- venju danskra stjórnvalda að vísa ríkisborgurum annarra norrænna ríkja úr landi ef þeir njóta félagslegrar aðstoðar í Danmörku. Á fundi Norðurlandaráðs í Reykjavík var í gær samþykkt með 58 atkvæðum gegn fimm að hvetja dönsku ríkisstjórnina til að hætta brottrekstri fólks vegna félagslegrar aðstoðar. Karen Elleman, samstarfsráð- herra Dana, hafnar því í skýrslu til Norðurlandaráðs að þessi starfsvenja brjóti gegn norræn- um sáttmálum, eins og fullyrt hefur verið. - gb Dönsk stjórnvöld gagnrýnd: Hvött til að láta af brottrekstri LANDSDÓMUR „Þetta hefur komið til tals og verið í athugun ásamt einhverjum öðrum kostum, geri ég ráð fyrir,“ segir Markús Örn Antonsson, forstöðumaður Þjóð- menningarhúss, um þá hugmynd að þinghald landsdóms verði í húsinu. „Hins vegar er það ákvörðun stjórnvalda, sem ráða yfir og eiga þetta hús, hvað við það er gert.“ Starfsfólk hússins hafi í sjálfu sér ekki skoðun á því. Ef til þess kæmi að rétt- að yrði í Þjóðmenningarhúsinu segist Markús gera ráð fyrir að augu manna beinist fyrst og fremst að bókasalnum svo- kallaða, sem er gamli lessalur Landsbókasafnsins. Þar eru reglulega haldnir við- burðir og þegar þétt er setið í salnum rúmar hann um 150 áhorf- endur, sem er um tvöfalt það sem kemst fyrir í stóra salnum í Hæsta- rétti. Markús bendir þó á að þeir sem aðild eiga að réttarhöldunum þyrftu töluvert rými sem jafnan sé notað undir gesti salarins. Markús gerir ráð fyrir að þrátt fyrir að landsdómur fengi inni í húsinu yrðu þar áfram sýningar sem ýmist standa yfir nú þegar eða eru fyrirhugaðar. - sh Forstöðumaður Þjóðmenningarhúss segir í athugun hvort landsdómur þingi þar: Mundi ekki raska starfi hússins MARKÚS ÖRN ANTONSSON Segir bóka- salinn í Þjóðmenningarhúsinu rúma um 150 manns – þó færri ef landsdómur yrði þar. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN MANNRÉTTINDI Ekkert varð af því að íranska konan Sakineh Mohammadi Ashtiani yrði tekin af lífi í gær. Talið var að stjórnvöld í Íran myndu láta hengja hana fyrir framhjáhald. Bernard Kouchner, utanríkisráð- herra Frakk- lands, sagði fjölmiðlum að starfsbróðir sinn í Íran hefði staðfest við sig að yfir- völd þar í landi hefðu ekki tekið lokaákvörðun í máli hennar. Utanríkisráherrar Norður- landanna fimm lýstu í gær yfir áhyggjum af stöðu Ashtiani og skoruðu á Írana að milda dóm- inn og lýstu um leið yfir algerri andstöðu við dauðarefsingar. - þj Aftöku frestað í Íran: Ashtiani ekki enn tekin af lífi MOHAMMADI ASHTIANI AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 03.11.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 205,1355 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 109,86 110,38 177,21 178,07 154,26 155,12 20,687 20,809 18,83 18,94 16,541 16,637 1,3584 1,3664 173,61 174,65 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.