Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 72
52 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Meistaradeild Evrópu: E-RIÐILL: CFR Cluj-FC Bayern 0-4 0-1 Mario Gomez (12.), 0-2 Mario Gomez (24.), 0-3 Mario Gomez (71.), 0-4 Thomas Muller (90.) Basel-Roma 2-3 0-1 Jeremy Menez (16.), 0-2 Francesco Totti, víti (25.), 1-2 Alexander Frei (69.), 1-3 Leandro (76.), 2-3 Xherdan Shaqiri (83.) STAÐAN: FC Bayern 4 4 0 0 11-3 12 Roma 4 2 0 2 6-8 6 Basel 4 1 0 3 7-8 3 CFR Cluj 4 1 0 3 5-10 3 F-RIÐILL: Chelsea-Spartak Moskva 4-1 1-0 Nicolas Anelka (49.), 2-0 Didier Drogba, víti (62.), 3-0 Branislav Ivanovic (66.), 3-1 Nikita Bazhenov (86.), 4-1 Branislav Ivanovic (90.) MSK Zilina-Marseille 0-7 0-1 Andre-Pierre Gignac (12.), 0-2 Andre-Pierre gignac (21.), 0-3 Gabriel Heinze (24.), 0-4 Loic Remy (36.), 0-5 Lucho (51.), 0-6 Andre-Pierre Gignac (54.), 0-7 Lucho (63.) STAÐAN: Chelsea 4 4 0 0 12-2 12 Marseille 4 2 0 2 8-3 6 Spartak Moskva 4 2 0 2 4-6 6 Zilina 4 0 0 4 1-15 0 G-RIÐILL: AC Milan-Real Madrid 2-2 0-1 Gonzalo Higuain (45.), 1-1 Filippo Inzaghi (68.), 2-1 Filippo Inzaghi (78.), 2-2 Pedro Leon (90.+3). Auxerre-Ajax 2-1 1-0 Frederic Sammaritano (12.), 1-1 Toby Alder- weireld (79.), 2-1 Steven Langil (84.) STAÐAN: Real Madrid 4 3 1 0 7-2 10 AC Milan 4 1 2 1 5-5 5 Ajax 4 1 1 2 4-6 4 Auxerre 4 1 0 3 3-3 3 H-RIÐILL: Partizan Belgrad-Braga 0-1 0-1 Moisés (35.) Shaktar Donetsk-Arsenal 2-1 0-1 Theo Walcott (10.), 1-1 Dmytro Chigrynski (28.), 2-1 Eduardo (45.). STAÐAN: Arsenal 4 3 0 1 15-4 9 Shaktar 4 3 0 1 7-6 9 Braga 4 2 0 1 3-9 6 Partizan 4 0 0 4 1-7 0 IE deild kvenna: Hamar-Njarðvík 72-58 Hamar: Kristrún Sigurjónsdóttir 34/8 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Jaleesa Butler 12/20 fráköst/3 varin skot, Slavica Dimovska 5/7 fráköst/11 stoðsendingar,. Njarðvík: Shayla Fields 30/14 fráköst, Heiða Valdimarsdóttir 9/8 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 6/8 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 4/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 4, Emelía Grétarsdóttir 2. Haukar-Snæfell 70-59 Haukar: Kathleen Patricia Snodgrass 23/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjars- dóttir 15/16 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverris- dóttir 9/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 9. Snæfell: Inga Muciniece 18/15 fráköst/4 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 10, Sade Logan 9, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9/6 fráköst. Grindavík-Keflavík 68-81 Grindavík: Helga Hallgrímsdóttir 17/16 fráköst, Charmaine Clark 17/10 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 14, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 11. Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21, Jacquline Adamshick 21/16 fráköst/4 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 15/10 fráköst. KR-Fjölnir 96-52 KR: Margrét Kara Sturludóttir 36/7 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 20/5 fráköst, Þorbjörg Andrea Frið- riksdóttir 12, Helga Einarsdóttir 11/6 fráköst. Fjölnir: Inga Buzoka 19/15 fráköst, Birna Eiríks- dóttir 17, Erla Sif Kristinsdóttir 6/6 fráköst. Staða efstu liða: Keflavík 12 stig, Hamar 12, Njarðvík 8, Haukar 6, KR 6, Grindavík 2, Snæfell 2, Fjölnir 0. N1-deild kvenna: Valur-Fylkir 35-25 Valur: Íris Ásta Pétursdóttir 8, Anna Úrsula Guð- mundsdóttir 7, Hrafnhildur Skúladóttir 6. Fylkir: Sunna María Einarsdóttir 9, Arna Valgerður Erlingsdóttir 5. Grótta-Stjarnan 27-33 Grótta: Hildur Marín Andrésdóttir 7, Tinna Laxdal Gautadóttir 7, Sigrún Arnardóttir 3. Stjarnan: Hanna G. Stefánsdóttir 14, Elísabet Gunnarsdóttir 4, Jóna Halldórsdóttir 3. Staða efstu liða: Fram 8 stig, Stjarnan 8, Valur 8, Fylkir 6, Haukar 4, FH 4, ÍBV 4, HK 2, Grótta 0, ÍR 0. Þýski handboltinn: RN Löwen-Melsungen 40-25 Ólafur Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Róbert Gunnarsson eitt. Friesenheim-Rheinland 28-29 Árni Þór Sigtryggsson skoraði tvö mörk fyrir Rheinland. Powerade-bikar karla: Þór-Grindavík 67-90 Þór Ak.: Konrad Tota 25/5 fráköst, Wesley Hsu 9, Ólafur Torfason 8, Óðinn Ásgeirsson 8/9 fráköst. Grindavík: Ármann Vilbergsson 17/5 fráköst, Andre Smith 16/9 stoðsendingar, Ómar Örn Sæv- arsson 15/15 fráköst, Björn Brynjólfsson 11 ÚRSLIT FÓTBOLTI Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Liverpool, verður lán- aður til enska C-deildarliðsins Dagenham & Redbridge fram að áramótum. Þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið í gær. Í fyrrakvöld spilaði Guðlaugur Victor með varaliði Liverpool í 2-0 sigri á varaliði Sunderland og fóru hjólin að snúast eftir þann leik. „Ég náði að skora eitt og leggja upp annað í þeim leik og eftir hann var hringt í þjálfarann minn. Það var svo gengið frá þessu í dag [gær],“ sagði Guðlaugur. „Þetta er fín deild og ég hlakka mikið til að fá að spila með þessu liði.“ Guðlaugur er nítján ára gamall og kom til Liverpool frá danska liðinu AGF í janúar í fyrra. „Ég lít á þetta sem hið besta mál. Allir hér í klúbbnum hafa sagt mér að þetta verði góð reynsla fyrir mig. Ég hef líka spurt menn eins og [Steven] Gerrard og [Dani- el] Agger ráða og þeir hafa sagt mér að grípa tækifærið ef tilboð um lánssamning kemur frá liði í neðri deildunum. Það verður góð reynsla fyrir mig að fá að spila loksins aðalliðsfótbolta.“ Samningur Guðlaugs við Liver- pool rennur út í sumar og segir hann óvíst hvað tekur við hjá sér. „Það er allt mjög óljóst eins og er. Ef mér gengur vel hjá Dagen- ham & Redbridge er aldrei að vita hvað Liverpool gerir,“ segir Guðlaugur. „Liverpool er auðvitað frábært félag og ég er mjög ánægður með tíma minn hér. Hér hef ég náð öllum þeim markmiðum sem ég setti mér og nú er kominn tími til að ég fái tækifæri til að spila reglulega. En eins og málin standa nú verður að teljast ólíklegt að ég verði áfram hjá Liverpool eftir sumarið.“ Dagenham & Redbridge hefur verið í miklu basli í ensku C-deild- inni í haust og er í næstneðsta sæti deildarinnar eins og er. Guð- laugur verður fjórði Íslendingur- inn sem spilar nú í deildinni en meðal þeirra er Kári Árnason hjá Plymouth. „Minn annar leikur verður ein- mitt gegn Plymouth og ég hlakka mikið til að fá að spila við Kára en við erum góðir vinir. Það verður skrítið en örugglega mjög gaman.“ - esá Guðlaugur Victor Pálsson spilar með Dagenham & Redbridge í ensku C-deildinni til áramóta: Fékk góð ráð frá Gerrard og Daniel Agger BRUGÐIÐ Á LEIK Guðlaugur fær hér að kenna á því á landsliðsæfingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Argentínu hefur fastráðið Serg- io Batista sem landsliðsþjálfara. Hann tekur við liðinu af Diego Maradona. Batista var áður þjálfari U-20 liðs Argentínu og tók tímabundið við þjálfun A-landsliðsins eftir að Maradona hætti með liðið. „Þetta hefur verið draumur minn og eitt af mínum stóru markmiðum í lífinu,“ sagði Bat- ista. „Ég vil að við vinnum það sem við þráum – síðasta leikinn á HM 2014.“ Undir stjórn Batista varð Arg- entína ólympíumeistari í Peking árið 2008. - esá Argentína ræður þjálfara: Batista arftaki Maradona NÝR ÞJÁLFARI Batista þarf að fylla skarð Maradona. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Silvio Berlusconi, forseti AC Milan, hefur staðfest að félag- ið sé búið að gera Alessandro Del Piero, leikmanni Juventus, tilboð. Samningur Del Piero við Juventus rennur út næsta sumar og félagið hefur ekki lýst yfir áhuga á að framlengja við hann. „Ég vil fá stóra stjörnu í jan- úar. Del Piero er frábær leik- maður og stór stjarna. Ég hitti leikmenn Juventus um daginn og lét þá Del Piero vita af því að ég vildi fá hann strax í janúar,“ sagði Berlusconi. - hbg AC Milan á eftir öldungi: AC Milan vill fá Del Piero KÖRFUBOLTI Hamarskonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express-deild kvenna með örugg- um fjórtán stiga sigri á Njarðvík í Hveragerði í gærkvöldi, 72-58. Hamar hefur unnið sex fyrstu leiki sína og er við hlið Keflavíkur á toppnum. „Það koma góðir dagar inn á milli og þegar maður er að hitta þá á maður ekkert að hætta að skjóta,“ sagði Kristrún Sigurjóns- dóttir sem átti stórleik í gær, skor- aði 34 stig í leiknum þar af setti hún niður sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Njarðvík varð fyrir áfalli eftir aðeins 54 sekúndur þegar Dita Liepkalne meidd- ist á ökkla. Liepkalne kom ekki meira við sögu í leikn- um og munaði um minna enda var hún með 22,6 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í leik. „Þær missa útlend- inginn sinn og mesta stigaskorarann í liðinu í byrj- un og þær voru lengi að ná sér eftir það. Við keyrðum á þær og nýttum okkur það,“ sagði Kristrún. Njarðvíkurliðið hafði unnið fjóra leiki í röð en mátti ekki við því að missa svona sterkan leikmann út. „Þetta er búin að vera flott byrjun hjá okkur og við komum hingað í toppslag snemma í mótinu. Það er frekar leiðinlegt að geta ekki verið með fullskipað lið í þessum leik,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur. „Mér leist ekkert á það þegar við misstum hana í upphafi leiks. Ég var ánægður með baráttuna, stelpurnar gáfust aldrei upp þó að við værum að lenda eitthvað undir og við vorum því þannig séð alltaf inni í leiknum,“ sagði Sverrir. Kristrún og félagar í Hamri fá tækifæri til að spila um toppsætið í næsta leik þegar liðið heimsæk- ir Keflavík í uppgjöri taplausu liðanna. - óój Kristrún Sigurjónsdóttir átti stórleik fyrir Hamar í öruggum sigri á Njarðvík í Iceland Express-deild kvenna: Þegar maður er að hitta á maður ekki að hætta MÖGNUÐ Kristrún Sig- urjónsdóttir átti flottan leik fyrir Hamar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Real Madrid er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískt jafntefli gegn AC Milan í gær. Sömu sögu er að segja af Chelsea. Leikur Milan og Real Madrid var bráðskemmtilegur. Bæði lið sóttu hratt og höfðu hæfileika til að brjóta upp leiki í flestum stöðum. Gestirnir frá Madrid tóku völd- in snemma í leiknum og yfirspil- uðu Milan á löngum köflum. Þeim gekk þó bölvanlega að fá opin færi. Skyndisóknir Milan voru allt- af hættulegar og eftir eina slíka komst Zlatan Ibrahimovic í dauða- færi eftir snilldarsendingu Ron- aldinho. Skotið hjá Svíanum var aftur á móti slakt og sigldi fram hjá markinu. Flest benti til að það yrði marka- laust í hálfleik þegar Di Maria átti fína stungusendingu á Higuain. Nesta gleymdi sér í vörninni, spil- aði Higuain réttstæðan sem þakk- aði pent fyrir með því að skora. 0-1 í hálfleik og sanngjörn staða. Svipuð staða var upp á teningn- um í síðari hálfleik en hinn síungi framherji AC Milan, Filippo Inzaghi, jafnaði metin óverð- skuldað þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hann stang- aði boltann þá inn af stuttu færi eftir að Casillas hafði mistekist að halda fyrirgjöf frá Zlatan. Klass- ískt mark hjá Inzaghi sem kann þá list betur en flestir að vera réttur maður á réttum stað. Inzaghi var ekki hættur því tíu mínútum síðar fékk hann stungu- sendingu frá Gattuso. Casillas fór í glórulaust úthlaup og Inzaghi nýtti sér það með því að renna boltanum auðveldlega í netið. Ótrúlegur viðsnúningur og elsti maður vallarins að stela sen- unni. Milan var afar nærri því að tryggja sér öll stigin en Pedro Leon jafnaði metin þegar tæpar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða þegar upp var staðið. Arsenal fékk draumabyrjun gegn Shaktar þegar Walcott kom liðinu yfir með smekklegu marki. Slapp einn í gegn eftir mikinn sprett og lagði boltann auðveld- lega í fjærhornið. Chigrynski jafnaði fljótlega með skallamarki og það var fyrrum Arsenal-maðurinn, Eduardo, sem kom heimamönnum yfir rétt fyrir leikhlé. Hann skoraði einnig í fyrri leik liðanna á Emirates-vellinum og rétt eins og þá sleppti Eduardo því að fagna markinu. Það reyndist vera sigurmark leiksins. henry@frettabladid.is Leon bjargaði Real Madrid Pedro Leon skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í gær og bjargaði um leið stigi fyrir lærisveina Mourinho gegn AC Milan. Eduardo launaði Arsenal lamb- ið gráa með því að skora sigurmark Shaktar Donetsk gegn Lundúnaliðinu. Á SKOTSKÓNUM Anelka fagnar hér marki sínu fyrir Chelsea í gær. NORDICPHOTOS/AFP ÓTRÚLEGUR Pippo Inzaghi kom af bekknum hjá Milan í gær og breytti gangi leiksins með tveimur mörkum. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.