Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 26
26 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Björgunarsveitir á Íslandi, sem allar starfa innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar, eru mannað- ar sjálfboðaliðum sem standa vaktina allan sólarhringinn árið um kring. Eitt helsta hlut- verk sveitanna er vera til stað- ar fyrir almenning þegar þörf er á. Þannig starfa þær í þágu almannaheilla og taka þátt í björgun, leit og gæslu. Mikil- vægi þeirra í íslensku samfélagi verður vart dregið í efa en það hefur sýnt sig í gegnum árin að þær eru nauðsynlegur hlekk- ur í almannavarnakerfi lands- ins. Það sást til dæmis glöggt við björgunar- og hreinsunar- störf í kjölfar gossins í Eyja- fjallajökli þegar björgunar- sveitarfólk hvaðanæva að af landinu lagði sitt af mörkum vegna ýmissa verkefna sem þá féllu til. Sveitirnar hafa einn- ig sannað sig á erlendum vett- vangi, eins og þegar rústabjörg- unarsveitin sem hefur hlotið sérstaka vottun Sameinuðu þjóðanna hélt utan til að sinna björgunarstörfum á Haítí fyrr á þessu ári. Mikilvægt er að hafa í huga að rekstur björgunarsveit- anna er afar kostnaðarsamur en starfi þeirra verður ekki sinnt án vel þjálfaðs mannafla og góðs tækjabúnaðar. Björg- unarsveitarfólk gengst undir mikla og stranga grunnþjálfun, auk þess sem gerð er krafa um símenntun og sérfræðimenntun á ýmsum sértækum björgunar- sviðum eftir að grunnþjálfun er lokið. Einnig eru ákveðnar kröfur gerðar til þess um and- legan styrk, líkamlegt atgervi og tímafórn vegna þjálfunar og æfinga á vegum sveitanna. Sveitirnar þurfa einnig að vera búnar sérstökum tækjakosti sem hentar í hvers kyns björg- unarstörf. Búnaðurinn þarf allt- af að vera tiltækur, yfirfarinn og í góðu lagi. Til að standa straum af rekstri björgunarsveitanna standa þær fyrir ýmiss konar fjáröflunarstarfi. Dagana 4.- 7. nóvember munu þær standa fyrir árlegri sölu á Neyðarkall- inum. Í ár er hann í líki rústa- björgunarmanns til heiðurs þeim sem stóðu vaktina vegna verkefnisins á Haítí. Rústa- björgunarsveitin skildi eftir mikið af búnaði sínum ytra svo hægt væri að nota hann í áframhaldandi hjálparstarfi. Ágóði af sölu Neyðarkallsins í ár mun meðal annars ganga upp í kaup á nýjum búnaði fyrir sveitina. Við björgunarfólk munum bjóða Neyðarkallinn til sölu á vinnustöðum og við verslan- ir um land allt næstu daga og vonum að þú takir vel á móti okkur. Við stöndum vaktina árið um kring fyrir þig og þína en þurfum núna á stuðningi þínum að halda. Því hvet ég þig til að kaupa Neyðarkallinn í ár. Nú þurfum við á þér að halda Rannsóknatengd nýsköpun er sú gerð nýsköpunar sem leið- ir til mests virðisauka. Oftast á sú nýsköpun uppruna í grunnrann- sóknum á sviði verkfræði og raun- og heilbrigðisvísinda. Staða þessara vísinda á Íslandi hefur hins vegar versnað að mun í kjölfar kreppunn- ar. Vísindarannsóknir á sviði raun- og heilbrigðisvísinda eru öflugustu rannsóknir sem stundaðar eru á Íslandi. Þetta hefur komið fram í öllum úttektum sem gerðar hafa verið á stöðu vísindarannsókna á Íslandi, nú síðast í skýrslu Rann- ís um ritrýndar birtingar og áhrif þeirra. Þrátt fyrir þetta er staða þessara fræðasviða veik í alþjóðleg- um samanburði enda samkeppnis- sjóðir á Íslandi veikir. Helsti sam- keppnissjóðurinn sem styrkir vísindarannsóknir er Rannsókna- sjóður. Árið 2009 hafði hann sam- tals 314 milljónir til úthlutunar í ný verkefni. Meðalupphæð styrkja var 6,1 milljón. Þessi upphæð dugar vart fyrir launum og rekstrarkostn- aði eins rannsóknarnema í eitt ár. Rannsóknastofa með einum nem- enda er hins vegar örrannsókna- stofa og langt frá sambærilegum rannsóknastofum í nágrannalönd- unum þar sem stofur með 5-10 nemendum eru algengar. Sá árang- ur sem hefur náðst í vísindarann- sóknum á sviði raun- og heilbrigðis- vísinda er einkum því að þakka að erlendir samstarfsaðilar einstakra vísindamanna greiða oft brúsann. Það er hins vegar ekki hægt að reiða sig á slíkt til langframa og raunar má leiða líkur að því að niðurskurð- ur á innlendu rannsóknarfé veiki samkeppnisstöðu íslenskra vís- indamanna á erlendum vettvangi. Árangurshlutfall íslenskra vísinda- manna í erlendum samkeppnissjóð- um, s.s. 7. Rammaáætlun, hefur verið gott en minni árangur heima fyrir leiðir einungis til veikari sam- keppnisstöðu erlendis. Þetta er vert að hafa í huga, ekki síst í ljósi þess að eitt af þremur meginstefjum í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2010- 2012 er einmitt að auka alþjóðlega samvinnu. Íslenska meðalstyrkinn má bera saman við sambærilega styrki á Vesturlöndum. Einfaldast er að bera hann saman við meðal-styrk í Bandaríkjunum þar sem styrkja- kerfið er samræmt og gagnsætt en þar er það National Ins- titutes of Health (NIH) sem einkum styrkir rannsóknir á sviði heil- brigðisvísinda. Flestir ef ekki allir bandarísk- ir vísindamenn á sviði heilbrigðis- og lífvísinda reiða sig á styrki frá NIH en þeir eru mikilvægasta fjármögnunin. Meðal- upphæð verkefnastyrkja frá NIH var 416 þúsund dollarar/ár (50 milljónir ísl. kr.) árið 2009. Þetta er 9 sinnum hærri upp- hæð en meðal-verkefnis- styrkur frá Rannsókna- sjóði. Frá Evrópu má nefna nærtækt dæmi, en samstarfsaðili annars okkar hlaut nýverið styrk að upphæð 20 millj- ónir sænskra króna (330 milljónir ísl. kr.) til fimm ára frá Strategiska Fonderna. Augljóst er að erfitt er að keppa við vísindamenn í nágranna- löndunum með hið íslenska styrkja- kerfi að vopni. Áhugaleysi stjórnvalda á rann- sóknum á sviði verkfræði, raun- og heilbrigðisvísinda kemur fram á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi má nefna áhugaleysi gagnvart Rannsókna- sjóði og takmarkaðan áhuga á að breyta pólitískum vísindasjóðum (t.d. AVS sjóðnum) í alvöru vísinda- sjóð. Í öðru lagi má nefna að þrátt fyrir endurteknar tilraunir hefur enn ekki tekist að fá niðurfelldan virðisaukaskatt af rannsóknavör- um. Í þriðja lagi hefur mennta- og menningarmálaráðherra nýlega skipað Gæðaráð háskóla sem ætlað er að tryggja gæði háskólastarfsemi á Íslandi og bæta kennslu og rann- sóknir á markvissan hátt. Þetta skref er fagnaðarefni. Það er hins vegar athyglisvert að eng- inn þeirra erlendu sérfræðinga sem skipaðir hafa verið í ráðið hafa menntun eða reynslu á sviði til- raunavísinda (verkfræði, raun- eða heilbrigðisvísinda). Það virðist því ætlun yfirvalda að láta meta þessi vísindi, sem allir mælikvarðar segja að séu þau sterk- ustu á Íslandi, af einstaklingum sem ekki þekkja til þessara vísinda. Áhugaleysi stjórnvalda gagnvart málaflokknum er áhyggjuefni. Það er mikilvægt fyrir fram- tíð Íslands að efla rann- sóknatengda nýsköpun. Fáir hefðu spáð því fyrir 20 árum að áhugaverð- ustu fyrirtæki Íslands árið 2010 störfuðu á sviði stoðtækja, erfða- fræði, tölvuleikja eða lyfjaframleiðslu. Ef sam- bærileg óvænt nýsköpun á að geta orðið til í fram- tíðinni, er mikilvægt að stórefla samkeppnissjóði, sérstaklega á sviði raun- og heilbrigðisvísinda. Í þessum greinaflokki höfum við lagt áherslu á samfélagslegt hlutverk vísinda og nýsköpunar. Vísindi geta skapað eina af stoð- um nýs samfélags. Til þess að þetta verði að veruleika verðum við að endurskoða fjármögnun og gæða- mat vísindarannsókna á Íslandi. Við leggjum til að á aldarafmæli Háskóla Íslands hefjist slík endur- skoðun. Í þeim tilgangi mætti skipa ráðgjafarráð alþjóðlegra vísinda- manna og annarra sérfræðinga á sviði nýsköpunar. Ráðgjöf slíks hóps gæti hjálpað okkur að brjót- ast úr viðjum stofnanafjárveitinga og um leið leyst úr læðingi nýjan kraft innan háskólasamfélagsins. Á sama tíma þurfa stjórnvöld að gera sér grein fyrir að raunveruleg verð- mætasköpun byggir á þekkingu og að slík fjárfesting er langtímafjár- festing sem leggur grunn að öflugu, frjóu og upplýstu samfélagi sem skapar eftirsóknarvert umhverfi fyrir komandi kynslóðir. Háskólarannsóknir á krepputím- um: Raun- og heilbrigðisvísindi Menntamál Eiríkur Steingrímsson Magnús Karl Magnússon prófessorar við læknadeild HÍ AF NETINU Iðnaður og aflandskrónur Samtök iðnaðarins tala um aflands- krónur eins og þær hafi engin slæm áhrif á hagkerfið. Þær hafa auðvitað slæm áhrif á hag- kerfið því annars væri ekki bannað að koma með þær til landsins. Samtök iðnaðarins vilja að leyft sé að nota þær í langtíma fjárfest- ingar. Í raun skiptir ekki máli í hvað þær eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmæta- sköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu. Visir.is Lúðvík Júlíusson Rekstur björgunarsveitanna er afar kostnaðarsamur en starfi þeirra verður ekki sinnt án vel þjálfaðs mannafla og góðs tækjabúnaðar. Erfitt er að keppa við vísindamenn í nágranna- löndunum með hið íslenska styrkjakerfi að vopni. Neyðarkallinn Íris Lind Sæmundsdóttir félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 REYNSLUBOLTAR MEÐ RÍKA ÞJÓNUSTULUND HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1 KOMDU VIÐ Á NÆSTA HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR. · Hjólbarðaþjónusta fyrir alla bíla, stóra, smáa, gamla og nýja · Fagleg og skjót vinnubrögð · Hagstætt verð · Landsins mesta úrval af dekkjum og felgum · Á dekkjahótelum N1 býðst þér að geyma sumardekkin gegn vægu gjaldi · Bjóðum vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða, aðeins 3% lántökugjald Kynntu þér nýja vefverslun með hjólbarða á www.n1.is N1 VEGAA ÐSTOÐ FYRIR REY KJAVÍK O G NÁGREN NI Hafðu sam band ef bí llinn bilar! Opið allan sólarhring inn, alla da ga. Sími 660 3 350
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.