Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 62
42 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Einar Kárason segir í nýrri bók sinni að Davíð Oddsson hafi tryggt aukafjármögn- un svo Hrafn Gunnlaugs- son gæti gert kvikmyndina Myrkrahöfðingjann. For- maður stjórnar Kvikmynda- sjóðs á þessum tíma telur að Einar fari ekki rétt með staðreyndir málsins. „Það er náttúrlega svolítið um liðið en þetta er ein af þessum minningum sem maður átti og vildi koma á prent,“ segir Einar Kárason rithöfundur. Einar hefur sent frá sér bókina Mér er skemmt, þar sem hann segir sögur úr eigin lífi. Einn athyglisverðasti kafli bókarinn- ar fjallar um störf Einars í stjórn Kvikmyndasjóðs Íslands á síðustu öld. Einar segir frá samstarfsfólki sínu í stjórninni og hvernig starf- ið hafi gengið. Hann segir frá kveðjuhófi sem haldið var fyrir Bryndísi Schram á Hótel Borg en að hófinu loknu bauð Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og þáver- andi formaður stjórnar Kvik- myndasjóðs, til áframhaldandi gleði á heimili sínu. Talið barst að Myrkrahöfðingjanum, kvikmynd sem Hrafn Gunnlaugsson var með í bígerð, en hún hafði feng- ið hæsta vilyrði fyrir styrk sem veittur hafði verið hjá sjóðnum. Hrafn taldi hins vegar ómögulegt að gera myndina nema meira fjár- magn fengist. Einar segir frá: „Og nú sitjum við úti í horni stofunnar, ég og Villi og Ari [Kristinsson], og Villi segir okkur frá því að hann hafi rætt málin undir fjögur augu við for- sætisráðherrann, sem var auðvit- að hæstráðandi til sjós og lands þar í þinginu, og sá hefði sagt að hann væri tilleiðanlegur að beita sér fyrir því að Kvikmyndasjóð- ur fengi hækkun upp á tuttugu og fimm eða þrjátíu milljónir ef við í stjórninni gætum tryggt að sú hækkun rynni öll til Myrkrahöfð- ingjans á næsta ári. En svo væri auðvitað nokkuð ljóst að sjóðurinn yrði ekki lækkaður aftur, svo að allir myndu njóta góðs af þessum díl í framtíðinni.“ Allir hafi verið sammála um þennan ráðahag en sérstök úthlutunarnefnd sá alfarið um að ákveða hverjir hlytu styrki. Því hafi verið ákveðið að tryggja að meðlimir úthlutunarnefndar- innar myndu veita Myrkrahöfð- ingjanum styrkinn. Segir Einar að Vilhjálmur hafi tryggt stuðn- ing tveggja fulltrúa af þrem- ur í úthlutunarnefndinni; þeirra Markúsar Arnar Antonssonar og Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur. Ekki þurfti að leita til þriðja full- trúans, Laufeyjar Guðjónsdóttur, þar eð meirihluti var tryggður. Vilhjálmur Egilsson sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki geta kvittað upp á frásögn skáldsins. „Ég er nú ekki alveg svo minn- isgóður að ég geti staðfest þetta, sérstaklega ef þetta var eftir kveðjuveislu síðla nætur,“ segir Vilhjálmur léttur í bragði. „Ætli röðin hafi ekki verið sú að við fengum hækkun í sjóðinn, sem var heilmikið mál og margir hafa notið góðs af, og svo var þetta spurning um hvað úthlutunar- nefndin ætlaði að gera. Myndin var komin með vilyrði fyrir styrk en það var ekki séns að gera hana fyrir það sem var í sjóðnum. Og það sama var með fleiri myndir, við vorum alveg komin í strand með nokkrar myndir. Þetta var spurning um hvort úthlutunar- nefndin blési þessar myndir af eða tryggði það fjármagn sem þurfti til að gera þær. Menn horfðust bara í augu við raunveruleikann.“ hdm@frettabladid.is SEGIR DAVÍÐ HAFA BJARGAÐ HRAFNI Söngkonan og raunveruleika- stjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, vísar því á bug að hún hafi grætt á tá og fingri síðan hún grenntist. Osbourne tók þátt í bandaríska þættinum Dancing with the Stars á síðasta ári og hélt áfram að hreyfa sig eftir að honum lauk. Núna hefur hún misst yfir tuttugu kíló. Fjölmiðlar segja að hún hafi grætt um 1,4 milljarða króna síðan hún léttist. Stjarn- an er bálreið yfir fréttaflutn- ingnum. „Fólk skrifar ótrú- legt rugl. Það er virkilega ábyrgðarlaust að skrifa svona lygar á þessum erfiðu tímum í efnahagslífinu,“ sagði hún. Græddi ekki á megrun KELLY OSBOURNE Segist ekki hafa grætt á tá og fingri síðan hún grenntist. 25 menn úr björgunarsveitinni Suðurnes í Reykjanesbæ fóru í hópferð á heimildarmyndina Norð Vestur – Björgunarsaga, sem fjall- ar um snjóflóðið á Flateyri árið 1995. Jóhann Berthelsen, sem hefur verið í tíu ár í björgunarsveitinni, var ánægður með myndina. „Hún snerti mig mjög mikið út af því að ég er fæddur og uppalinn á Vest- fjörðum, reyndar á Tálknafirði. En ég átti frænku sem fórst í slys- inu sem var jafngömul mér,“ segir Jóhann. Þrír úr sveitinni Suðurnes tóku þátt í björgunarstarfinu eftir snjóflóðið en björgunaraðgerðirn- ar eru á meðal þeirra stærstu sem Almannavarnir og Landsbjörg hafa staðið fyrir. Jóhann og félagar fóru á þrem- ur björgunarsveitarbílum í bíóið og vöktu að vonum mikla athygli bæjarbúa. Einnig voru þeir allir klæddir björgunarsveitarpeysum á sýningunni. Spurður hvort þeir hafi ekki óttast að lenda í útkalli á miðri sýningu segir Jóhann: „Við gerðum smá grín að því að það væri dálítið fyndið ef það væri útkall,“ segir hann en sem betur fer gerðist það ekki. Fleiri björgunarsveitir hafa farið í hópferðir á heimildarmynd- ina, þar á meðal Hjálparsveit skáta í Hveragerði. Í næstu viku ætlar síðan Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi, sem er með rústabjörgunar- sveit innan sinna raða, að fara á myndina. - fb Björgunarsveitarmenn saman í bíó SUÐURNES Jóhann og félagar í björgunarsveitinni Suðurnes fóru á heimildarmyndina Norð Vestur – Björgunarsaga. ENN RÆTT UM MYRKRAHÖFÐINGJANN Rúmum tíu árum eftir frumsýningu Myrkrahöfðingjans er myndin enn til umræðu. Einar Kárason segir í nýrri bók að Vilhjálmur Egilsson hafi fyrir tilstuðlan Davíðs Oddssonar séð til þess að Hrafn Gunnlaugsson fengi aukafjár- magn til að gera myndina. Vilhjálmur kannast ekki við þá atburðarás sem Einar teiknar upp í bókinni. Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseti, hefur tjáð sig um rapparann Lil Wayne, sem verður látinn laus úr fang- elsi í dag. „Dóttir mín kynnti mig fyrir rappi og hip hop tónlist eftir að ég sagði hluti sem þóttu ekki töff,“ sagði Clin- ton á bandarísku útvarpsstöðinni Kiss FM. „Hún sagði: „Pabbi, þú verður að hlusta. Allt þetta fólk er klárt í kollinum.“ Þessi náungi er klár í kollinum. Hann er hæfi- leikaríkur og hann fær nýtt tæki- færi núna. Ég vona að þetta verði ekki til þess að hann verði talinn svalari en áður. Frekar að þetta verði til þess að þetta komi aldrei fyrir hann aftur,“ sagði Clinton. „Margt af þessu fólki nær ekki langt í lífinu, rétt eins og annað fólk, með því að vera heimskt. Þetta fólk er virkilega snjallt. Margir úr þessum hópi hafa átt erfiða ævi og það liggur við að þeim finnist svalt að lenda í vandræðum stöku sinnum. Ég vona bara að líf hans verði gott í framhaldinu.“ Vonar að Lil Wayne spjari sig LIL WAYNE Bill Clinton vonar að Lil Wayne lendi aldrei aftur í fangelsi. > BRJÁLÆÐI EYKUR ÁHORFIÐ Charlie Sheen trompaðist á dögunum í New York. Lögreglan kom að honum nöktum á hótelherbergi, en klám- myndaleikkona sem hann hafði eytt kvöldinu með hafði læst sig inni á klós- etti. Sheen leikur aðalhlutverkið í gam- anþáttunum Two and a Half Men. Í kjöl- far fréttanna af brjálæði Sheen jókst áhorf á þættina vestan- hafs um tæp tíu prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.