Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 54
34 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR34 menning@frettabladid.is Þankaganga Myślobieg nefnist ný íslensk barna- bók eftir Völu Þórsdóttur og Agnieszku Nowak. Bókin fjallar um pólsk-íslenska stúlku á Íslandi, sem er tví- tyngd og er bókin skrifuð bæði á íslensku og pólsku. Snúið mál að tala tvö mál AGNIESZKA OG VALA Kynntust í íslenskukennslu hjá Mími og ákváðu að taka höndum saman og skrifa bók um tvítyngda pólsk- íslenska stúlku. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þankaganga Myślobieg fjallar um Myślobieg, tíu ára gamla íslensk- pólska stúlku, sem er tvítyngd og býr með foreldrum sínum og afa og ömmu í Reykjavík. Þangað eru þau nýflutt frá Egilsstöðum en upphaflega kemur fjölskylda hennar frá Gdansk í Póllandi. Bókin segir frá daglegu lífi Myślo- bieg, sem litast meðal annars af hugarangri hennar yfir því að vera smámælt. Bókin er höfundarverk þeirra Völu Þórsdóttur, sem er höf- undur sögunnar, og Agnieszku Nowak, sem teiknar myndirn- ar. Leiðir þeirra lágu saman á íslenskunámskeiði hjá Mími fyrir tveimur árum, þar sem Vala kennir íslensku en Agnieszka var nemandi hennar. „Agnieszka er arkitekt en missti vinnuna í hruninu,“ segir Vala. „Ég minntist einu sinni á það við hana að mig langaði til að skrifa barnabók og hún spurði hvort ég væri búin að fá einhvern til að teikna myndirnar. Í kjölfar- ið ákváðum að leiða saman hesta okkar og byrjuðum á bókinni.“ Vala hafði kynnst mörgum fjölskyldum með tvítyngd börn í kennslustarfi sínu. Þær Agnieszka ákváðu fljótlega að láta bókina fjalla um pólsk-íslenska stelpu. En til að vera betur í stakk búnar til að gægjast inn í hugarheim tvítyngdrar stúlku lögðust þær í talsverða heimildarvinnu. „Ég talaði við fólk uppi í Háskóla og las mér til um tví- tyngi, auk þess sem ég tók við- töl við pólsk-íslenskar fjölskyld- ur til að kynnast því hvort og þá hvernig það sé öðruvísi að alast upp á Íslandi verandi af tveimur þjóðernum. Börnin sem ég talaði við, ásamt alíslenskum börnum, lásu svo uppdrátt að handritinu og gáfu mér gagnrýni. Þetta var mjög skemmtilegt ferli.“ Vala segir að rannsóknir hennar á hlutskipti tvítyngdra barna hér á landi hafi leitt ýmislegt forvitni- legt í ljós. „Þeim er stundum strítt þegar þau tala við hvert annað á móðurmálinu. Þau lenda líka oft í því að þurfa að túlka fyrir for- eldra sína og aðra ættingja sína, til dæmis úti í búð eða jafnvel í skólanum. Þau þurfa því að axla talsverða ábyrgð ung að árum og vaxa mjög fljótt úr grasi.“ Bókin er sem fyrr segir skrif- uð á tveimur tungumálum; vinstri síðan á pólsku og sú hægri á íslensku. Vala segir að eftir því sem hún komist næst sé þetta fyrsta tvítyngda barnabókin sem komið hefur út hér á landi. „Og það hafa ekki komið út margar barna- bækur hér á landi sem fjalla um nýbúa, þó vissulega einhverjar.“ Vala og Agnieszka gefa bók- ina sjálfar út en í tengslum við útgáfuna efna þær til ókeypis námskeiða í sagnagerð og teikn- ingu fyrir krakka á bókasöfnum á fimm stöðum á landinu: í Kefla- vík, Breiðholti, á Selfossi, Akur- eyri og Egilsstöðum. „Við vildum búa til smá átak í kringum þetta,“ segir Vala, „til að stuðla að meiri tengingu milli krakka af blönduðu þjóðerni og íslenskra krakka eftir skóla. Von- andi verður bókin og námskeiðin til þess að hrinda af stað umræðu um þessi mál hér á landi; ekki er vanþörf á.“ bergsteinn@frettabladid.is SNAGAR LÍNUR Á VEGG Guðrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýninguna „Snagar línur á vegg“ á Café Karólínu á Akureyri laugardaginn 6. nóvember klukkan 15. Sýningin stendur til 3. desember og eru allir velkomnir. O magnum mysterium er yfirskrift tónleika Kvennakórsins Vox fem- inae sem haldnir verða í Krists- kirkju Landakoti í kvöld klukkan 20.30. Á þeim verða flutt nokk- ur trúarleg verk sem Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri hefur valið frá endurreisnartímanum auk tveggja sálma Þorkels Sigurbjörns- sonar sem bera með sér stílbragð liðins tíma. Stefán S. Stefánsson spinnur á saxófón við sum verk- anna. Þess má geta að sama dag- skrá verður flutt í Hafnarfjarðar- kirkju 10. nóvember og hluti hennar við og eftir messu í Reykholtskirkju í Borgarfirði næsta sunnudag. Að tónleikunum loknum mun Margrét J. Pálmadóttir kórstjóri árita nýútkomna bók Vox feminae, da capo. Bókinni fylgir geisladisk- ur með nokkrum söngperlum kórs- ins frá eldri upptökum. Miðaverð er 2.000 krónur. Vox feminae syngur 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Myrkvun Stephenie Meyer Fleiri prjónaperlur Ýmsir höfundar Mataræði - handbók um hollustu - Michael Pollan Hreinsun Sofi Oksanen Stóra Disney matreiðslubókin METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 27.10.10 - 02.11.10 Sokkar og fleira Kristín Harðardóttir Danskennarinn snýr aftur, kilja - Henning Mankell Stelpur Þóra Tómasdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Halla Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.