Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 24
24 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR Kæru Íslendingar! Til hamingju með stærsta mótmælafund í sögu þjóðarinnar. Þann 25. október 2010 mótmæltu hátt í 60 þúsund Íslendingar misrétti í samfélaginu undir formerkjum kvennafrís, og hefur annar eins fjöldi aldrei stað- ið saman hérlendis. Hið ótrúlega er að mótmælin fóru fullkomlega friðsamlega fram. Ekki einu eggi var kastað. Engin rúða var brotin. Mótmælin vöktu athygli út fyrir landsteinana og nokkur hundruð erlendra einstaklinga, þar á meðal blaðamenn og fréttafólk, lögðu leið sína hingað til þess að verða vitni að þessum heimsviðburði. Þó fannst starfsfólki Ríkissjón- varpsins þetta ekki nógu merki- legur viðburður til að vera fyrsta frétt í kvöldfréttatímanum 25. okt- óber. Til samanburðar má nefna að þegar 8.000 manns söfnuðust saman fyrir framan Alþingi til að mótmæla aðgerðum (eða aðgerða- leysi) stjórnvalda í málefnum heimilanna var það svo sannar- lega fyrsta frétt beggja sjónvarps- fréttatíma RÚV þann 4. október síðastliðinn. Samt voru sjöfalt fleiri sem fjölmenntu um land allt til að mótmæla kynjamisrétti þann 25. október. Starfsfólk fréttastofu RÚV kaus að kalla mótmælin „hátíðarhöld“, sem gerir alvöru málsins að engu og er auk þess hreinlega rangt. Að hlut- irnir skuli ekki vera kallaðir sínum réttu nöfnum er alvarlegt umhugs- unarefni fyrir þá sem sýndu vilja sinn í verki og fóru í verkfall – en voru sagðir hafa tekið þátt í „hátíð- arhöldum“ líkt og um hverja aðra skemmtun hefði verið að ræða. Þeim 50 þúsund konum sem söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur í slag- viðri var ekki skemmt yfir þeirri staðreynd að þær eru með 66% af heildartekjum karla og að þriðja hver þeirra verði fyrir ofbeldi á lífs- leiðinni. Okkur var ekki hátíð í huga þegar við fordæmdum nauðganir og sifjaspell á sviði sem svignaði undan roki og rigningu. Stormur- inn sem gekk yfir borgina jók enn á áhrifin og sannaði að fundargest- ir voru ekki í skemmtigöngu, held- ur samankomnir vegna baráttumáls sem er nógu mikilvægt til að standa af sér veður og vind. Þarf að brjóta rúður, kveikja í bekkjum og grýta matvælum til þess að vera flokkað- ur sem mótmælandi? Eru það skila- boðin sem starfsfólk RÚV er að senda okkur? Hvað varð um mikil- vægi friðsamlegra mótmæla? Kastljós tók við af fréttunum. Ekki nema helmingi þáttarins var varið í þennan stærsta mótmæla- fund Íslandssögunnar. Þótt kvenna- frídagurinn hafi verið haldinn undir yfirskriftinni „Konur gegn kynferðisofbeldi“ og þrátt fyrir að þetta hafi verið aðalinntak nær allra ræðukvenna sem stigu á svið á Arnarhóli minntust umsjónarmenn Kastljóssins ekki einu orði á kyn- ferðisofbeldi í spjalli sínu við þátt- takendur kvennafrídagsins. Ljóst er að enn þá er langt í land í baráttu íslenskra kvenna. Það sannast þegar hátt í sextíu þúsund konur sjá sig nauðbeygðar til að leggja niður störf og standa af sér storm til að mót- mæla ríkjandi ástandi. Það sannast einnig þegar fjölmiðlar gera lítið úr þeirri baráttu og sniðganga fullkom- lega aðalinntak hennar. Ég skora hér með á starfsfólk RÚV að hætta að vera hluti af vandamálinu – og verða fremur hluti af lausninni. Í jákvæðni og bjartsýni er falið mikið uppbyggjandi afl. Í slík- um þankagangi liggur kraftur sem byggir upp og knýr einstaklinga áfram. Þennan uppbyggjandi kraft þarf íslenskt samfélag að næra og virkja enda þurfum við sárlega á honum að halda um þessar mundir. Íslenskt samfélag hefur frá hruni gengið í gegnum ákveðið sorgar- ferli. Eðlilegur þáttur í slíku ferli er að takast á við reiði, kvíða og jafn- vel vonleysi á stundum. Mikilvægur hluti af endurreisninni er að sigrast á þessum niðurbrjótandi tilfinn- ingum og koma í veg fyrir að nei- kvæðnin grafi um sig með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Öll höfum við hlutverki að gegna í þessum efnum en fjölmiðlar, stjórnmála- menn og talsmenn hagsmunasam- taka verða að ganga á undan með góðu fordæmi. Þrátt fyrir áföllin og skaðann sem hrunið hefur valdið höfum við fulla ástæðu til bjartsýni um framhaldið og við getum sannarlega glaðst yfir mörgum mikilvægum áföngum sem hafa náðst í endurreisninni á liðnum tveimur árum. Við eigum að halda þessum árangri til haga. Gleðjumst yfir því að dregið hefur úr atvinnuleysi, það var 7,1% í sept- ember, samanborið við 9,3% í upphafi árs þegar það fór hæst. Störfum er nú farið að fjölga á ný og hefur þeim fjölgað um 2.500 frá öðrum ársfjórð- ungi í fyrra til sama tíma í ár. Gleðjumst yfir því að gengi krónunnar hefur styrkst um 13% á und- anförnum 12 mánuðum. Öll heimili njóta þessar- ar þróunar með margvís- legum hætti. Gleðjumst yfir því að stýrivextir hafa lækkað um 12,5% prósentustig, úr 18% í 5,50% og ekki verið lægri í rúm sex ár. Í kjölfarið hafa vextir banka og fjármálastofn- ana lækkað. Gleðjumst yfir því að verðbólgan hefur ekki verið lægri í fimm ár og tólf mánaða breyting verðlags er aðeins 3,3%. Gleðjumst yfir því að umskipti hafa orðið á afkomu ríkissjóðs. Á fjórum árum mun halli ríkissjóðs fara úr 216 milljörðum árið 2008 í 36,4 milljarða 2011. Afkomubati sem nemur um 180 milljörðum eða 39% af tekjum ríkissjóðs á yfirstandandi ári. Gleðjumst yfir því að á stuttum tíma hefur skuldatryggingarálagið farið úr 600 punktum niður undir 280 punkta, vöruskiptajöfnuður hefur verið jákvæður í langan tíma, íbúðarverð er farið að vaxa á ný og kaupmátt- ur launa hefur vaxið um 2,2% á liðnu ári. Alla þessa ánægjulegu þætti er hollt að hafa í huga þó ekki dragi það úr þeim miklu erfiðleikum sem víða er við að etja í samfélaginu, ekki síst hjá hinum skuldsettu og þeim sem hafa lægstar tekjurnar. Enn höfum við sem þjóð mikil og vanda- söm verk að vinna en þau verða grundvölluð á þeim mikla árangri sem þegar hefur náðst. Gleðjumst yfir áfangasigrun- um og höldum bjartsýn áfram endur- reisnarstarfinu. Nærum og hlúum að því sem byggir upp og hvetur okkur áfram. Af nógu er að taka. Engum Íslendingi blandast hugur um að gæði matvæla frá íslensk- um bændum eru einstök. Engum blandast heldur hugur um að sér- staða hvort sem um er að ræða mjólkurvörur eða kjöt er mikil, hvað varðar öryggi neytenda, holl- ustu eða bragðgæði. Enda viður- kenna neytendur okkar íslensk- an landbúnað, engir bændur eiga sér jafn tryggan heimamarkað og þakkláta viðskiptavini. Í skoðana- könnun síðasta vetur svöruðu 96% landsmanna því játandi að þeir teldu að það skipti miklu að landbúnað- urinn í landinu héldi velli og væri stundaður áfram. Þá á ég við þá sem svöruðu að það skipti öllu máli, mjög miklu máli eða frekar miklu máli. Sama niðurstaða kom fram, eða 96% þeirra sem spurðir voru í þessari könnun, hvort það skipti máli fyrir Ísland að vera ekki öðrum þjóðum háð með landbúnaðarafurðir. Jafn- framt vakti athygli sá mikli stuðn- ingur við að ríkið styddi við land- búnaðarframleiðsluna en um 77% aðspurða voru þeirrar skoðunar. Sannarlega er mikil ánægja með það holla matarborð sem bænd- urnir skila í gegnum sínar iðnaðar- stöðvar inn í hvert eldhús. Nýjung- ar og vöruþróun mjólkuriðnaðarins er mikil og hefur ekkert gefið eftir í erfiðleikum þjóðarinnar síðustu misseri. Jafnframt skiptir fjölskyld- an á bóndabýlinu miklu máli í vin- skap neytandans og ekki síður þegar farið er um landið. Smjörklípa til USA Oft finnst mér að þessum lífsgæð- um sé ekki mikið hampað í umræð- unni. Við eigum auðlindir til lands og sjávar sem skila okkur einstök- um lífsgæðum í gegnum starf bónd- ans og sjómannsins. Alltaf vekur það svo ánægju og eflir stolt okkar þegar gestir okkar erlendis frá lýsa einstakri hrifningu á Íslandi eða matnum frá okkur. Þessu eigum við að venjast með fiskinn, en í vaxandi mæli með lambakjötið sem bestu villibráðina og mjólkurvörurnar eru lofsamaðar víða erlendis ekki síst skyr og smjör. Eitt kvöldið sem oftar horfði ég á Ísland í dag á Stöð tvö. Þar var fréttamaðurinn kominn til Parísar að ræða við heimsfræga leikara, einn þeirra leikur stórt hlut- verk í „facebook“-kvikmynd, Jesse Eisenberg að nafni – ungur strákur og brattur. Leikarinn sneri allt í einu hlutverkunum við og tók að spyrja Íslendinginn spurninga og þar á meðal að hann hefði sannfrétt, að á Íslandi væri framleitt besta smjör heimsins! Hann bað Sindra Sindra- son fréttamann að senda sér smjör- klípu til Bandaríkjanna, fiskisagan flýgur. Íslenskt smjör vekur nefni- lega mikla athygli. Það er mjúkt og gult á litinn, ólíkt öllu öðru smjöri og einnig að efnasamsetningu. Og það er talið hollara. Meistarakokkar heimsins hafa útnefnt smjörið okkar besta smjörið í veröldinni, stundum kemur frægðin að utan. Skyrið fer sigurför Það sama á við um skyrið, þekk- ingu sem Íslendingar hafa varð- veitt í ellefu hundruð ár og þykir lostæti, t.d. í hinum dýru hágæða búðum Bandaríkjanna Whole-Foods ásamt smjörinu, ostunum, lamba- kjötinu, bleikjunni og súkkulaðinu góða frá Nóa Síríus, þeir nota nefni- lega íslensku mjólkina í góðgætið. Bandaríkjamennirnir segja „I love it“. Þeir kunna að meta gæðin frá íslenska bóndanum eins og við. Enn fremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Það er stórt nafn Hákot og þeim þykir það merkilegt mörgum í Evrópu að íslenskur landbúnaður sé kominn inn í þessar búðir og starf bóndans á Íslandi sé dásamað þar. Allt þetta stafar af því að við rekum sjálfbær fjölskyldubú, förum vel með dýrin og landið. ESB-löndin vilja ólm styrkja sín landbúnaðarviðskipti í Bandaríkjunum ekki síst til að fá dollara og styrkja þannig sinn gjald- miðil, evruna. Við kunnum vonandi enn betur á síðustu og erfiðustu tímum að meta það öryggi að eiga okkar landbúnað sjálf. Í dag hefði skort gjaldeyri hefði verið dreg- ið úr framleiðslu landbúnaðarvara hér og þurft að flytja inn mjólkur- vörur og kjöt eins og hávær krafa var um af hálfu ákveðinna afla í þjóðfélaginu. Bændurnir okkar, í gegnum mjólkur- og kjötiðnaðinn, skapa þúsundum manna vinnu. Við eigum að verja þessi störf og þakka mjög framsækinn matvæla- iðnað sem stenst alla samkeppni og er í fremstu röð hvar sem meistara- kokkar koma saman. Íslenskt smjör og skyr: „I love it“ Landbúnaðarvörur Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Ennfremur hef ég haft spurnir af því að íslenskt skyr hafi verið borðað í Hvíta húsinu og forsetinn Obama hafi smakkað þessa hollu afurð. Að hlutirnir skuli ekki vera kallaðir sín- um réttu nöfnum er alvarlegt umhugsun- arefni fyrir þá sem sýndu vilja sinn í verki Verkfall en ekki hátíðarhöld Kvennafrídagur Þórdís Elva Þórhallsdóttir baráttuSkotta Gleðjumst yfir miklum árangri Þjóðmál Hrannar B. Arnarsson aðstoðarmaður forsætisráðherra Gleðjumst yfir því að dregið hefur úr atvinnu- leysi, það var 7,1% í september samanborið við 9,3% í upphafi árs. AF NETINU Stytta og stjórnmálamenn Listamaðurinn vildi setja lágmyndir tengdar norrænni goðafræði á stöpul verksins. Það þótti trúmönnunum í nefndinni ekki nógu gott. Þá vildi listamaðurinn rita einkunnarorðin Sjálfur leið þú sjálfan þig, framan á stallinn. Því höfnuðu verkkauparnir með þeim rökum að Ingólfur hefði ekki verið slíkur einstaklingshyggjumaður, heldur þvert á móti trúmaður mikill (þótt heiðinn væri). Eftir á að hyggja var það miður að styttan af Ingólfi [Arnarsyni] fékk ekki að vera eins og listamaðurinn vildi. Stjórnmálamennirnir áttu ekkert með að taka fram fyrir hendurnar á myndlistarmanninum þegar kom að túlkun og boðskap verksins. Í ljósi þessarar forsögu, finnst mér að borgaryfirvöld í Reykjavík gerðu betur í að leiðrétta mistökin frá því í byrjun 20. aldar og sýna hvernig listamaðurinn hugsaði sér verkið, frekar en að feta í fótspor Knúts [Zimsens] með því að fela stjórnmálamönnunum að túlka listina. kaninka.net/stefan Stefán Pálsson AGS í vanda með Ísland Það verður erfitt fyrir AGS að yfirgefa Ísland 2011, ef hagvöxtur stefnir í 0,5% eins og Arion banki spáir og 50 ma kr niðurskurður og skattahækkanir renna út í sandinn. Minni hagvöxtur og hærri ríkishalli er ekki samkvæmt uppskrift AGS. Væntingar eru miklar og boginn hefur verið spenntur hátt. Það verður álits- hnekkir bæði fyrir stjórnvöld og AGS ef hið margrómaða Íslands prógramm fer að riðlast. blog.eyjan.is/andrigeir Andri Geir Arinbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.