Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 58
38 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is Strákarnir í Weezer hafa endurútgefið hina van- metnu Pinkerton frá árinu 1996. Tvær aðrar plötur með sveitinni eru einnig nýkomnar út. Weezer sló í gegn um miðjan tíunda áratuginn með sinni fyrstu plötu, samnefndri hljómsveit- inni. Hún seldist í milljónum ein- taka og lögin Undone, The Sweat- er Song og Buddy Holly fengu mikla spilun á MTV og í útvarpi. Weezer voru allir vegir færir og þess vegna kom næsta plata henn- ar, Pinkerton, mörgum á óvart. Hljómurinn var hrárri og myrkari en á forveranum og útkoman var nokkuð á skjön við hið aðgengi- lega og melódíska popp-rokk sem einkenndi „bláu plötuna“. Fyrsta smáskífulagið El Scorcho féll ekki í kramið hjá almenningi og smám saman varð Pinkerton týnd og tröllum gefin, þó svo að hörðustu aðdáendur Weezer hafi ávallt haldið tryggð við hana. For- sprakkinn Rivers Cuomo var lengi að jafna sig á þessum ósigri. Hann hvarf af sjónarsviðinu, sneri aftur í Harvard-háskóla og heil fimm ár liðu þangað til næsta plata, hin græna Weezer, leit dagsins ljós. Sú var greinilegt afturhvarf til fyrstu plötunnar, og lögin Hashpipe, Island in the Sun og Photograph féllu mun betur í kramið en það sem Pinkerton hafði upp á að bjóða. Núna, fjórtán árum eftir að Pinkerton kom út, hefur hún verið endurútgefin í viðhafnar- útgáfu, endurhljóðblandaðri með aukaplötu sem hefur að geyma tónleikaupptökur, B-hliðalög og ótúgefin lög. Ástæðan fyrir endur- útgáfunni er sú uppreisn æru sem platan hefur fengið eftir að hafa upphaflega þótt mikil vonbrigði. Núna er hún af mörgum spekúl- entum talin ein mikilvægasta plata síðasta áratugar og til marks um það ákvað tímaritið Rolling Stone að breyta þriggja stjörnu dómi sínum um plötuna í fimm stjörnur árið 2004. Tímaritið Spin nefndi Pinkerton eina af hundrað bestu plötum áranna 1985 til 2005 og Guitar World segir hana á meðal hundrað bestu gítarplatna allra tíma. Tónlistarsíðan Pitchfork gaf endurútgáfu Pinkerton síðan fullt hús stiga, eða tíu, fyrir skömmu og kallaði hana tímalausa snilld. Weezer er með fleiri járn í eldin- um um þessar mundir. Stutt er síðan áttunda hljóðversplata sveitarinnar, Hurley, og sú fyrsta hjá útgáfufyr- irtækinu Epitah, kom út. Auk þess kom út á þriðjudaginn, sama dag og Pinkerton-endurútgáfan, plat- an Death To False Metal. Á henni eru níu óútgefin lög með Cuomo og félögum sem komust ekki á hinar plöturnar. Einnig er þar útgáfa Weezer á smelli Toni Braxton, Un- Break My Heart. freyr@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Síðustu mánuðir ársins eru alltaf líflegir í tónleikahaldi á Íslandi. Air- waves toppar auðvitað allt í október, en veislan heldur áfram út árið. Á þessum tíma kemur út mikið af plötum og þeim fylgja útgáfutónleikar sem oft er mikið lagt í. Prins póló, Sing for me Sandra, Sálin hans Jóns míns, Blaz Roca, Rúnar Þórisson, Bubbi Morthens og Hjaltalín eru á meðal þeirra sem halda útgáfutónleika á næstu dögum. Hjaltalín kemur reyndar líka fram á stærsta tónlistarviðburði helg- arinnar sem er norræna tónlistarhátíðin Direkt sem haldin er í tengsl- um við norrænu listahátíðina Ting sem nú stendur yfir í Reykjavík. Það eru alls tíu tónlistaratriði á Direkt- hátíðinni á fjórum viðburðum, en dagskráin er sérstaklega þétt og vel samsett. Í kvöld spila í Tjarnar- bíói íslenska balkansveitin Orphic Oxtra sem var að gefa út plötu, fær- eyska bandið Budam sem margir Íslendingar kannast við og danska hljómsveitin Slaraffenland sem spil- ar tilraunablandað popp og er sér- staklega efnileg. Annað kvöld er það svo sveittur stuðpakki á Nasa með Berndsen, Retro Stefson og norsku partíboltunum í Datarock sem áttu góða innkomu á Airwaves 2006. Á laugardagskvöld eru tveir viðburð- ir. Í Fríkirkjunni koma fram Hjaltalín og sænska gæðadúóið Wild- birds & Peacedrums ásamt íslenska kórnum Schola Cantorum, en seinna um kvöldið er lokahóf á Venue með Captain Fufanu og óvæntu atriði. Hægt er að kaupa sig inn á hvern viðburð fyrir sig, en passi á allt saman kostar 3.900 kr. sem hlýtur að teljast mjög sanngjarnt fyrir jafn mikið af spennandi tónist. Í kvöld fær Direkt reyndar mjög harða samkeppni. Sing for me Sandra er með útgáfutónleika á Faktorý, Prins póló kynnir sína plötu á Bakkusi og þríeykið óviðjafnanlega GRM, (Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas) er með stórtónleika í Austurbæ. Áfram tónleikaveisla GÓÐIR GESTIR Danska hljómsveitin Slaraffenland er á meðal þeirra sem fram koma á Direkt-tónlistarhátíðinni sem hefst í kvöld. Vonbrigðin endurútgefin Söngkonan og lagahöfund- urinn Ólöf Arnalds fær átta í einkunn af tíu mögu- legum fyrir plötu sína Inn- undir skinni á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchfork. „Það er ekki hægt annað en að heillast af tónlist Ólafar en það þarf einbeitingu til að elska hana,“ segir gagnrýnand- inn. Platan er sögð litrík og tónlistarlega flókin sem skilji gríðarmikið eftir sig ef hlustandinn er þolinmóður. Það sama eigi við um síðustu plötu bandarísku söngkonunnar Joanna Newsom, Have One On Me. Dómur Pitchfork er enn einn jákvæði dómur- inn um Innundir skinni, sem er önnur plata Ólafar. Platan fékk fjórar stjörn- ur í tónlistartímaritunum Mojo, Uncut og Spin og einnig hér í Fréttablaðinu. Ólöf er þessa dagana á tónleikaferð um Frakk- land til að fylgja plötunni eftir. Um miðjan mán- uðinn fer hún síðan til Bandaríkjanna þar sem fjöldi tónleika er fyrirhugaður. - fb Ólöf lofuð á Pitchfork ÓLÖF ARNALDS Tónlistarkonan fær átta í einkunn á síðunni Pitchfork. > Plata vikunnar Bjartmar & Bergrisarnir - Skrýt- in veröld ★★★★ „Bjartmar stígur aftur inn í sviðsljósið með sína bestu plötu í yfir 20 ár.“ TJ > Í SPILARANUM Friðrik Dór - Allt sem þú átt Hjálmar - Keflavík Kingston Cee-Lo Green - The Lady Killer Kalli - Last Train Home Neil Diamond - Dreams FRIÐRIK DÓR NEIL DIAMOND TÓNLISTINN Vikuna 28. október - 3. nóvember 2010 LAGALISTINN Vikuna 28. október - 3. nóvember 2010 Sæti Flytjandi Lag 1 Páll Óskar og Memfismafían ...Það geta ekki allir verið Gordjöss 2 Kings Of Leon ................................................Radioactive 3 Hjálmar ....................................................Gakktu alla leið 4 Cee Lo Green ....................................... Forget You (F U) 5 Bruno Mars ..................................Just The Way You Are 6 Helgi Björnsson & Reiðmenn vindanna Vinakveðja 7 Lifun ..................................................................Ein stök ást 8 Duffy ...........................................................Well Well Well 9 Hurts ..........................................................Wonderful Life 10 Bjartmar og Bergrisarnir ........................................Negril Sæti Flytjandi Lag 1 Prófessorinn og Memfismafían ................. Diskóeyjan 2 Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna Þú komst í hlaðið 3 Ingó og félagar .............................................Buddy Holly 4 Retro Stefson ...................................................Kimbabwe 5 Jónas Sigurðsson ........................................ Allt er ekkert 6 Friðrik Dór ................................................. Allt sem þú átt 7 Helgi Björnsson ........................... Ríðum sem fjandinn 8 Sálin hans Jóns míns................ Upp og niður stigann 9 Kings Of Leon ........................Come Around Sundown 10 Friðrik Ómar .................................................................Elvis Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: WEEZER Forsprakki Weezer, Rivers Cuomo, var mjög óánægður með viðtökurnar sem Pinkerton fékk á sínum tíma. Rolling Stone breytti ein- kunnagjöf Pinkerton úr 3 í 5 stjörnur. ★★★★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.