Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 74
 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR54 golfogveidi@frettabladid.is Ekki er úr vegi að velta fyrir sér hvað kylfingar geta gert yfir veturinn (annað en að fara til útlanda til að spila golf) til að bæta þekkingu sína í golfreglunum. Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur, ráðleggur kylfingum að hafa eftirfarandi í huga: „Það er ekki spurning að vetrarmánuðina ættu kylfingar að nota, fyrir utan það að æfa sveifluna, til þess að auka þekkingu sína á golfreglunum. Í fyrsta lagi geta kylfingar tekið fram golfreglubókina og lesið sér til um atriði sem hugsanlega hafa þvælst fyrir þeim við golfleik á liðnu tímabili. Eða með öðrum orðum: Æfa sig í efnisyfirlitinu. Einnig er hægt að fara á www.randa.org en það er vefur Hins konunglega og forna golfklúbbs í St. Andrews. Þar er að finna flestar nýjungar sem koma fram hverju sinni varðandi golfreglurnar og áhugamannareglurnar, reglur um tæki og tól og svo auðvitað siðareglurnar. Þar er einnig að finna spurningaleik um reglurnar sem allir geta tekið þátt í og er skipt eftir getu: lágmarksþekking, miðlungs og lengra komnir. Þetta er tvímælalaust skemmtileg leið til að auka við þekkingu sína í reglunum enda koma niðurstöðurnar strax. Það sama má segja um vef bandaríska golfsambandsins www. usga.org en þar má einnig finna spurningaleik og fréttir af nýjungum. Á þessum vefum er einnig að finna almennar fréttir úr golfheim- inum og því er bæði gaman og fróðlegt að skoða þessar síður og fylgjast með því sem er að gerast í heimi golfsins. Það er því alveg ljóst að kylfingar þurfa ekki að leggjast í dvala og gleyma golfi/golfreglum þótt kólni og ekki sé auðvelt að spila. G O LF & H EI LS A Hollráð Hinna Veturinn nýttur Karlalandsliðið í golfi náði frábærum árangri á heims- meistaramóti áhugamanna sem er nýlokið í Argentínu. Liðið náði 19. sæti, sem er besti árangur karlaliðs Ís- lands á mótinu frá upphafi. Íslenska liðið lék hringina þrjá á 447 höggum, sem skilaði 19. sætinu af 69 þjóðum. Nýkrýndir heims- meistarar eru Frakkar, sem léku á 423 höggum. Sigur Frakka var í hættu fram á síðustu holu en Danir sóttu hart að þeim. Þeir enduðu í öðru sæti á 427 höggum. Í þriðja sæti urðu Bandaríkjamenn, sem spiluðu frábært golf á lokadegin- um og komu inn á einu höggi undir pari þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Þeir luku leik á 428 höggum. Ragnar Ólafsson, landsliðein- valdur í golfi, segir niðurstöðuna vera yfir settu markmiði sem var 20. sætið, en þeim árangri náði liðið í Berlín árið 2000. „Það er til marks um góðan árangur að liðið var aðeins tveim til þrem höggum frá því að ná inn á topp tíu. Þegar horft er til innbyrðisviðureigna Íslands kemur það sama í ljós. Við vorum að stríða Svíum og Finnum, sem við höfum löngum borið okkur saman við. Hér áður fyrr töpuðum við yfirleitt stórt fyrir Svíum en það er liðin tíð.“ Aðstæður voru erfiðar í Argent- ínu; mikill vindur, þrumuveður og rigning setti svip sinn á mótið frá upphafi og mótsstjórn tók að lokum ákvörðun um að stytta mótið um einn hring. Ef skor keppenda er skoðað er augljóst að veðrið lék marga keppendur grátt. Hins vegar virðist rok og rigning ekki hafa sett eins mikið strik í reikn- inginn hjá íslenska liðinu, sem kemur golfurum hér kannski lítið á óvart. Ragnar segir árangurinn undir- strika hversu sterk kynslóð golfara hafi verið að vaxa úr grasi á und- anförnum árum. Það eigi alls engu síður við um stelpurnar. „Það er auðvitað alltaf gleðilegt þegar lið spilar betur en áætlan- ir gera ráð fyrir. Við vorum með blöndu af reynsluboltum í Óla og Hlyni og síðan Guðmundi sem mun láta meira að sér kveða í framtíð- inni,“ segir Ragnar. Heimsmeist- aramótið nú var síðasta mót Hlyns sem áhugamanns, en hann mun á næstunni byrja að sinna golf- kennslu og fleiru í föstu starfi. Í því tilliti, og því að Ólafur er ofar- lega á heimslista áhugamanna, telur Ragnar að Guðmundur hafi öðlast dýrmæta reynslu þó að spilamennskan hafi ekki verið eftir væntingum. „Guðmundur er mikið efni en það eru mikil við- brigði að fara úr unglingagolfi og keppa við þá bestu í áhugagolfinu.“ Í einstaklingskeppninni náði Ólaf- ur Björn 24. sæti en Hlynur Geir 31. sæti. Keppendur voru alls 207. svavar@frettabladid.is Besti árangur á HM frá upphafi LANDSLIÐ ÍSLANDS Ragnar Ólafsson landsliðseinvaldur, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ólafur Björn Loftsson og Hlynur Geir Hjartarson. MYND/GSÍ Hreyfigreining er góð aðferð til að átta sig á hvað er best að gera í vetur til að bæta sig líkamlega og auka þannig líkurnar á betri árangri næsta sumar, og minnka um leið líkurnar á meiðslum, segir Magni Bernhardsson, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, sem hefur sérhæft sig í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. „Ef sömu meiðslin taka sig upp á hverju sumri er greinilega þörf á að athuga hvað er að gerast í lík- amanum. Ég kalla verki oft gula spjaldið sem líkaminn er að gefa okkur; þá er best að hugsa sinn gang. Bólga í vöðvum og sina- festum er ekki eðlilegt ástand. Ef það ástand er langvarandi er nauðsynlegt að gera ráðstafanir. Golf-hreyfigreining fer þannig fram að einstaklingur er greindur eftir aðferðum sem Titleist Per- formance Institute hefur þróað með öllum þeim leikmönnum sem nota Titleist-golfboltann. Upphafsmaður TPI er Craig Rose kírópraktor, sem hannaði kerfið með þeirri hugsun að ákveðin hreyfigeta verði að vera til staðar svo að eðlileg golfsveifla sé möguleg. Það er staðreynd að liðir hafa upphaflega ákveðna hreyfigetu en með árunum og eftir slys minnkar þessi hreyfi- geta. Eftir að hreyfigreining hefur farið fram fær einstaklingurinn æfingamöppu með sér og leiðbeiningar um hvernig best er að framkvæma æfingarnar. Mikil- vægt er að hver og einn fái þær æfingar sem eru bestar fyrir sig svo að hámarksárangur náist.“ Höfundur starfaði með PGA-golfkenn- aranum Justin Stout í Bandaríkjunum árið 2007 við að hreyfi- og styrktar- greina nemendur hans. TPI hreyfigreining Magni M. Bernhardsson, kírópraktor með sérhæfingu í golfmeiðslum og öðrum íþrótta- meiðslum. Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 42. sæti ásamt Brasilíu á heims- meistaramótinu í Argentínu. Íslenska liðið lék samtals á 609 höggum. Signý Arnórsdóttir GK, Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Tinna Jóhannsdóttir skipuðu lið Íslands. Lið Suður-Kóreu vann nokkuð öruggan sigur en það lék á 546 höggum; í öðru sæti varð bandaríska liðið á 563 höggum. Frændur okkar Svíar urðu í þriðja sæti ásamt Frökkum og Suður-Afríkumönnum á 573 höggum. - shá Stelpurnar náðu 42. sæti á HM Úrslit á HM í Argentínu Karlaflokkur 1 Frakkland -7 423 2 Danmörk -3 427 3 Bandaríkin -2 428 4 Nýja-Sjáland +5 435 5 Skotland +6 436 6 Írland +9 439 7 Þýskaland +10 440 J8 England +11 441 J8 Belgía +11 441 J8 Kanada +11 441 J11 Sviss +12 442 J11 Kólumbía +12 442 J13 Suður-Kórea +15 445 J13 Noregur +15 445 J13 Svíþjóð +15 445 J13 Portúgal +15 445 19 Ísland +17 447 SÆTIÐ Á HEIMSLISTA ÁHUGAMANNA í golfi er Ólafs Björns Loftssonar hjá Nesklúbbnum. Hann er efstur Íslendinga á listanum. 129. SÆTIÐ SKIPAR HINN UNGI og efnilegi kylfingur úr GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Hann er næsthæst- ur Íslendinga á listanum. 3000. Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA Verð frá: 19.990 49.990 (fullt verð 54.990) FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.