Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 40
 4. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skór Fjölbreytt dýramunstur voru áberandi á tískusýningu Louis Vuitton í París á dögunum. Tískuhönnuðurinn Marc Jacobs sveik ekki gesti á tískusýningu Louis Vuitton í París í október þegar hann dró upp úr hatti sínum hin ólíklegustu kvikindi. Dýraþema, með sebraröndum og hlébarðaprenti var áberandi svo og dásamlega skærir litir bæði í flíkum og fylgihlutum. Skórnir á sýningunni vöktu ekki síður athygli en fötin enda var þar einnig að finna tilvísun í fjölbreyti- legt dýralíf. Hælarnir voru sumir hverjir í líki dýrafóta, gíraffar stungu hausum sínum upp á ökkla og páfuglafjaðrir skreyttu skóbotna. Jacobs sagði baksviðs að hann hefði stílað inn á að hafa allt yfirstíliserað og með því vildi hann afneita þeirri naumhyggju sem hefði ráðið ríkjum á tísku- sýningum síðustu missera. Naumhyggjunni afneitað Skór í líki sebrahests. Gíraffi stingur hausnum upp á ökkla fyrirsætunnar. Sumir hælar voru í líki dýrafóta. Skærir litir einkenndu fylgihlutina. ● VINSÆLL JEFFREY CAMP- BELL Bandaríska fjölskyldu- fyrirtækið Jeffrey Campbell hefur heldur betur rutt sér til rúms hér á landi, en flestar tískudrósir lands- ins ættu að kannast við himinháa og fagurlega mótaða skó fyrirtæk- isins. Vinsældir skónna eru í takt við tískustrauma undanfarinnar missera, með þykkum hæl eða þykkum sóla í anda gömlu (góðu?) Buffalo-skónna. ● FÓTBOLTAKAPPINN RIO FERDIN- AND HANNAR SKÓ Breski fótboltakappinn Rio Ferdinand kynnti til leiks tískumerkið „Five by Rio Ferdinand“ í vikunni en um skó og fylgihluti er að ræða hannaða af Ferdinand sjálfum. Í skólínunni verða bæði stígvél og skór sem munu kosta 120 til 200 pund. Ferdinand er þekktur fyrir yfirvegað skap á vellinum en hann spilar fyrir Manchester United. Utan vallar er Twitter hans helsta ástríða. Hann hefur áber- andi og íburðar- mikinn tískusmekk sem stundum hefur fengið helstu tískumenningarvita til að kveinka sér. Skórnir úr línu Ferdin- ands eru þó flestir flottir en þá má sjá á vefsíðunni www.fivebyrioferdin- and.com FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FÁÐU FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Í HEIMSÓKN m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.