Fréttablaðið - 04.11.2010, Page 40

Fréttablaðið - 04.11.2010, Page 40
 4. NÓVEMBER 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skór Fjölbreytt dýramunstur voru áberandi á tískusýningu Louis Vuitton í París á dögunum. Tískuhönnuðurinn Marc Jacobs sveik ekki gesti á tískusýningu Louis Vuitton í París í október þegar hann dró upp úr hatti sínum hin ólíklegustu kvikindi. Dýraþema, með sebraröndum og hlébarðaprenti var áberandi svo og dásamlega skærir litir bæði í flíkum og fylgihlutum. Skórnir á sýningunni vöktu ekki síður athygli en fötin enda var þar einnig að finna tilvísun í fjölbreyti- legt dýralíf. Hælarnir voru sumir hverjir í líki dýrafóta, gíraffar stungu hausum sínum upp á ökkla og páfuglafjaðrir skreyttu skóbotna. Jacobs sagði baksviðs að hann hefði stílað inn á að hafa allt yfirstíliserað og með því vildi hann afneita þeirri naumhyggju sem hefði ráðið ríkjum á tísku- sýningum síðustu missera. Naumhyggjunni afneitað Skór í líki sebrahests. Gíraffi stingur hausnum upp á ökkla fyrirsætunnar. Sumir hælar voru í líki dýrafóta. Skærir litir einkenndu fylgihlutina. ● VINSÆLL JEFFREY CAMP- BELL Bandaríska fjölskyldu- fyrirtækið Jeffrey Campbell hefur heldur betur rutt sér til rúms hér á landi, en flestar tískudrósir lands- ins ættu að kannast við himinháa og fagurlega mótaða skó fyrirtæk- isins. Vinsældir skónna eru í takt við tískustrauma undanfarinnar missera, með þykkum hæl eða þykkum sóla í anda gömlu (góðu?) Buffalo-skónna. ● FÓTBOLTAKAPPINN RIO FERDIN- AND HANNAR SKÓ Breski fótboltakappinn Rio Ferdinand kynnti til leiks tískumerkið „Five by Rio Ferdinand“ í vikunni en um skó og fylgihluti er að ræða hannaða af Ferdinand sjálfum. Í skólínunni verða bæði stígvél og skór sem munu kosta 120 til 200 pund. Ferdinand er þekktur fyrir yfirvegað skap á vellinum en hann spilar fyrir Manchester United. Utan vallar er Twitter hans helsta ástríða. Hann hefur áber- andi og íburðar- mikinn tískusmekk sem stundum hefur fengið helstu tískumenningarvita til að kveinka sér. Skórnir úr línu Ferdin- ands eru þó flestir flottir en þá má sjá á vefsíðunni www.fivebyrioferdin- and.com FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. FÁÐU FÍNA OG FRÆGA FÓLKIÐ Í HEIMSÓKN m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.