Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.11.2010, Blaðsíða 30
 4. nóvember 2010 FIMMTUDAGUR30 Prjónaklúbbur á hjúkrunar- heimilinu Skjóli við Klepps- veg skilaði nýlega af sér fjölda af húfum og eyrna- skjólum sem var gjöf hans til Mæðrastyrksnefndar. Klúbburinn hefur verið til í fimm ár að sögn Ólafar Dóru Hermannsdóttur, umsjónar- manns og hefur starfsemin undið upp á sig. Allt er prjón- að úr garnafgöngum sem bæði heimilisfólk, aðstand- endur og starfsfólk leggur til. „Það gauka margir að okkur garni, meira að segja fólk úti í bæ,“ segir Ólöf Dóra. „Hjá okkur er ein hundrað og eins árs sem vindur allt þetta garn og innan hópsins eru harðduglegar prjónakonur, meðal annars handavinnu- kennarar sem eru flinkir í höndunum og útsjónarsamir að raða saman litum.“ Ólöf Dóra segir Hjálpræð- isherinn koma reglulega á Skjól og syngja fyrir fólk- ið þar. Hann hafi oft fengið húfur í staðinn sem runnið hafi til útigangsfólks. „En svo datt okkkur í hug að breyta til og gefa Mæðra- styrksnefnd afrakstur iðjunnar í sumar. Góð sam- staða hefur verið um verk- efnið enda finna allir að það er hollt fyrir sálina að láta gott af sér leiða. Stúlkurnar á símanum voru til dæmis að skreyta húfurnar þegar þær höfðu lausa stund og fleiri lögðu hönd á plóg,“ lýsir Ólöf Dóra og segir prjónaklúbb- inn á Skjóli halda áfram á sömu braut. - gun Gott fyrir sálina AFHENDING Prjónakonur og starfsfólk á Skjóli, ásamt fulltrúa Mæðra- styrksnefndar. Kertaljósatónleikar á vegum Parkinsonsamtakanna á Íslandi verða haldnir í Fríkirkjunni í kvöld. Þar kemur fram sannkallað stórskotalið tónlistarfólks: Bjartmar Þórðarson, Ellen Kristjánsdóttir, Eyfi og Stebbi Hilmars, Geir Ólafs- son, Kjartan Valdemarsson, Kristján Jóhannsson, Maríus H. Sverrisson, Ragnar Bjarnason, Regína Ósk og South River Band. Allir listamennirnir gefa vinnu sína og allur ágóði renn- ur óskiptur til Parkinsonsamtakanna. Verður fjármununum meðal annars varið til að byggja upp starfsemi samtakanna á landsbyggðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 2.000 krónur. - fsb Stórskotalið á Kertaljósatónleikum Stoppleikhópurinn sýnir verðlaunaleikritið Bólu-Hjálmar í Tjarnarbíói sunnudaginn 7. nóvember. Leikritið er byggt á lífi og ljóðum Bólu-Hjálmars og var frumsýnt 22. maí 2008. Hlaut sýningin Grímuverðlaunin sem Barna og unglingasýning ársins 2009. Verkið hefur verið sýnt víða í grunnskólum landsins og á dögunum var leikhópnum boðið til Færeyja með sýning- una og hlaut hún þar einróma lof. Þrír leikarar segja söguna og leika allar persónur; Hjálmar, eiginkonu hans, móður, börn, föður, uppeldis- móður, bændur, presta, sýslumenn, förukonur, nágranna, fjandmenn og vini. Leikritið geymir einnig sýnishorn af kveðskap hans, allt frá því fegursta til andstyggilegustu níðvísna, en fáir voru flinkari í að meitla saman kjarn- mikið níð en Hjálmar. Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason sömdu handrit og tónlist og leikararnir sem bregða sér í fjölmörg hlutverk hver eru Eggert Kaaber, Magnús Guðmundsson og Mar- grét Sverrisdóttir. Guðrún Öyahals sér um leikmynd og búninga og Ágústa Skúladóttir leikstýrir. - fsb Bólu-Hjálmar í Tjarnarbíói LEIKLIST Þrír leikarar fara með öll hlutverk í leikritinu um Bólu-Hjálm- ar. Birta Hannesdóttir og Steinunn Sara Arnardóttir eru átta og níu ára nemendur í Engjaskóla í Grafarvogi. „Við vorum að tala saman einn daginn og datt í hug að það væri gaman að safna dósum og gefa pening til fátækra barna,“ segja þær stöllur. Þær stóðu ekki við orðin tóm heldur gengu á milli húsa og söfnuðu dósum. Þeim var almennt vel tekið enda gott málefni sem þær stóðu fyrir. Afraksturinn var ekki lítill, um þúsund flöskur og dósir sem þær fengu 12.268 krónur fyrir. Þessa aura ætla þær að gefa til Rauða kross Íslands með þeim skilyrðum að þeir verði notaðir til að hjálpa börnum. Söfnuðu yfir 1000 dósum Útför elskulegrar föðursystur okkar, Hallberu Guðnadóttur Miklubraut 42, sem lést á Landakoti miðvikudaginn 27. október, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, Hallbera Eiríksdóttir Guðni Eiríksson Tryggvi Karl Eiríksson. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Egils Ágústs Jacobsen læknis, Bakkavör 36, Seltjarnarnesi, fer fram í dag, fimmtudaginn 4. nóvember kl. 13.00, frá Seltjarnarneskirkju. Katrín Jóhannsdóttir Jacobsen Elín Ingibjörg Jacobsen Þorvaldur Jacobsen Jensína Kristín Böðvarsdóttir Katrín Þórdís Jacobsen Sveinn Ingiberg Magnússon og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalang- afi, Þorleifur Hallbertsson áður Suðureyri, Súgandafirði, Lautasmára 5, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudag- inn 27. október, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða Ljósið. Sigríður Kristjánsdóttir Kristján Þorleifsson Kristín Kristjánsdóttir Ingunn M. Þorleifsdóttir Leó Pálsson Sigurbjörg Þorleifsdóttir Sölvi Bragason Sigþór Þorleifsson Aðalheiður Gylfadóttir Hrafnhildur Þorleifsdóttir Davíð Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Magnea Guðbjörg Sigurjónsdóttir frá Norður-Eyvindarstöðum, Álftanesi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 29. október síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Bessastaðakirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 15. Erla Kristín Gunnarsdóttir Svavar Gunnarsson Stella S. Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og afi, Björn Ólafsson Hofgörðum 1, Seltjarnarnesi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans fimmtudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á knattspyrnudeild Víkings. Jóhanna Guðnadóttir Guðrún Björnsdóttir Hilmar Björnsson Elín Helga Sveinbjörnsdóttir Guðrún Salvör Björnsdóttir systur og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gestur Guðjónsson frá Bæ í Lóni, andaðist á Skjólvangi Hrafnistu Hafnarfirði mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Svava, Guðjón, Sonja, Arnar og Gestur. Elskuleg eiginkona mín, móðir, systir, amma og langamma, Vigdís Dagmar Filippusdóttir Bjarmalandi 14, Sandgerði, sem lést á heimili sínu 25. október, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu Sandgerði, föstudaginn 5. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Þorbergsson. Þær Steinunn Sara og Birta gáfu rúmar tólf þúsund krónur til Rauða krossins á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SOUTH RIVER BAND Hljómsveitin er í fríðum flokki tónlistarfólks á Kertaljósatónleikum í Fríkirkjunni í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.