Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 1

Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SKULDAMÁL Ekki er frekara svig- rúm til afskrifta húsnæðisskulda að mati forsvarsmanna bankanna. Það svigrúm sem skapaðist þegar lánin voru færð úr gömlu bönkun- um yfir í þá nýju með afföllum sé nánast fullnýtt með þeim úrræð- um sem þegar hefur verið gripið til, og verði það örugglega þegar gengistryggðu lánin verða leið- rétt í samræmi við það sem segir í nýframlögðu frumvarpi efnahags- og viðskiptaráðherra. Nýju bankarnir keyptu húsnæð- islánin að meðaltali á 72 prósent af kröfuvirði af gömlu bönkunum samkvæmt upplýsingum sem Fjár- málaeftirlitið hefur sent efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Afföllin voru samtals 90 milljarðar. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir að þar á bæ hafi menn verið að bæta í þá sjóði sem ætlað er að standa straum af niðurfærslum húsnæðislána vegna svokallaðrar 110 prósenta leiðar, lækkunar höfuðstóls geng- istryggðra lána, og svo þeirra aðgerða sem væntanlegar eru eftir að frumvarpið um uppgjör gengis- tryggðra og erlendra lánasamninga verður að lögum. Það þýði í raun að svigrúmið sem myndaðist sé horf- ið, eða að bankinn sjái fram á að það hverfi á næstunni. Helstu hagsmunaaðilar komu saman í Þjóðmenningarhúsinu í gær á tveggja klukkustunda fundi til að ræða niðurstöður reikni- meistara ríkisstjórnarinnar. Engin niðurstaða varð af fundin- um. Fulltrúar Hagsmunasamtaka heimilanna, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar halda enn fast í þá skoðun sína að fara eigi í flata niðurfærslu skulda, en aðrir telja þá leið ófæra. Helst er rætt um blandaða leið sértækrar skuldaaðlögunar og hækkunar vaxtabóta. Í sértækri skuldaaðlögun fælist lækkun greiðslubyrði fólks í vanda og enn frekari lenging á lánstíma, en ekki beinar afskriftir. Önnur hugmynd er lækkun vaxta í þrjú prósent. Hrafni Magnússyni, framkvæmdastjóra Samtaka lífeyr- issjóða, sem fjármagna Íbúðalána- sjóð, hugnast ekki sú leið. „Vaxta- lækkanir þýða skerðing á réttindum sjóðsfélaga og það er ekki til mik- ils að vinna ef við lækkum vexti og skerðum um leið réttindin, þá erum við komin í hring.“ - sh, bþs Föstudagur skoðun 20 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Sænska jólageitin er 4,5 metrar á hæð og stendur við IKEA í Kauptúni. Geitin, sem smíðuð er á Íslandi, hefur verið skreytt rauðum borðum og jólaljósum og lýsir nú upp skammdegið. Jólageitin er ættuð frá Svíþjóð en þar skipar hún veigamikinn sess í jólahald- inu. Frægasta geit Svía er Gävle sem er reist í bænum Gävle í desember ár hvert. S öngkonan Valgerður Guðnadóttir fékk á dög-unum ljúffenga hráköku hjá mágkonu sinni Helgu Þórsdóttur og var fljót að fá hjá henni uppskriftina. „Hún er full af næringarefnum og alveg sér-staklega fljótleg sem spillir ekki fyrir. Hún er skreytt með val-hnetum og ristuðum kókosflögum en er efla l Valgerður Guðnadóttir smakkaði hráköku hjá mágkonu sinni fyrir skemmstu og kolféll fyrir henni.Næringarríkt sælgæti Kakan smakkast best með rjúkandi kaffisopa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1 bolli döðlur1 bolli sveskjur1 banani 1 bolli valhnetur½ bolli ristaðar kókos-flögur Krem: 70% svart súkkulaðiörlítil kókosolíaengiferduft FLJÓTLEG HRÁKAKA með súkkulaði, sveskjum og döðlum V iti Verð 8.490 kr. Villibráðar-hlaðborð k b b 21. o tó er - 17. nóvem erMatreiðslumeistarar Perlunnar velja hráefnivíðsvegar að til að útbúa bestu villibráð sem hægter að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess besta í villibráðarhlaðborði Perlunnar. Fyrir mat er hægt að bragða á spænskum gæðavínum. Góð tækifærisgjöf! Jólahlaðborð Perlunnar hefst 18. nóvemberTilboð mán.-mið. 7.290 kr. — Verð: 8.290 kr. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 12. nóvember 2010 veðrið í dag 12. nóvember 2010 266. tölublað 10. árgangur HVÍT JÖRÐ Það var engu líkara en að allt væri á kafi í snjó í bænum Dukun á eyjunni Jövu í gær. Svo var hins vegar ekki því aska úr fjallinu Merapi lagðist yfir bæinn eftir eldgos síðustu daga. Merapi er virkast eldfjalla á Jövu, hefur gosið 68 sinnum síðan 1568. Nafnið Merapi þýðir í eldfjall. NORDICPHOTOS/AFP H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 6 0 8 Uppskriftin að föstudags- pizzunni er á gottimatinn.is Hagaborg er 50 ára Með elstu leikskólum. tímamót 30 -3 -4 -2 -3 -4 SNJÓKOMA norðanlands en bjart- viðri sunnanlands. Strekkingur víða með ströndum og hvessir norðvest- anlands síðdegis. Frost á bilinu 0 til 7 stig. VEÐUR 4 Allt í rugli Tracey Cox og Tobba kryfja íslensk stefnumót. fólk 38 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur UTANRÍKISMÁL Hvorki ráðherrar né sérfræðingar utanríkisráðuneyt- isins vissu hver tilgangurinn var með því að safna stuðningsríkjum á lista fyrir innrás Bandaríkjanna og Breta í Írak í mars 2008. Birt- ing listans kom íslenskum stjórn- völdum í opna skjöldu. Þetta kemur fram í skjölum um aðdraganda þess að Ísland var sett á lista stuðningsríkja við innrás- ina, sem utanríkisráðuneytið gerði opinber í gær. Þar er staðfest að Davíð Oddsson, þáverandi forsæt- isráðherra, og Halldór Ásgríms- son, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu hinn 18. mars 2003 að Ísland skyldi á listann. Trúnaður ríkir enn um hluta gagna ráðuneytisins. Heimildir Fréttablaðsins herma að ekki þyki rétt að birta skjölin, meðal ann- ars vegna þess að hugsanlegt sé að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að fjalla um málið. Þau skjöl sem ekki voru birt eru vinnuskjöl og gögn um samskipti við önnur ríki. Hvorki Davíð né Halldór vildu veita viðtal vegna málsins í gær. Í tölvupósti frá Davíð segir aðeins: „Ekkert bitastætt í þessu.“ - bj / sjá síðu 16 Enginn vissi hvernig átti að nota lista yfir viljugar þjóðir fyrir innrásina í Írak 2003: Birting lista kom öllum á óvart BÍÓDAGAR HAUST 2010 SÉRBLAÐ FYLGIR ............ Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, og Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, stungu bæði upp á því á fundinum í gær að settur yrði á fót fjögurra til fimm manna hópur sem ætti að ná niðurstöðu í málinu. Í honum yrðu fulltrúar ríkisstjórnarinnar, stjórnarandstöðu, lánveitenda og skuldara, og þá vildi Gísli auk þess hafa í hópnum fulltrúa úr Hæstarétti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun ekki hafa tekið vel í hugmynd- ina og talið að nú væri tímabært að stjórnmálamenn leiddu málið til lykta. Vildu vinna málið frekar í smærri hóp Svigrúm til afskrifta fullnýtt Húsnæðislán gömlu bankanna voru færð yfir í þá nýju með 90 milljarða afföllum. Svigrúmið til afskrifta sem þar myndaðist er að mestu horfið með þeim aðgerðum sem stjórnvöld og bankarnir hafa þegar ráðist í. Fræðimenn uggandi Prófessorar vara við niðurskurði á fjárframlögum til rannsóknarstarfa. föstudagsviðtalið 18 Sigurganga liða Akureyrar og HK hélt áfram í gær. sport 46 HK og Akureyri á skriði BRUNI Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í hesthúsahverfið í Mosfellsbæ á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir að eldur kom upp í einu húsanna. Hestamenn og fólk úr nágrenninu kom hestunum strax í öruggt skjól og ekki er vitað til að þá hafi sakað. „Það virðist vera sem eldurinn komi upp úr þakinu, slökkvilið- ið er nýkomið,“ sagði Jóhannes Ingi Kolbeinsson, íbúi í Dverg- holti, við Fréttablaðið í gær- kvöldi, en hann þá var hann að bjarga hestum úr brennandi húsinu. Jóhannes Ingi dreif sig á staðinn þegar hann varð elds- ins var en hann býr í næsta nágrenni. Mikinn reyk lagði frá hest- húsunum og yfir Mosfellsbæ. Skyggni var lítið sem ekkert í grennd við hesthúsabyggðina. Slökkvilið var enn að störfum þegar Fréttablaðið fór í prentun á tólfta tímanum. - sh, kh Öll hross sluppu úr bruna: Eldur í hesthúsi í Mosfellsbæ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.