Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 6

Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 6
6 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Við erum í sannkölluðu hátíðarskapi, frábær afmælistilboð og 25% afsláttur í hverri hillu! Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér. 25 ára! Þín verslun | Seljabraut 54 | sími 557 1780 Opnunartími: Mán.–fös. 9–21 / lau.–sun. 10–21 DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá unga menn, á aldrinum átján ára til rúmlega tvítugs, fyrir að kveikja í rútu í Vestmannaeyj- um og brenna hana til kaldra kola. Piltarnir eru ákærðir fyrir að hafa valdið almannahættu með þessu tiltæki sínu. Atvikið átti sér stað aðfara- nótt 1. apríl á síðasta ári. Rútan stóð mannlaus og án skráningar- merkja. Svo mikill hiti var af eld- inum að klæðning og gluggarúð- ur í nálægu húsi skemmdust, og við lá að eldur blossaði upp í því. Þar voru geymdir flugeldar, svo og tæki og búnaður björgunar- sveitar. Í ákæru er tveim piltanna gefið að sök að hafa í tvígang sótt eld- fiman vökva úr geymsluhúsnæði til að nota við íkveikjuna. Allir komu þeir við sögu við íkveikj- una sem mistókst í fyrra sinnið en hafðist loks þegar þeir helltu vökv- anum í rútuna, fleygðu vökvabrús- anum inn í hana og báru eld að. Í millitíðinni höfðu piltarnir ekið um götur Vestmannaeyjabæjar til að njósna um ferðir lögreglunnar. Vestmannaeyjabær krefur piltana um skaðabætur að fjár- hæð rúmlega 180 þúsund krón- ur. Ferðaþjónusta Vestmannaeyja krefur þá um rúmar 3,3 milljónir. - jss Ríkissaksóknari ákærir þrjá unga menn fyrir íkveikju í Vestmannaeyjum: Brenndu rútu til kaldra kola VESTMANNAEYJAR Rútubruninn átti sér stað í Vestmannaeyjum. Ert þú sátt(ur) við niðurstöður sérfræðingahóps um skuldir heimilanna? Já 30,4% Nei 69,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Hugnast þér vegatollar á þjóð- vegum að höfuðborgarsvæðinu? Segðu þína skoðun á visir.is LONDON, AP Margir námsmenn í Bretlandi telja að ólætin sem settu svip sinn á mótmælin í Lundúnum á miðvikudag, gætu skaðað málstað námsmanna og varpað skugga á kröfur þeirra. Þetta segir íslenskur leiklistar- nemi, Sigurbjörg Alma Ingólfs- dóttir, að einkenni umræðuna í hennar kunningjahópi, en hún nemur við Rose Bruford Acting College. Sigurbjörg tók ekki sjálf þátt í mótmælun- um, en segir í samtali við Fréttablaðið að fjölmargir v ina hennar hafi verið í h ó pi þ e i r r a 5 0 .0 0 0 mót- mælenda sem gagnrýndu fyr- irhugaða hækk- un námsgjalda í háskóla landsins. Hámarksgjöld fyrir Breta eru 3.000 pund eins og er, en áætlað er að hækka gjöldin upp í 9.000 pund. „Það var þarna hópur sem skap- aði mestu vandræðin og kynti undir öðrum með því að rétta þeim steina og hvetja þá til að grýta lögregluna eða rúður í nær- liggjandi húsum.“ Í fréttaskeyti AP kemur fram að þessi fámenni hópur hafi brotist inn í höfuðstöðvar Íhaldsflokksins og valdið þar miklum skemmdum. Mótmælendur komust upp á þak byggingarinnar og köstuðu þaðan rusli, vatni og jafnvel slökkvitækj- um og má mildi þykja að enginn hafi slasast illa. „Langsamlega flestir mættu þarna til að láta í sér heyra,“ segir Sigurbjörg. „En það voru því miður einhverjir sem komu á staðinn bara til að valda uppþot- um. Margir í þeim hópi voru ekki einu sinni námsmenn.“ Sigurbjörg segir að stemning- in meðal námsmanna í London sé þannig að þó að vissulega hafi ólætin dregið athygli að kröfum námsmanna þá voru skemmdirnar svo miklar að það gerði málið nei- kvæðara. „Þannig að það eru margir ósátt- ir við það hvernig þetta fór. Þetta gekk of langt og fólki finnst ekki sem rétt skilaboð hafi komist til skila.“ Aðspurð segir Sigurbjörg að enn sé reiði í námsfólki og mögulega stemning fyrir því að stofna aftur til mótmælaaðgerða. „En menn eru hræddir um að ólætin gætu endur- tekið sig.“ Miklar deilur ríkja enn um málið sem kemur sérstaklega illa út fyrir flokk Frjálslyndra demókrata sem lofaði fyrir kosningarnar fyrr á árinu að afturkalla skólagjöldin, sem fyrst voru sett á af stjórn Tony Blair fyrir um áratug. thorgils@frettabladid.is Óeirðaseggir gætu skaðað málstaðinn Íslenskur námsmaður í London segir mikla reiði enn ríkja vegna fyrirhugaðra hækkana á skólagjöldum í háskóla. Fámennur hópur hleypti upp friðsömum mótmælum. Námsmenn óttast að skilaboð þeirra hafi ekki komist til skila. SIGURBJÖRG ALMA INGÓLFSDÓTTIR LÆTI Í LONDON Námsmenn fjölmenntu til að mótmæla fyrirhuguðum hækkunum á skólagjöldum í breska háskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. SKÓLAR Nýbygging Háskólans í Reykjavík (HR) við Nauthólsvík var vígð við hátíðlega athöfn í gær þar sem Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Magnús Júlíusson, formaður Stúdentafélags HR, lögðu hornstein að byggingunni. Steinn þessi er ansi merki- legur því um er að ræða fimm kílóa loftstein sem lenti á jörðinni fyrir um 4.000 árum. For- svarsmenn skólans ákváðu að þar sem megin- hugsunin í hönnun hússins sé jörðin og himin- geimurinn, væri vel við hæfi að hafa loftstein sem hornstein skólans. Því réðust bakhjarlar HR í það verkefni að festa kaup á steininum og nutu til þess aðstoðar Stjörnuskoðunarfé- lags Seltjarnarness. Vígsla hússins markar tímamót hjá HR þar sem nú er öll starfsemi skólans komin undir eitt þak. Byggingin er sem stendur um 30.000 fermetrar, en byggingu tveggja smærri álma, hefur verið skotið á frest sökum efnahags- ástandsins. Um 3.000 nemendur eru nú við skólann og við hann starfa um 270 manns. Við athöfnina í gær hélt forseti Íslands tölu og Jón Gnarr borgarstjóri kynnti samstarf HR, Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Íslands um uppbyggingu útivistarsvæðisins í Öskjuhlíð. - þj Nýbygging Háskólans í Reykjavík var vígð við hátíðlega viðhöfn í gær: Loftsteinn lagður sem hornsteinn HR LÖGÐU LOFTSTEIN Menntamálaráðherra og formaður nemendafélags HR lögðu hornstein að nýbyggingu skólans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.