Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 10

Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 10
10 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR 0,20% 0,25% 3,45% S 24 E R Í EI G U B Y R S Samanburður debetreikninga* Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt aðgerðaáætlun til næstu tíu ára sem draga á úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Áætlunin nær til allra samgangna á Íslandi og landgræðslu. Flýta á fyrir metanvæðingu bílaflotans. Vonir standa til að nota líf- efnaeldsneyti á fiskiskipa- flotann. Ríkisstjórnin hefur stigið fyrstu skrefin í aðgerðaáætl- un umhverfisráðuneytis í lofts- lagsmálum sem draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 38 prósent á næstu tíu árum að teknu tilliti til bindingar kol- efnis í andrúmsloftinu með land- græðslu, skógrækt og endur- heimt votlendis. Sva nd í s S vava rsdót t u r umhverfisráðherra segir í sam- tali við Fréttablaðið áætlunina, sem samþykkt var í ríkisstjórn á föstudag, sýna vilja stjórnvalda til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda í verki. Hvorki sé um innantóm loforð né yfirlýs- ingar að ræða, aðgerðaáætlunin sé til þess gerð að fara eigi eftir henni. Svandís bendir jafnframt á að áætlunin sé víðtæk, hún nái jafnt til samgangna, bæði bíla, flug- véla og fiskiskipaflotans, auk bindingar sem fæst með skóg- rækt og landgræðslu. Auk aðgerðaáætlunarinnar sam- þykkti ríkisstjórnin frumvarp um breytingu á vörugjaldi á bílum sem hvetja á fólk til að kaupa sparneytn- ari bíla en áður. Þessu til viðbótar samþykkti ríkisstjórnin á mánudag að endurgreiða allt að hundrað þús- und krónur af vörugjaldi bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu en er breytt til að ganga fyrir metani. Tillögunni er ætlað að flýta fyrir þeirri þróun að metan verði notað í daglegum samgöngum hér á landi á næstu árum. Mikilvægt að breyta um gír Fulltrúar frá fjármála- og utanríkis- ráðuneytunum kynntu aðgerða- áætlunina í Tjarnarbíói í gær og var þar ítarlega farið yfir þá þætti sem áætlunin á að ná til. Þar kom fram að mörg ríki vinni að aðgerð- um í loftslagsmálum, sem muni taka við af Kyoto-bókuninni frá 1997 eftir tvö ár. Svandís var fjarstödd af per- sónulegum ástæðum. Í hennar stað las Hafdís Gísladóttir, aðstoð- arkona hennar, ávarp umhverfis- ráðherra. Í ávarpinu var vitnað til þróun- arskýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem fram kemur að efnahagskrepp- ur og bankaþrot séu ekki helsta ógn við velsæld jarðarbúa heldur lofts- lagsbreytingar. Á sumum stöðum muni þurrkar valda umfangsmikl- um breytingum á búsetu manna. Flóð af sömu völdum hafi sömu áhrif. Því sé fyrirhyggja nauðsyn- leg í samstarfi ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og almennings. Á meðal aðgerðanna eru vist- vænni samgöngur en áður, lagn- ing hjólreiðastíga og annað í þeim dúr. „Við erum ekki að byggja á sandi, heldur vinnum að því að minnka losun verulega fram á miðja öld- ina,“ sagði Hugi Ólafsson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðuneytinu, í erindi sínu. Hann benti á að drög að áætluninni hefðu legið lengi fyrir og voru lögð fram fyrir Kaup- mannahafnarfundinn í desember í fyrra þar sem unnið var að sam- komulagi um framhaldsaðgerðir við Kyoto-bókunina. „Markmið okkar er að Ísland verði á meðal metnaðarfyllstu ríkja heims í viðleitni sinni við að draga úr losun gróðurhúsalofteg- unda,“ sagði hann. Ætla að draga úr mengun um tuttugu prósent á áratug Kyoto-bókunin er bókun við rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem samþykkt var í Kyoto í Japan í lok árs 1997. Mark- mið samningsins er að koma í veg fyrir hættulega röskun á loftslagskerfinu af mannavöldum, tryggja að matvælaframleiðslu í heiminum verði ekki stefnt í hættu og að efnahagsþróun geti haldið áfram á sjálfbæran máta. Ísland varð fullgildur aðili að bókuninni í maí árið 2002. Bandaríkin, sem bera ábyrgð á rúmlega 35 prósentum af heildarlosun koltvíoxíðs hafa ekki staðfest bókunina. (Byggt á umfjöllun Vísindavefsins) Hvað felst í Kyoto-bókuninni? Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi nam 4881 gígagrammi (gígagramm = 1.000 tonn. Það jafngildir 15,6 tonnum af CO2-ígildum á hvern íbúa) árið 2008. Það er 43 prósentum meira en losað var árið 1990. Í aðgerða- áætlun stjórnvalda kemur fram að sé binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu tekin með í reikninginn hafi nettólosun numið 4.510 Gg (14,4 tonnum á hvern íbúa) árið 2008. Það jafngildir 32 prósenta aukningu frá 1990. Hvað er losunin mikil? Í aðgerðaáætlun stjórnvalda eru tíu lykilatriði sett í forgang. Tvær þeirra eru almenns eðlis: Uppsetning viðskiptakerfis með losunarheimildir og skattur á losun kolefnis. Þrjár eru á sviði samgangna og tvær á sviði sjávarútvegs. Þá á að stuðla að bindingu kolefnis með skógrækt og landgræðslu og hefja markvisst átak til endurheimtar á votlendi auk þess að efla rannsóknir og nýsköpun í loftslagsvænni tækni. 1. Innleiðing viðskiptakerfis með losunarheimildir. 2. Kolefnisgjald. 3. Breytt kerfi skatta og gjalda á bíla og eldsneyti. 4. Notkun ríkis og sveitarfélaga á sparneytnum og vistvænum ökutækjum. 5. Efling göngu, hjólreiða og almenningssamgangna sem valkosts í sam- göngum. 6. Notkun lífeldsneytis á fiskiskipaflotann. 7. Rafvæðing fiskimjölsverksmiðja. 8. Aukin skógrækt og landgræðsla. 9. Endurheimt votlendis. 10. Efldar rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum. Tíu lykilatriði aðgerðaáætlunarinnar Stóriðja ál og járn- blendi Sam- göngur Sjávarút- vegur Land- búnaður Meðferð úrgangs Orkufram- leiðsla Kolefnis- binding Annað 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 -500 -1.000 Breyting 1990-2020 Losun 1990 Losun 2008 Losun 2020 +23% -43% -22% +11% +79% -4%+129- 283% Þróun á losun gróðurhúsalofttegunda 1990-2020 G g* *Gg er gígagrömm sem sam- svarar 1.000 tonnum. FRÉTTASKÝRING: Aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson jab@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.