Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 24

Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 24
24 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Í tilefni af grein sr. Báru Friðriks-dóttur sem birtist í fréttablað- inu 6. nóvember er nauðsynlegt að koma með eftirfarandi leiðrétt- ingar á ýmsum rangfærslum sem þar koma fram vegna tillögu Besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri- grænna um samstarf skóla og trú- félaga. Þar skrifar hún m.a. að í til- lögum ráðsins sé því haldið fram að „alfarið ætti að hætta með kirkju- ferðir á skólatíma“. Sú staðhæfing stenst ekki þar sem áfram er gert ráð fyrir vettvangsheimsóknum í kirkjur sem og húsnæði annarra trúfélaga sem hluta af kennslu í trúarbragðafræði samkvæmt gildandi aðalnámskrá. Varðandi aðkomu presta að sálrænum áföll- um og sorgarviðbrögðum kemur fram í tillögunni að ef kalla eigi til fagaðila frá trúar- og lífsskoðunar- félögum (t.d. presta) vegna áfalla í skólum, þá skuli það aðeins gert að höfðu samráði skólastjóra við for- eldra allra hluteigandi barna. Því er ekki verið að loka á aðkomu presta sem fagaðila að sálrænum áföllum eins og fram kemur í greininni. Einnig er tekið fram í grein sr. Báru að ekki þurfi að borga prest- inum sérstaklega fyrir áfallahjálp í skólum en þess þurfi hins vegar ef aðrir fagaðilar eru kallaðir til. Samkvæmt mínum upplýsingum eru prestar þjóðkirkjunnar opinber- ir starfsmenn og laun þeirra borg- uð úr samfélagslegum sjóðum. Hins vegar er það ríkið sem greiðir laun þeirra en ekki sveitarfélögin sem reka leik- og grunnskólanna. Í greininni er talað um að 90% foreldra barna í reykvískum skól- um séu kristin. Það er hins vegar þannig skv. upplýsingum frá Hag- stofu Íslands að um 70% foreldra reykvískra barna á grunnskólaaldri tilheyra þjóðkirkjunni eða öðrum kristnum söfnuðum. Sú staðreynd að meirihluti skólabarna sé krist- inn réttlætir hins vegar ekki að mínu mati að brjóta megi á réttind- um minnihluta barna í grunnskól- um Reykjavíkur. Það er hlutverk opinberra skóla að koma til móts við öll börn óháð trúar- og lífsskoð- unum þeirra eða foreldra þeirra. Það er því ekki þannig að réttindi meirihlutans vegi þyngra en rétt- indi minnihlutans þegar unnið er að ýmis konar mannréttindamál- um. Fram kemur í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir menntamála- ráðuneytið um trúarbragðafræðslu í leik- og grunnskólum á árinu að taka þurfi mið af og tryggja sjón- armið þeirra sem ekki aðhyllast sjónarmið meirihlutans í þessum efnum. Einnig er tekið fram í tillögunni að sígildir söngvar, dansar og leik- ir sem tengjast rótgrónum hátíð- um s.s. jólum haldi sessi í leik- og grunnskólum borgarinnar. Það er því ekki verið að stela jólunum frá reykvískum börnum eða hrófla við hefðbundnum jólaundirbúningi í skólum borgarinnar. Ekki er verið að „banna“ kirkjuheimsóknir t.d. fyrir jól í þeim tilgangi að taka þátt í helgihaldi heldur gengur til- lagan út á það að slíkar heimsókn- ir fari fram utan skólatíma. Þannig er það í öðrum sveitarfélögum, til að mynda Garðabæ, og hefur sam- kvæmt minni bestu vitund gefið góða raun. Þau rök að þau börn sem ekki fari í kirkjuheimsóknir „fái önnur verkefni á meðan“ eru umdeilan- leg. Í skýrslu starfshóps mennta- sviðs Reykjavíkurborgar um sam- starf kirkju og skóla frá árinu 2007 er t.d. tekið fram að forðast skuli aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum. Einnig kemur fram í lögfræðiáliti menntamálaráðuneyt- isins um trúarbragðafræðslu í leik- og grunnskólum að við kennslu ungra barna beri að varast aðstæð- ur þar sem börn eru tekin út úr hópnum. Þar kemur einnig fram að ef ekki væri verið að kenna trúar- brögð heldur kenna um trúarbrögð væri minna tilefni til að útiloka börn frá hópnum vegna trúar- og lífsskoðana þeirra eða foreldra þeirra. Þess má einnig geta að til- laga mannréttindaráðs er í öllum meginatriðum samstíga þeim leið- beinandi reglum sem þjóðkirkj- an setti sér um samskipti sín við leik- og grunnskóla frá árinu 2008. Það hlýtur að vera „besta þjónust- an við börnin“ í skólum borgarinn- ar að skapa skólasamfélag þar sem allir tilheyra og eru þátttakendur í starfinu sem hluti af heildinni, óháð trúarbrögðum. Tillaga mannréttindaráðs um skóla fyrir alla Mannréttindi Elín Sigurðardóttir fulltrúi VG í mannréttindaráði Reykjavíkur Hvað er stjórnmálamenning? Menning í stjórnmálum er fyrsta svarið og myndu margir segja það útúrsnúning. Þetta getur verið framkoma, hefðir, samstaða, ábyrgð, beiting hugmynda og hug- taka, uppeldi og ýmislegt annað. Okkur virðist skorta flest af þessu. Í stjórnmálum koma fram hags- munir stjórnmálamanna og þeirra sem þeim hafa fengið atkvæði sitt. Stjórnmál eiga að snúast um hug- myndir og hugtök og hvernig þeim er beitt. Þau koma óljóst fram hjá okkur og eru ekki til leiðsagnar eins og eðlilegt væri í heilbrigðu umhverfi stjórnmála. Það er líkt og stjórnmálamenn starfi lítið eftir hugmyndum heldur næstum eingöngu eftir hagsmunum. Þessi staðreynd hefur greinileg áhrif á umræðuhefðina sem er hefð átaka. Væru hugmyndir leiðarhnoða sem hægt væri að leiða sig eftir væru umræður um stjórnmál mun gagn- legri og til meiri upplýsingar en nú er. Umræðan hjá okkur fer fljótt að beinast að átökum, ekki að kryfja mál til mergjar heldur að finna höggstað á viðmæl- anda. Það virkar illa á áheyrendur sem skynja að slíkar umræður eru ekki til að leysa vanda. Annað sem við þurf- um að ala okkur upp í er að sýna ábyrgð og rækta traust. Þingmenn verða að vakna við þann vonda draum að rúm- lega sjö af hverjum hundrað bera traust til Alþingis. Hvaða vinnu- staður getur skellt skollaeyrum við slíku? Hvaða traust á stjórnmálaflokk- ur skilið sem gengur til samstarfs við stjórnarmyndun um eitt brýn- asta mál samfélagsins með því að lýsa því strax yfir að hann sé and- snúinn því? Hver er ábyrgðin sem hann gengst undir? Þetta brýtur gegn stjórnmálamenningu sem er heilbrigð, enda er nú að koma á daginn að flokkurinn hopar frá þeirri verklegu lausn sem hann hafði gengist undir. Ótrúlega lágt leggst Alþingi þegar þingmenn úr öllum flokkum nema einum bera fram tillögu um að sneiða hjá lögum sem það sama þing hefur áður samþykkt um viðræður við Evrópu- sambandið til að þjóna stundarhagsmunum. Slík framkoma í stjórnmálum hlýtur að teljast viðundur meðal annarra Evrópu- þjóða. Kannski eru þessir þingmenn að undirstrika að þeir eigi enga samleið með Evrópu. Getur nokk- ur heilbrigður einstakl- ingur borið traust til slíks þings? Við verðum að koma hér á festu og samkvæmni í þingstörfum og við setningu laga, Alþingi þarf líka eftirlitsstofnun á þessu sviði. Stjórnvöld starfa losaralega, stefna til lengri tíma er lítið á dagskrá. Starfshópar innan stjórnkerfis fá ekki erindisbréf, bóka ekki niður- stöður og skila ekki skýrslu um hver árangur hafi orðið. Í rann- sóknarskýrslu Alþingis er nefnt dæmi af ráðherranefnd sem vissi varla að hún væri til, hvað þá að hún gerði eitthvað. Fólk hefur ímugust á stjórnmála- flokkum og margir vilja losna við þá. Það yrði merki um hnignun. Við finnum engin betri tæki til að beita í stjórnmálum en flokka en þá má bæta. Mig grunar að félagsstarf innan flokkanna sé nú á dögum mun minna en var fyrir nokkr- um áratugum. Flokkarnir starf- ræktu þá stjórnmálaskóla sem líklega voru nær eingöngu flokks- skólar. Við þurfum uppeldisskóla í stjórnmálum þar sem kennt er að umgangast hugmyndir og hug- tök af skilningi og virðingu, þar sem menn læra hvar ábyrgð liggur og hvernig eigi að vinna og rækta traust á þessu sviði. Einnig hvernig stjórnmálamenn eiga að vinna með almenningi en ekki til að blekkja hann. Væntanlegt stjórnlagaþing gæti tekið þetta til umræðu og skil- að um það áliti til Alþingis. Hvað er stjórnmálamenning? Stjórnmál Haukur Sigurðsson sagnfræðingur Ef orku- eða veitufyrirtæki skil-ar eigendum sínum arði, jafn- gildir arðurinn þá skattlagningu á notendur? Þessi spurning var sett fram hér í blaðinu í gær og nið- urstaða skrifarans virtist vera að svo væri. Voru Hvergerðingar og Kópavogsbúar sérstaklega tiltekn- ir sem meint fórnarlömb Reykvík- inga í þessum efnum. Nú háttar svo til að Kópavogs- búar áttu hlut í Orkuveitu Reykja- víkur. Bæjaryfirvöld kusu að selja hann. Með því afsöluðu þau sér ábyrgð á tiltekinni þjónustu við íbúana og fengu í staðinn hundr- uð milljóna í bæjarsjóð til að reka leikskóla, bæta gönguleiðir eða sinna öðrum þjóðþrifaverkum í sveitarfélaginu. Bæjaryfirvöld í Hveragerði gerðu slíkt hið sama. Þau seldu OR hitaveituna sína, ekki síst til að tryggja íbúum verð á þjónustunni sem bæjarfélagið treysti sér ekki til að tryggja. Talsverðar fjár- hæðir runnu í bæjarsjóðinn og ábyrgðin á rekstrinum er Orkuveitu Reykja- víkur. Gjaldskrá fyrir sérleyfisþjón- ustu á borð við veiturnar er háð ströngum reglum og er undir eft- irliti stjórnvalda. Þau fylgjast með því að verð á þjónustunni sé í samræmi við kostnað eða fé sem í rekstrinum er bundið. Jafnframt er talið rétt að sá sem á veituna fái arð fyrir það að taka ábyrgð á að veita þjónustuna og vera með fjár- muni sína bundna í veitukerfum frekar en að vera t.d. með þá inni á banka. Sá arður má vera svipað- ur og vextir af ríkisskuldabréfum. Takmarkaður arður veitufyrir- tækja er ekki skattlagning heldur eðlilegt afgjald til eigenda fyrir að taka ábyrgð sem aðrir taka ekki. Um arð af veiturekstri Orkuveitan Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi Arður veitufyrir- tækja er ekki skatt- lagning heldur eðlilegt afgjald Tillaga mannrétt- indaráðs er í öllum meginatriðum samstíga þeim leiðbeinandi reglum sem þjóðkirkjan setti sér Fólk hefur ímugust á stjórnmála- flokkum og margir vilja losna við þá. Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 REYNSLUBOLTAR MEÐ RÍKA ÞJÓNUSTULUND HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1 KOMDU VIÐ Á NÆSTA HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI N1. VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR. · Hjólbarðaþjónusta fyrir alla bíla, stóra, smáa, gamla og nýja · Fagleg og skjót vinnubrögð · Hagstætt verð · Landsins mesta úrval af dekkjum og felgum · Á dekkjahótelum N1 býðst þér að geyma sumardekkin gegn vægu gjaldi · Bjóðum vaxtalaus lán til allt að 12 mánaða, aðeins 3% lántökugjald Kynntu þér nýja vefverslun með hjólbarða á www.n1.is N1 VEGAA ÐSTOÐ FYRIR REY KJAVÍK O G NÁGREN NI Hafðu sam band ef bí llinn bilar! Opið allan sólarhring inn, alla da ga. Sími 660 3 350 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.