Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 25

Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 25
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 25 Nú eru hópar í samfélaginu sem vilja draga úr samstarfi trú- félaga og skóla og ég tel ýmislegt sem hægt er að ræða í þeim hug- myndum. Það getur verið erfitt að vera barnið sem fær ekki að taka þátt þegar skólinn fer í heimsókn í kirkjuna eða þegar presturinn eða djákninn kemur í heimsókn í leik- skólann. Skólinn er ekki staður fyrir trú- boð. Trúboð á heima í kirkju en ekki í grunnskólum eða leikskólum. Um þetta er reyndar enginn ágreining- ur og mörkin hafa verið að skerpast undanfarin ár að frumkvæði þjóð- kirkjunnar. Ég skil þessa hópa því að mörgu leyti og mér finnst sitt- hvað gott í tillögum mannréttinda- ráðs en að sama skapi þykir mér sumt í tillögum þeirra bera vitni um þótta í garð kristni og þá sér- staklega þjóðkirkjunnar. En hvernig ætli hægt sé að vinna þetta svo að réttur barna sé tryggð- ur og að foreldrar séu sáttir? Hagsmunir barnanna hljóta allt- af að vera í fyrirrúmi. Ég efast ekki eitt augnablik um að skólar, leikskólar, öll trúar- og lífsskoð- unarfélög, íþróttafélög, skátar, tónlistarskólar og öll þau er vinna með börn vilji hag barna sem best- an. Margt kirkjunnar fólk hefur brugðist ókvæða við þessum til- lögum mannréttindaráðs sem hér um ræðir enda upplifa mörg okkar tóninn í tillögunum sem yfirlætis- legan. Reyndar veit ég ekki til þess að prestar séu hangandi á snerlin- um í grunnskólum landsins og vilji komast inn til þess að berja börnin í höfuðið með Nýja testamentinu. Ég kannast heldur ekki við að það sé raunin í leikskólunum. Það sem mér finnst skorta er samtal um þessi mál við trú- og lífsskoðunarfélög, skólastjórnend- ur og foreldra með það að mark- miði að komast sameiginlega að ásættanlegri lausn. En raunin er sú að Siðmennt er eina lífsskoðun- arfélagið sem kom að tillögugerð- inni. En hver veit nema það sem margir Íslendingar upplifa sem árás lítils hóps á kirkju og kristni sé það besta sem hefur komið fyrir kristni á Íslandi? Nú er fólk allt í einu farið að tala um trú á annarri hverri kaffistofu og í fjölskylduboðum og skrifa í blöðin og blogga um trúmál og kirkju. Það getur ekki verið annað en gott. Kannski þurftum við, kristið fólk á Íslandi, að láta vekja okkur af værum svefni vanans. Ég vona, trúi og bið þess að við þurfum ekki að óttast hugmyndir þessa hóps heldur verði þær ein- mitt til þess að styrkja trúfrelsi á Íslandi. Trúfrelsi er frelsi til trúar og trúleysis. Vonandi sprettur af þessu samtal sem kennir okkur að umgangast hvert annað af meiri virðingu hvaða lífsskoðun eða trú við höfum. Tölum saman af yfir- vegun og með velferð barnanna okkar í huga. Samræða þeirra hópa er málið varða er lykillinn að farsælli lausn. Vakin af værum svefni vanans Kirkja og skóli Guðrún Karlsdóttir prestur í Grafarvogssöfnuði SÝNING VERÐUR HELGINA 13. OG 14. NÓVEMBER. ÞAR MUNUM VIÐ KYNNA 2011 ÁRGERÐINA AF HOBBY HJÓLHÝSUNUM Á VERÐI SEM KEMUR Á ÓVART. Allir vagnarnir eru endurhannaðir að utan sem innan og hlaðnir nýjungum. Stórglæsilegar innréttingar, fyrirkomulag og tæki. Nýtt eldhús, nýr sérhannaður stór ísskápur, nýtt stjórnborð fyrir rafmagn og vatn. Opið laugardag 12 til 16 og sunnudag 13 til 17. Verið velkomin, það verður heitt á könnunni. VÍKURVERK - ALLT Í FERÐALAGIÐ. Góð fjárfesting! VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS FERÐUMST INNANLANDS. 2011 VERÐ FRÁ KR. 2.990.000,- AF NETINU Trú og trúleysi Tryggt skal í stjórnarskrá að stjórnvöld taki ekki ein trúar- brögð fram yfir önnur. Trú og trúleysi séu meðal þeirra mannréttinda sem njóti verndar í stjórnarskrá. Trúfrelsi er hluti af skoðanafrelsi og mannréttind- um. Tryggja þarf bæði rétt fólks til að iðka trú og hafa með sér samfélag um trú, viðurkenningu á mikilvægi hennar í lífi trúaðs fólks. Þar á meðal er viðurkenn- ing á helgisiðum, helgidögum og helgum stöðum. Blog.eyjan.is/fi a Soffía Sigurðardóttir Þjóðkirkja eða ríkis- kirkja? Íslenska þjóðkirkj- an er og verður þjóðkirkja í þeim skilningi að lung- inn úr íslensku þjóðinni tilheyrir henni og þykir vænt um kirkjuna sína. Að mínu viti á hin evangelíska lúterska kirkja ekki að vera ríkiskirkja enda hef ég talað fyrir aðskiln- aði ríkis og kirkju frá því fyrir fermingu. Kaus því að láta ferma mig í Óháða söfnuðinum sem er evangelísk lútersk kirkja utan þjóðkirkjunnar. Blog.eyjan.is/hallurm Hallur Magnússon Raunveruleg þrískipting Raunveruleg þrískipting ríkis- valds, lýðræði og jafnrétti eru lykill- inn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Draga þarf skýrari mörk milli framkvæmdar- valds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda í kosningum. Almenningur, þjóðin sjálf, þarf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hags- muni sína. Vísir.is Hjörtur Hjartarson Þjóðin kjósi framkvæmd- arvald Það er ekki óvar- legt að segja að framkvæmdarvald íslenska lýðveld- isins geri það sem það vill, setji sér sjálft þau lög og þær reglur sem það þarf að vinna eftir. Þessu þarf að breyta þannig að Alþingi fari eitt með löggjafarvaldið og setji ríkisstjórn þær leikreglur sem starfa á eftir. Til þess að skilin verði afgerandi tel ég að taka verði skipan fram- kvæmdarvalds frá Alþingi með þeim hætti að þjóðin kjósi höfuð framkvæmdarvaldsins. Visir.is Þór Gíslason

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.