Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 28
12. nóvember 2
Sýningin Grýlukerti verður opnuð á skörinni, Aðalstræti 10, í dag milli klukkan 16 og 18.
Á sýningunni má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum eftir Hrefnu Harðardóttur.
Sýningin stendur til 1. desember.
Skessan í hellinum býður til há-
tíðar í Reykjanesbæ um helgina
og tekur fagnandi á móti snudd-
um og öðru jólaskrauti.
Skessudagar er yfirskrift fjöl-
skylduhátíðar í Reykjanesbæ þar
sem Skessan í hellinum býður til
veislu. Fjóla tröllastelpa verður
Skessunni til halds og trausts á
laugardaginn klukkan 14.
Kveikt verður á jólaskreyting-
um í bænum og gefst fjölskyldum
skemmtilegt tækifæri til samveru
á hinum ýmsu stöðum í bænum.
Á dagskránni má nefna Lista-
leiðsögn fyrir börn kl. 15.00 á
laugardaginn, rauðhöfða í Duus-
húsum, dótadag í fjölskyldusund-
lauginni Vatnaveröld, Sæmund
fróða og þjóðsögur í þrívídd á
bókasafninu, andlitsmálun og
sköpun skemmtilegra listaverka í
Svarta pakkhúsinu. Einnig verður
skessumessa í Keflavíkurkirkju,
innileikjagarðurinn á Ásbrú verð-
ur opinn og fjölskyldan getur
púttað saman hjá Púttklúbbnum.
Nánar má sjá dagskrá á vefnum
www.skessan.is
Skessa býður til veislu
Skessan í hellinum er komin í jólaskap.
MYND/REYKJANESBÆR
TILBOÐ Á
WOLFORD
70 DEN SOKKABUXUM
VERÐ
KR. 3.990
LITUR: SVART
STÆRÐIR: S – XL.
SIGURBOGINN.IS
FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM
VETRARDAGAR
20%
AFSLÁTTUR
TILVALIÐ Í
JÓLAPAKKANN
OPIÐ MÁN-FÖS 11-18 OG LAUG 11-16
LAUGAVEGI 40
S. 553-1144
WWW.MINERVASHOP.IS
„Hér flæðir allt í smokkum,“ segir Jón Þór Þorleifs-
son hlæjandi þar sem hann stendur í ströngu við að
láta ljósmynda yfir hundrað fræga Íslendinga í Hug-
myndahúsi háskólanna niður á Granda. Tilefnið er end-
urvakning smokkaherferðarinnar „Smokkur má ekki
vera feimnismál“ frá 1986 sem margir kannast við.
Jón Þór og félagar hans Inga Dóra Pétursdóttir og
Frímann Sigurðsson stofnuðu fyrir nokkru félagasam-
tökin Smokkur – sjálfsögð skynsemi og fengu styrk frá
Reykjavíkurborg til að standa fyrir nýrri smokkaher-
ferð. „Það var alveg kominn tími á að vekja athygli á
þessu málefni,“ segir Jón Þór en benda má á að tíðni
klamydíu er há á Íslandi og sextán Íslendingar hafa
smitast af HIV það sem af er ári. „Þessi þróun er ugg-
vænleg og mikil þörf á að hvetja alla til þess að nota
smokkinn,“ segir Jón Þór.
Hin nýja herferð fer af stað í febrúar á næsta ári en
þá er aldarfjórðungur liðinn frá fyrstu herferðinni. Jón
Þór og félagar fengu í lið með sér Ástráð, Félag lækna-
nema og Íslensku auglýsingastofuna til að standa sem
best að verkefninu.
Fyrsta verkið hófst í gær og verður fram haldið í
dag, en hundrað frægir Íslendingar verða myndað-
ir með smokka fyrir nýtt plakat. Jón Þór segir lítið
vandamál að fá fólk til að taka þátt. „Allir tóku mjög
vel í þetta,“ segir hann glaðlega en hinir frægu voru
valdir af handahófi en margir þeirra voru líka á upp-
runalega plakatinu.
Meðan blaðamaður ræðir við Jón Þór er mikið um
að vera í kringum hann. „Anna Svava Knútsdóttir er í
myndatöku núna með smokk á nefinu, og svo er Auður
Jónsdóttir í sminki,“ segir Jón Þór en tíu stúlkur úr
förðunarskóla Snyrtiakademíunnar sjá um að farða
alla hundrað þátttakendurna á tveimur dögum.
solveig@frettabladid.is
Ekki feimin við smokka
Smokkaherferðin, Smokkur má ekki vera feimnismál, sem svo margir muna eftir frá 1986 verður endur-
vakin. Hundrað stjörnur voru myndaðar í gær og í dag fyrir nýtt plakat í sama stíl og það gamla.
Jón Þór var ánægður með gang mála. Hér fylgist hann með þegar Ari Matthíasson er myndaður með smokka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Eitt af þremur plakötum sem vöktu mikla athygli árið 1986