Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 28
 12. nóvember 2 Sýningin Grýlukerti verður opnuð á skörinni, Aðalstræti 10, í dag milli klukkan 16 og 18. Á sýningunni má sjá margnota leirverk, innblásin af grýlukertum eftir Hrefnu Harðardóttur. Sýningin stendur til 1. desember. Skessan í hellinum býður til há- tíðar í Reykjanesbæ um helgina og tekur fagnandi á móti snudd- um og öðru jólaskrauti. Skessudagar er yfirskrift fjöl- skylduhátíðar í Reykjanesbæ þar sem Skessan í hellinum býður til veislu. Fjóla tröllastelpa verður Skessunni til halds og trausts á laugardaginn klukkan 14. Kveikt verður á jólaskreyting- um í bænum og gefst fjölskyldum skemmtilegt tækifæri til samveru á hinum ýmsu stöðum í bænum. Á dagskránni má nefna Lista- leiðsögn fyrir börn kl. 15.00 á laugardaginn, rauðhöfða í Duus- húsum, dótadag í fjölskyldusund- lauginni Vatnaveröld, Sæmund fróða og þjóðsögur í þrívídd á bókasafninu, andlitsmálun og sköpun skemmtilegra listaverka í Svarta pakkhúsinu. Einnig verður skessumessa í Keflavíkurkirkju, innileikjagarðurinn á Ásbrú verð- ur opinn og fjölskyldan getur púttað saman hjá Púttklúbbnum. Nánar má sjá dagskrá á vefnum www.skessan.is Skessa býður til veislu Skessan í hellinum er komin í jólaskap. MYND/REYKJANESBÆR TILBOÐ Á WOLFORD 70 DEN SOKKABUXUM VERÐ KR. 3.990 LITUR: SVART STÆRÐIR: S – XL. SIGURBOGINN.IS FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM VETRARDAGAR 20% AFSLÁTTUR TILVALIÐ Í JÓLAPAKKANN OPIÐ MÁN-FÖS 11-18 OG LAUG 11-16 LAUGAVEGI 40 S. 553-1144 WWW.MINERVASHOP.IS „Hér flæðir allt í smokkum,“ segir Jón Þór Þorleifs- son hlæjandi þar sem hann stendur í ströngu við að láta ljósmynda yfir hundrað fræga Íslendinga í Hug- myndahúsi háskólanna niður á Granda. Tilefnið er end- urvakning smokkaherferðarinnar „Smokkur má ekki vera feimnismál“ frá 1986 sem margir kannast við. Jón Þór og félagar hans Inga Dóra Pétursdóttir og Frímann Sigurðsson stofnuðu fyrir nokkru félagasam- tökin Smokkur – sjálfsögð skynsemi og fengu styrk frá Reykjavíkurborg til að standa fyrir nýrri smokkaher- ferð. „Það var alveg kominn tími á að vekja athygli á þessu málefni,“ segir Jón Þór en benda má á að tíðni klamydíu er há á Íslandi og sextán Íslendingar hafa smitast af HIV það sem af er ári. „Þessi þróun er ugg- vænleg og mikil þörf á að hvetja alla til þess að nota smokkinn,“ segir Jón Þór. Hin nýja herferð fer af stað í febrúar á næsta ári en þá er aldarfjórðungur liðinn frá fyrstu herferðinni. Jón Þór og félagar fengu í lið með sér Ástráð, Félag lækna- nema og Íslensku auglýsingastofuna til að standa sem best að verkefninu. Fyrsta verkið hófst í gær og verður fram haldið í dag, en hundrað frægir Íslendingar verða myndað- ir með smokka fyrir nýtt plakat. Jón Þór segir lítið vandamál að fá fólk til að taka þátt. „Allir tóku mjög vel í þetta,“ segir hann glaðlega en hinir frægu voru valdir af handahófi en margir þeirra voru líka á upp- runalega plakatinu. Meðan blaðamaður ræðir við Jón Þór er mikið um að vera í kringum hann. „Anna Svava Knútsdóttir er í myndatöku núna með smokk á nefinu, og svo er Auður Jónsdóttir í sminki,“ segir Jón Þór en tíu stúlkur úr förðunarskóla Snyrtiakademíunnar sjá um að farða alla hundrað þátttakendurna á tveimur dögum. solveig@frettabladid.is Ekki feimin við smokka Smokkaherferðin, Smokkur má ekki vera feimnismál, sem svo margir muna eftir frá 1986 verður endur- vakin. Hundrað stjörnur voru myndaðar í gær og í dag fyrir nýtt plakat í sama stíl og það gamla. Jón Þór var ánægður með gang mála. Hér fylgist hann með þegar Ari Matthíasson er myndaður með smokka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eitt af þremur plakötum sem vöktu mikla athygli árið 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.