Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2010, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 12.11.2010, Qupperneq 30
 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR4 Eftir að Feneyjar urðu miðstöð viðskipta við Austurlönd, barst kaffi sjóleiðina þangað í síauknum mæli og urðu Feneyjabúar eðlilega þeir fyrstu til að nýta sér þennan einstaka drykk. Fyrsta kaffibúðin var opnuð í Feneyjum árið 1683 og í kjölfarið opnuðu fleiri búðir og kaffibarir víðs vegar um Ítalíu, í Tórínó, Genúa, Mílanó, Flórens, Róm og Napólí. www.kaffi.is Malað kaffi er best að geyma í frysti eða vel lokuðu íláti í kæliskáp. Þannig heldur kaffið bragðgæðum sínum og ferskleika. Best er þó að geyma baunirnar ómalaðar og mala þær rétt fyrir notkun. www.kaffitar.is Leikir í kaffiboðum eru ekki ýkja algengir en geta verið ótrúlega skemmtilegir og gert boðið fjör- ugt og öðruvísi. Gömlu góðu kaffiboðin standa alltaf fyrir sínu en gaman getur verið að reyna eitt- hvað alveg nýtt. S k e m m t i l e g nýbreytni er að fá hvern og einn gest í kaffiboð- inu til að rifja upp sínar fyrstu minningar af kaffi og kaffidrykkju og segja frá. Minn- ingarnar geta verið fyrstu kaffi- droparnir blandaðir í stóran bolla með mjólk hjá ömmu og vinkon- um hennar eða litlu kaffiboðin sem haldin voru með leikfanga- brúðurnar sem gesti. - jma Öðruvísi kaffiboð Margir eiga minningar um kaffiboð sem haldin voru fyrir brúður heimilisins. Ein leið til að hella upp á kaffi er að nota pressukönnu. Gott er að hita glerið á könnunni með heitu vatni áður en hellt er upp á. Hæfilegt magn er 4-5 skeið- ar í 8 bolla könnu. Sjóðið vatn og hellið yfir, gott er að hræra upp í kaffinu og láta standa í 3-4 mínútur áður en síunni er þrýst niður. Mælt er með grófmöluðu kaffi í pressukönnur. www.teogkaffi.is „Indíánar urðu fyrstir til að lesa um framtíðina í sínum kaffikrús- um, en kaffi teiknar vel upp mynd- ir í bolla vegna litar síns. Ég nota alltaf rótsterkt, íslenskt kaffi og svolítið neskaffi saman við því þá koma miklu skýrari myndir,“ segir spámiðillinn Erla Alexandersdótt- ir, sem byrjaði að spá í bolla um fermingaraldurinn. „Þetta byrjaði með fikti, en fljótt fór ég að taka eftir að ég þekkti fólkið í bollunum,“ segir Erla um spálestur sem fer þannig fram að blásið er í bollann eftir að drukkið er úr honum kaffi og bollinn svo settur á hvolf til þurrkunar. „Í bolla koma myndir af atburð- um, stöðum og fólki sem er löngu farið. Það er hvorki hugarburður né eitthvað sem ég get búið til því ég þekki ekki fólkið sem kemur til mín í spádómum. Margir trúa ekki því sem ég sé í bollunum en hringja aftur þegar þeir hafa spurst fyrir um þá sem birst hafa í bollanum og fengið staðfest hver það var,“ segir Erla og nefnir átakanlegt dæmi sem sýnir hversu löngu liðnir atburðir koma fram í boll- unum. „Þá birtist í bolla ókunnr- ar konu lítill drengur grátandi í fjöru og skip sem sigldi í burt. Ég skynjaði strax mikinn sársauka og sagði það konunni sem varð skrít- in á svip en sagði mér eftir spá- dóminn að fjölskylda hennar hefði farið til Vesturheims og þurft að skilja eftir dreng sökum fátæktar, átti ekki fyrir fargjaldi hans. Þetta reyndist vera afi hennar, sem svo átti að sækja seinna meir en varð aldrei úr vegna peningaleysis,“ segir Erla. Erla notar ávallt rjómalitaða kaffibolla til spálesturs. „Sjúkdóm- ar koma mjög skýrt fram í bolla og merkilegt að þeir sem fengið hafa eða eru með krabbamein fá hvíta bletti í bolla, sem eru ekki einu sinni hvítir í grunninn. Þá segi ég fólki alltaf eins og er, og nota meðfram tarotspil sem styðja und- antekningarlaust það sem bollinn segir. Því er greinilegt að fram- liðnir vilja segja okkur frá fram- tíðinni og að hægt er að koma til okkar boðum eftir dauðann.“ Erla vann um tíma hjá Sálar- rannsóknarfélagi Íslands og sá framliðna strax sem lítil stúlka í Mýrdalnum. „Ég var mjög hrædd við sýnir mínar sem barn og fékk seinna sannanir fyrir því sem ég sá í bókum af látnum sjómönn- um sem farist höfðu undan suður- ströndinni við Pétursey. Nú sé ég framliðna í kringum fólk og stund- um koma þeir látnu á undan og segja mér frá einhverju sem við- kemur þeim sem eru á leið til mín, en þá finnst mér heiðarlegast að segja viðkomandi frá því,“ segir Erla sem telur að allir geti lært að lesa í kaffibolla ef þeir bara leggja sig eftir því. „Í bollanum birtist líf okkar og þar má finna miklar upplýsing- ar sem lesa má eins og fréttablað ef fólk bara kann það,“ segir Erla sem upplifir mikla óvissu þeirra sem koma til hennar í spádóm nú. „Margir eru í óvissu vegna pen- ingaleysis eða í sárum vegna ásta- mála. Þá hvíla veikindi þungt á fólki, ekki síst þar sem börn eiga í hlut. Fólki líður hins vegar betur þegar það fer frá mér og mér finnst það fá einhverja hjálp í framhaldi, því það er eins og betur sé hugs- að um þetta fólk fyrir handan og meiri tenging verði milli lifandi og dáinna þegar þeir finna hve fólkið er leitandi.“ thordis@frettabladid.is Bollinn segir lífsins sögu Íslendingar þykja með dulrænni þjóðum sem frá alda öðli hafa sóst eftir að fá framtíð sína lesna af kunnáttufólki sem rýna kann í rúnir og ristur, spil og bolla. Erla Alexandersdóttir les ævi fólks úr kaffinu Uppþornaðir kaffitaumar skilja eftir sig myndir og tákn af fólki, atburðum og stöðum sem tengjast þeim sem úr bollanum drakk. Erla Alexandersdóttir, spámiðill og snyrtifræðingur, hefur spáð fyrir Íslendingum síðan hún var fjórtán ára. Hún segir kaffitauma í kaffibollum geyma mikilvægar upplýsingar um líf og tilveru allra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KAFFI kaffivélar – mest seldu sjálfvirku kaffivélarnar á Íslandi um árabil NÓVEMBER TILBOÐ Verð frá 69.990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.