Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 34
4 föstudagur 12. nóvember Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Makalaust skemmtanahald Í hugum flestra er ástarsamband eitthvað sem ríkir milli tveggja einstakl-inga. Tilfinningaleg og/eða kynferðisleg tengsl við annan en maka eru því túlkuð sem svik og getur slíkt leitt til sambandsslita. Skilgreiningin á því hvað telst til framhjáhalds er hins vegar ekki algild heldur einstakl- ingsbundin og eflaust nokkuð sem fá pör ræða. Samkvæmt rannsóknum virðist hægt að skipta framhjáhaldi í þrjá flokka: ástarsamband, tilfinningalegt samband og loks kynferðislegt sam- band. Brotin geta því verið misalvarleg og afleiðingarnar eftir því. Alvar- legasta brotið virðist vera þegar framhjáhaldið er bæði kynferðislegt og tilfinningalegt en síst þegar það er eingöngu tilfinningalegt. Í upphafi hjónabands virðast konur vera jafn líklegar körlum til að halda framhjá. Tölur benda þó til þess að þriðjungur karlmanna muni á einhverju stigi sambandsins halda framhjá, en einungis fimmtungur kvenna. Tegund framhjáhaldsins virðist rista misdjúpt hjá kynjunum. Ég tel að það sé svolítil einföldun að halda því fram að konur fyrirgefi frekar kynferðislegt samneyti en tilfinningalegt, og karlmenn öfugt. Hvert sem framhjáhaldið er telst það oftast sem svik við makann. Framhjáhald er frekar algengt fyrirbæri innan sambanda. Samkvæmt nýlegum rannsóknum fannst meirihluta gerenda ákveðnar aðstæður rétt- læta framhjáhald. Mér finnst þessar pælingar áhugaverðar í ljósi umræðu um framhjáhald í tengslum við vinnustaðateiti, sem færast jú í aukana fyrir jól. Margir telja framhjáhald loða frekar við ákveðnar starfsstéttir en aðrar. Þó virðist staðreyndin vera sú að þeir sem halda framhjá með vinnufélaga gera það af því þeir hafa tækifæri til þess, óháð því hversu hamingjusamir þeir eru í samböndum sínum. Sumir vinnustaðir hafa reynt að sporna við þessu með því að bjóða mökum einnig með í teitin. Slíkt mætir þó oft háværum mótmælum frá starfsmönnum sem segja að þá sé „ekkert gaman“. Ég þekki þetta persónulega því ég hef unnið á fjölda ólíkra vinnustaða og því orðið vitni að þessari umræðu í hvert sinn sem teiti er skipulagt. Þeir sem vilja makalausar skemmtanir segja makana ekki skilja vinnu- staðahúmorinn. Með öðrum orðum vill fólk fá að vera hömlulaust og ekki undir vökulu auga makans, sem telur ofan í það drykkina og spyr hver hinn og þessi sé. Þá er gengið út frá því að þögult samkomulag sé ríkjandi um að það sem gerist í vinnuteiti fari ekki út fyrir veggi vinnustaðarins. Í vinnunni getur fólk aðskilið heimili og starf og er gjarnan hvatt til að gera það, starfsmaðurinn er þá einstaklingur en ekki par. Ég aftur á móti hvet þig til að opna þessa umræðu með maka þínum og á vinnustaðnum. Verður jólahlaðborðið í ár makalaus skemmtun og hvað hefur það í för með sér? L istakonurnar Una Hlín Kristjánsdóttir, Harpa Einarsdóttir og Lína Rut voru heiðraðar á Listakvöldi Baileys á föstu- daginn fyrir viku. Konurnar þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði og hafa sett sitt mark á tískuna í dag. Margar góðar konur sóttu veisluna og fögnuðu með listakonunum líkt og sjá má á myndunum. - sm FLOTTAR ÍSLENSKAR LISTAKONUR HEIÐRAÐAR: Setja mark sitt á tískuna Heiðruðu listakonur Anna Gulla, Þórunn Sævarsdóttir og Íris Ósk Hjaltadóttir skemmtu sér vel í veislunni. Flottar konur Áróra, Auður Eiríksdóttir og Kristín sóttu veisluna. Góðar saman Þær Sigríður, Stefanía, Kristjana og Rebekka létu sig ekki vanta og heiðruðu listakonurnar með nærveru sinni. Góðir gestir Fríða, Kamilla og Ísold voru á meðal gesta. Heiðursgestir Listakonurnar samankomnar. Una Hlín Kristjánsdóttir, Harpa Einarsdóttir og Lína Rut voru heiðraðar fyrir störf sín. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 20 AF ÖLLUM VÖRUM f ö s t u d a g - s u n n u d a g s AFSLÁT TARDAGAR AFSLÁTTUR % I Smáralind S: 522-8380
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.