Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 41
Fiðruð fíkn (Feathered Cocaine)
Olíufurstarnir í Persaflóanum eru helteknir af veiðifálkum og borga
allt að einni milljón dollara fyrir góðan fugl. En það eru fleiri en
olíufurstarnir sem stunda fálkaveiðar: Osama Bin Laden er heltekinn
fálkaveiðimaður og notar fálkana til fjármögnunar Al-Qaeda.
Fálkasaga skyggnist inn í lokaðan heim sem örfáir aðilar í veröldinni
hafa haft aðgang að. Umhverfisvernd, heimspólitík og hryðjuverk
fléttast saman í þessari ótrúlegu sögu.
Þorkell og Örn Marinó hafa unnið að þessari mynd árum saman og ferðast víða um
heim. Myndin var frumsýnd á Tribeca kvikmyndahátíðinni í New York í vor og fór í
kjölfarið á Hot Docs heimildamyndahátíðina í Toronto. Hún vakti mikla athygli á
báðum stöðum og hefur hlotið umtalsverða umfjöllun fjölmiðla.
I'm Still Here: The Lost
Years of Joaquin Phoenix
Heimildarmyndin I'm Still Here: The Lost Year
of Joaquin Phoenix fjallar um árið 2009 í lífi
leikarans Joaquins Phoenix. Þetta var árið þar
sem hann hætti að leika og gerðist rappari.
Hann fór í sögulegt og stórfurðulegt viðtal við
David Letterman og réðst á áhorfenda á miðjum
tónleikum, sem hreifst ekki af rapphæfileikum
hans. Þetta var árið þar sem hann virtist hafa
misst vitið! Fjölmiðlar fylgdust með ósköpunum
af miklum áhuga og internetið logaði.
Voru Joaquin Phoenix og Casey Affleck að
gabba allan heiminn eða var þetta kannski
ein stór félagsfræðitilraun?
Inside Job
Inside Job fjallar á ítarlegan hátt um efnahags-
hrunið árið 2008, sem kostaði meira en 20
trilljónir Bandaríkjadala og olli því að milljónir
manna misstu vinnuna og heimili sín í verstu
niðursveiflu í efnahagskerfi heimsins síðan
kreppan mikla reið yfir á þriðja áratug síðustu
aldar. Myndin er byggð á ítarlegum rannsóknum
og viðtölum við aðila úr lykilstöðum í
fjármálalífi, stjórnmálalífi, fjölmiðlum og
háskólum heimsins.
Inside Job er einhver umtalaðasta mynd ársins
og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda. Meðal
þess sem sérstaklega er tekið fyrir í myndinni er
íslenska efnahagshrunið.
GasLand
GasLand fjallar um það hvernig olíuiðnaðurinn í
Bandaríkjunum hefur lagt heilu þorpin í rúst og
eyðilagt vatnsból þúsunda manna með borunum
eftir gasi undanfarin ár. Stjórnandinn, Josh Fox,
fór víða um Bandaríkin til að skoða hvernig
gasborunum væri háttað og hitti fyrir fólk sem
þjakað er af heilsufarsvandamálum vegna
mengunar vatnsbóla af völdum slíkra borana.
Í sumum tilfellum gat fólk kveikt í drykkjarvatni
sínu! Fox fór einnig til Washington og ræddi við
þingmenn og fólk í stjórnkerfinu um þetta
eldfima mál.
Myndin hlaut verðlaun dómnefndar á síðustu
Sundance hátíð og hefur að auki hlotið mörg
önnur verðlaun.
á Miði.is
OPNUNAR MYNDIN
2010 · 107 mín. · Bandaríkin · Josh Fox 2010 · 120 mín. · Bandaríkin · Charles Ferguson
2010 · 108 mín. · Bandaríkin · Casey Affleck
2010 · 79 mín. · Ísland · Þorkell S. Harðarson og Örn Marinó Arnarson
...............
...............