Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.11.2010, Blaðsíða 46
16 föstudagur 12. nóvember tíðin ✽ frostbitnar kinnar Á uppleið: Vetraríþrótt- ir. Nú ættu karlar, konur og börn að skott- ast niður í geymslu, draga fram skíðin eða snjóbrettin og koma þeim í stand fyrir veturinn. Fyrsti snjórinn er fallinn og því engin ástæða til annars en að trúa því að í vetur munum við geta stundað þess- ar íþróttir langt fram á vorið. Hjálpsemi. Þótt það sé hart í ári hjá mörgum ættu flestir að geta látið gott af sér leiða. Styðjið gott málefni, farið í gegnum fataskápinn og gefið gamlar flíkur til hjálparstofnana eða opnið dyrnar fyrir næsta mann. Það er gaman að gleðja aðra. Borðspil. Hóið vinum ykkar eða fjölskyldu saman til að spila á spil. Margir spila einungis á spil yfir jólahátíðina, en það má alveg halda þeirri iðju áfram allan árs- ins hring. Á niðurleið: Ökkla- sokkar. Stuttir sokk- ar sem verja mann ekki gegn kulda og blæstri eiga skilið frí. Nú er mál að klæðast þykkum, uppháum sokkum. Eftirhermur. Hollywood-maskínan er gjörn á að framleiða eigin útgáfur af vinsælum evrópskum og asískum kvikmyndum. Hvers vegna að horfa á útþynnta Hollywood-mynd þegar maður getur notið þess að horfa á upprunalegu myndina? Venjulegur bjór. Skiptið út þess- um venju- lega því nú er tími jólaöls- ins genginn í garð. Njót- ið á meðan þið getið. mælistikan KÁPA FYRIR VETURINN Brúnir lita- tónar hafa verið heitir í vetur og á þessi kápa upp á pallborðið hjá þeim sem hafa fallið fyrir þeim litum. Kápan fæst í Topshop á 24.990 krónur. ALDUR: 45 ára STARF: Pródúsent hjá RÚV HVAÐ ERTU BÚIN AÐ VERA LENGI Í VEIÐINNI? Ég veiddi sem lítil stelpa í Hraunsholtslæknum í Garðabæ. Þar var ég öllum stundum í barnæsku. Svo fyrir tólf árum fór ég aftur að stunda veiðar, og varð alveg helsýkt af fluguveiðibakt- eríunni, sem getur verið mjög skæð. AF HVERJU BYRJAÐIRÐU? Ég held að ég hafi bara veiðigenið í mér. Pabbi, bræður mínir og frændur veiddu allir, og mér fannst þetta bara spennandi. HVAÐ ER ÞAÐ BESTA VIÐ VEIÐINA? Það er náttúran, fuglasöngurinn og flór- an allt í kring. Auðvitað spilar inn í hin góða tilfinning sem fæst með því að sigrast á aðstæðum og fá fisk til þess að taka. ER ÞETTA DÝRT ÁHUGAMÁL? Þú getur valið hversu dýrt það verður. Það er auðvelt að stunda veiðar innan skyn- samlegs fjárhagsramma. Ragnheiður Thorsteinsson: Veiðidellan er bráðsmitandi DELLU kerling Á forsíðu nýjasta heftis hin vinsæla danska tímarits Femina má sjá fyrirsætu klæð- ast flík frá íslenska tískumerkinu Ander- sen & Lauth. Þetta er annað sinn á árinu sem blaðið er með fatnað frá Andersen & Lauth á sjálfri forsíðunni. Gunnar Hilmarsson hjá Andersen & Lauth segir merkið hafa fengið mikla umfjöllun og á þessu ári hefur fatnaður frá Andersen & Lauth verið notaður í yfir 200 tískuþætti í norrænum tímaritum. Hann segir forsíðu- mynd alltaf vekja mesta athygli og að margir skoði listann yfir hvaða hönnuðir séu á forsíðunni. „Í þessu tilfelli rigndi inn fyrirspurnum á drefingaraðila okkar í Danmörku eftir að blaðið kom út. Inni í blaðinu eru betri myndir af peysunni, sem er áberandi og með fallegu bróderíi,“ segir Gunnar, en peysan er nú uppseld víðast hvar. Flík frá Andersen & Lauth prýddi forsíðu Fem- inu fyrr í sumar. Auk þess klæddist nýkjörin Ungfrú Frakkland kjól frá merkinu á forsíðu FHM í sumar. „Við höfum verið það lánsöm að tímarit á borð við Marie Claire, Vogue, For Him, Elle, Cosmopolitan, Costume, Eurowoman og Grazia hafa birt flíkur frá okkur á síðum sínum,“ segir Gunnar að lokum. - sm ANDERSEN & LAUTH ER VINSÆLT VÍÐA UM HEIM: PRÝÐIR SÍÐUR FRÆGRA TÍSKUTÍMARITA Forsíðuhönnun Flíkur frá Andersen & Lauth hafa tvisvar prýtt forsíðu Femina á þessu ári og telst það góður árangur. Gunnar Hilmarsson, annar eigenda merkisins, segir mikið lán hvað flíkurnar hafa birst víða. Sérblaðið Matur Kemur út laugardaginn 13. nóvember 2010 Auglýsendur vinsamlegast hafið samband Sigríður Hallgrímsdóttir • sigridurh@365.is • 512 5432 Benedikt Freyr • benediktj@365.is • 512 5411
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.