Fréttablaðið - 12.11.2010, Side 48
18 föstudagur 12. nóvember
LILJA INGIBJARGARDÓTTIR,
24 ÁRA
Námsmaður og fyrirsæta.
Lilja býr í gamla bænum í Hafnarfirði, sem hún lýsir sem rólegu og sætu
hverfi. Hún ólst þó ekki upp í Hafnarfirði heldur í Vesturbæ Reykjavíkur
og Laugarneshverfinu. Lilja hefur einnig búið mikið erlendis og þá helst
í Bandaríkjunum, þar sem hún starfaði meðal annars sem fyrirsæta.
Að sögn Lilju hefur hana lengi dreymt um að vinna í sjónvarpi og stýra
skemmtilegum og fræðandi þætti. Sá draumur verður að veruleika í
vetur og hefur vonandi fleiri góð tækifæri í för með sér.
GAMLAR ÁSTFANGNAR STYTTUR.
Mamma mín gaf foreldrum sínum þess-
ar styttur og þegar þau dóu þá gaf hún
mér þær. Mér þykir óendanlega vænt
um þær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LUKKUTRÖLLASAFNIÐ FRÁ ÆSKUÁRUNUM. Ég byrjaði að safna lukkutröll-
um þegar ég var lítil og núna á ég tuttugu lukkutröll af öllum stærðum og gerðum.
Hef alltaf ætlað að gefa frænkum mínum þetta en hef ekki fengið mig í það. Ætli
ég gefi ekki dóttur minni safnið þegar hún kemur í heiminn í nánustu framtíð.
KODDINN MINN. Ég er búin að eiga
þennan kodda síðan ég var eins árs.
Ég fæ mig ekki til að henda honum
eða kaupa nýjan. Ég sef líka best með
þennan kodda og veit hvernig hann fer
hausnum á mér best.
MYND AF FLATIRON-BYGGING-
UNNI Ég keypti þessa mynd af lista-
manni á Union Square í New York
þegar ég átti heima þar. Þetta er uppá-
halds byggingin mín í þessari borg.
MYNDAVÉLIN MÍN. Hefur tekið
myndir af ævintýrum mínum allt frá
New York, LA, Mílanó og fleiri stöðum
auk þess að fanga frábær augnablik
með fjölskyldu og vinum. Ég týndi líka
myndavélinni á Þjóðhátíð 2009 en fékk
hana til baka því ég merkti hana.
SKARTGRIPASKRÍN Móðir fyrrverandi
kærasta míns gaf mér þetta skartgripa-
skrín því hún sagði að ég þyrfti eitt-
hvað fallegt utan um skartgripina mína
á ferðalögum svo þeir myndu ekki eyði-
leggjast.
BELTI ÚR SPÚTNIK Ég keypti þetta
belti í Spútnik þegar ég var um átján
ára og hef átt það síðan. Það gengur
við bókstaflega allt.
SÓLGLERAUGU Keypti þau á 5 dollara í New York fyrir tveimur árum og hef átt
þau ósködduð síðan. Finnst þau rosa flott og þægilegt, ef maður er ómálaður og
þarf að hlaupa út, að skella þeim á sig.
SLÉTTUJÁRN Ég nota sléttujárn voða
mikið. Ég er ekki sú besta að búa til
einhverjar glamúrgreiðslur í hárið á mér
og því gríp ég bara í sléttujárnið og
slétti yfir hárið á mér.
LEGGINGS Mér finnst ótrúlega þægi-
legt að ganga í leggings. Ég á semi-
glans leggings sem ég held mikið upp
á og er búin að eiga í tvö ár. Ég vona að
ég eigi eftir að eiga þær mikið lengur og
þær detti aldrei úr tísku.
TOPP
10
20% AFSLÁTTUR
ALLA HELGINA
Gildir frá föstudegi til sunnudags. Jane Norman Smáralind. Sími: 522-8350