Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 52
12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Fairtrade
kaffi fæst
hjá okkur
Fairtrade stendur fyrir sanngjörn
viðskipti. Markmiðið er sjálfbærni
fátækra kaffibænda í þróunar-
löndum, sem geta ekki verslað beint
með sína vöru og geta því ekki samið
um sanngjarnt kaupverð. Fairtrade
gerir þeim kleift að lifa af ræktuninni
án þess að verða háðir erlendri
hjálparstarfsemi. Við erum stolt af því
að styðja við þetta málefni.
Te & Kaffi er eina
framleiðslufyrirtækið á
Íslandi sem hefur leyfi til
að framleiða Fairtrade
vottað kaffi. Það fæst í
öllum verslunum og
kaffihúsum okkar.
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
02
53
9
100% ARABICA SLOW ROAST
veljum
íslenskt
gæðakaffi
frá 1984
www.teogkaffi.is
Verslanir og kaffihús
Laugavegi 27, Kringlunni, Smáralind -
Eymundsson Akureyri, Austurstræti og
Skólavörðustíg - Grandagarði
Te og Kaffi – Stapahrauni 4
220 Hafnarfirði – Sími 555 1910
www.fairtrade.net
„Þegar ég heyrði að fólk væri
að selja eldfjallaösku í litlum til-
raunaglösum fannst mér það frek-
ar hallærislegt og hugsaði með
mér: Bíddu við, er þetta það eina
sem hægt er að selja til minning-
ar um eldgosið? Svo fann ég litað
hlýraroð í Hvítlist og um leið sá
ég eldgosið fyrir mér. Útkoman er
þessi,“ segir Sigurveig Eysteins
hönnuður og sýnir te- og kaffi-
hettur úr hlýraroði og ull. „Eld-
gosið heldur kaffinu og teinu heitu,
sjáðu til,“ bætir hún við.
Sigurveig hefur notalega vinnu-
stofu í gömlum beitningaskúr við
Hafnarfjarðarhöfn. „Ég er hér í gef-
andi umhverfi innan um beitninga-
karla, arkitekta og annað listafólk,“
segir hún. Margt fallegt og forvitni-
legt er í kringum hana í skúrnum
því auk te- og kaffihettanna hannar
hún skartgripi og selur undir
merkinu Sivva design, sem er
sameiginlegt hönnunarmerki
hennar og nöfnu hennar Björns-
dóttur fatahönnuðar.
„Ég er alltaf að gera eitthvað
nýtt,“ segir Sigurveig og bendir á
jólaskraut úr laxaroði, handprjón-
uð armbönd úr garni og hrauni og
litlar grafíkmyndir sem hún lærði
að búa til í háskóla í Bretlandi.
Vörurnar selur hún í vinnustof-
unni sinni og eins er hún á Face-
book undir sivvadesign.
gun@frettabladid.is
Eldgosahetturnar tryggja að teið
og kaffið haldist heitt
Eitt af því jákvæða sem eldgosið í Eyjafjallajökli leiddi af sér er innblástur sem það veitti íslenskum
hönnuðum. Sigurveig Eysteins hóf til dæmis að búa til eldfjallahettur sem halda tei og kaffi heitu.
„Svo fann ég litað hlýraroð í Hvítlist og um leið sá ég eldgosið fyrir mér,“ segir Sigurveig Eysteins um hugmyndina bak við kaffi- og tehetturnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kaffi skilur eftir leiðinlega bletti
í fötum og á húsgögnum ef
óvarlega er farið með bollann.
Kaffidrykkja er þó svo stór hluti
af okkar daglegu rútínu að kaffi-
blettir eru algengir.
Leiðbeiningastöð heimilanna segir
best að ná blettum úr fatnaði sem
allra fyrst eftir að hellist niður.
Ef efnið nær að drekka efnið í sig
þornar bletturinn inn í efnið og
erfiðara verður að ná honum úr.
Á netinu er víða að finna húsráð
við hreinsun kaffibletta, eftirfar-
andi ráð koma úr ýmsum áttum.
Þegar kaffi hellist niður skal
koma flíkinni strax undir kalda
vatnsbunu. Láta renna vel á blett-
inn og nudda létt. Gamla kaffi-
bletti er betra að þvo í heitu vatni
og nota uppþvottalög á blettinn.
Uppþvottalögurinn er þá borinn
í blettinn og látinn liggja í 4 til 6
klukkustundir. Að því loknu skal
flíkin þvegin eftir þvottaleiðbein-
ingum. Ef bletturinn næst enn ekki
úr má reyna að bera glýserin eða
grænsápu á blettinn og láta bíða í
allt að tíu klukkustundir. Flíkin er
síðan þvegin samkvæmt þvotta-
leiðbeiningum.
Ráðlegra er að skoða vel þvotta-
leiðbeiningar fyrir flík áður en
sterk blettahreinsiefni eru notuð.
- rat
Hvimleiðir kaffiblettir
Kaffi drekkum við mörg á hverjum degi. Því er ekki óalgengt að við hellum því niður
á okkur.
Kahlúa er þungur og bragðmik-
ill mexíkóskur kaffilíkjör með sterkum
kaffikeimi. Drykkurinn inniheldur vín-
anda og er vinsæll í ýmsa kóladrykki og
kokkteila, svo sem Hvítan Rússa, Svartan
Rússa, B-52 shooter og Brave Bull.
www.visindavefurinn.is