Fréttablaðið - 12.11.2010, Qupperneq 58
12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR30
timamot@frettabladid.is
„Við höldum upp á fimmtíu ára afmælið í dag og bjóðum
foreldrum í morgunkaffi hingað í leikskólann til okkar.
Milli klukkan 14 og 17 verður svo opið hús fyrir vini og
velunnara Hagaborgar,“ segir Sigríður Sigurðardóttir,
leikskólastjóri á Hagaborg. „Gestir geta litið við og þegið
kaffi og kökur og skoðað sig um. Krakkarnir hafa skreytt
húsið og eru vel með á nótunum að leikskólinn þeirra eigi
afmæli.“
Hagaborg er einn af eldri leikskólum Reykjavíkurborg-
ar en húsið var byggt af Barnavinafélaginu Sumargjöf
sem setti þar á stofn fjögurra deilda dagheimili árið 1960.
Húsið er á tveimur hæðum og fyrstu árin var dagheimilið
einungis til húsa á neðri hæðinni. Efri hæð hússins hýsti
ýmis konar starfsemi sem tengdist þó börnum og málefn-
um barna á einhvern hátt. Sumargjöf hafði þar funda-
aðstöðu og skrifstofur og um tíma var ljósastofa Hvíta
bandsins einnig á efri hæðinni. Einnig var íbúð fyrir for-
stöðukonu dagheimilisins, þá voru skrifstofur Dagvistar
barna þar um tíma og einnig rekið skóladagheimili fyrir
Melaskóla.
Reykjavíkurborg keypti húsið af Sumargjöf árið 1996 og
fékk leikskólinn allt húsið til umráða árið 2000.
„Í dag er 101 barn hér á leikskólanum á fimm deildum.
Börnunum hefur bæði fækkað og fjölgað gegnum árin en
þegar ég byrjaði hér árið 1981 voru hér 68 börn,“ segir
Sigríður sem tók við starfi leikskólastjóra árið 1996.
„Það er mjög gott að vinna í þessu húsi en við erum
til dæmis með góðan íþróttasal á efri hæðinni. Í starfinu
leggjum við því áherslu á hreyfingu en auk þess eru mynd-
list og málörvun stórir þættir í starfinu. Það er þó númer
eitt að hafa gaman hér á Hagaborg.“ heida@frettabladid.is
LEIKSKÓLINN HAGABORG: FAGNAR
FIMMTÍU ÁRUM
Einn af elstu
leikskólunum
NÚMER EITT AÐ HAFA GAMAN Sigríður Sigurðardóttir, leikskólastjóri
Hagaborgar, með hópi barna en leikskólinn fagnar fimmtíu ára starfs-
afmæli í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON rithöfundur lést þennan dag árið 1974, 85 ára að aldri.
„Mér fannst ég mundi verða afskaplega vitur, ef ég hefði tíma til að sitja nógu
lengi í Hlíðinni aleinn. En ég var alltaf að flýta mér og missti af viskunni.“
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samhug og hlýju við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
Eybjargar Sigurðardóttur
Hagamel 30.
Þorvaldur Geirsson
Helga Guðjónsdóttir
Lovísa Geirsdóttir
Valgerður Geirsdóttir Viktor Arnar Ingólfsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jónína Guðrún
Andrésdóttir
Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn
10. nóvember sl. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Áslaug Ásmundsdóttir Gunnlaugur S. Gíslason
Ásdís H. Ásmundsdóttir Bergur J. Hjaltalín
Andrés Ásmundsson Erna D. Stefánsdóttir
Rúnar Þór Halldórsson Hrafnhildur Þórðardóttir
Gunnar Þór Halldórsson Inga Dóra Ingvadóttir
Halldór Örn Rúnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, stjúpmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hrefna Sveinsdóttir
frá Vík í Mýrdal,
Sóltúni 30, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
9. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju,
23. nóvember kl. 15.00.
Elsa Þorsteinsdóttir Axel Bryde
Sveinn Hrólfsson
Daði Hrólfsson Debora Turang
Arnar Þór Hrólfsson
Andri Hrólfsson Sunna Karlsdóttir
Ingólfur Hrólfsson Hanna Jónsdóttir
Gunnhildur Hrólfsdóttir Finnur Eiríksson
Bryndís Hrólfsdóttir Engilbert Gíslason
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri,
Garðar Skúlason
flugstjóri, Lúxemborg,
andaðist á Landspítala Háskólasjúkrahúsi við
Hringbraut að morgni fimmtudagsins 4. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
15. nóvember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Kristinsdóttir
Elísabet Eir Garðarsdóttir
Dagný Eyjólfsdóttir
Freyja Rut Garðarsdóttir
Alexandra Garðarsdóttir
Gísli Skúlason.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu
minnar, móður, systur, ömmu og
langömmu,
Vigdísar Dagmarar
Filippusdóttur
Bjarmalandi 14, Sandgerði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Karl Þorbergsson.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Jónsson
píanóleikari, Vatnsnesvegi 29, Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi,
fimmtudaginn 11. nóvember.
Ingibjörg Þorbergs
Auður Eir Guðmundsdóttir Helgi Gestsson
Guðmundur K. Guðmundsson Vigdís Sigtryggsdóttir
Helga K. Guðmundsdóttir Stefán Sigurðsson
Þórdís Guðmundsdóttir Sigurður V. Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður, ömmu, systur og
tengdadóttur,
Sigríðar Kristínar
Sigtryggsdóttur
Brekatúni 3, Akureyri.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heimahlynningar
á Akureyri, starfsfólk lyfjadeildar 2 á FSA og
Rebekkustúkan Auður.
Guðmundur Stefán Svanlaugsson
Birgir Haraldsson Inga Benetyte
Sigríður Kristín Benetyte og María Elvyra Benetyte
Guðmundur Guðmundsson Sæunn Valdís Kristinsdóttir
Ragnar Ólafur og Kapitola Kristín
Anna Freyja Guðmundsdóttir
Róshildur Sigtryggsdóttir Margrét Sigtryggsdóttir
Anna Freyja Guðmundsdóttir
Elskuleg eiginkona mín,móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Elsa Petra Björnsdóttir
Skálarhlíð, Siglufirði,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 13.
nóvember kl. 14.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélagið Von.
Ingimar H. Þorláksson
Erla Hafdís Ingimarsdóttir Konráð Karl Baldvinsson
Guðfinna Sigríður Ingimarsdóttir
Þórdís Petra Ingimarsdóttir Ragnar Ragnarsson
Jóhanna Ingimarsdóttir Sveinn Einarsson
Sólrún Ingimarsdóttir Oddur Óskarsson
Björn Þór Ingimarsson Lukrecija Bokan Daníelsdóttir
Birgir Ingimarsson Pálína Kristinsdóttir
Bylgja Ingimarsdóttir Guðbrandur Skúlason
Rakel Björnsdóttir Thomas Fleckenstein
Baldvin Kristjánsson Jóna Heiðdal.
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
Ásu Sólveigar
Þorsteinsdóttur
María Guðmundsdóttir Guðmundur Valur Sævarsson
Áslaug Guðmundsdóttir
Guðlaugur Guðmundsson Þórey Birgisdóttir
MOSAIK