Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 62

Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 62
34 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR34 menning@frettabladid.is Fyrsta yfirlitssýning á verkum Karls Kvaran list- málara síðan árið 1986 verður opnuð á fæðingar- degi listamannsins í næstu viku. Karl skildi eftir sig mikið og merkilegt ævi- starf, segir Ásdís Ólafsdótt- ir sýningarstjóri. „Karl var tvímælalaust einn af fremstu listamönnum Íslendinga á 20. öld. Hann var óvenju afkasta- mikill og skildi eftir sig mikið og merkilegt ævistarf,“ segir Ásdís Ólafsdóttir sýningarstjóri yfir- litssýningar um listmálarann Karl Kvaran sem opnuð verður í Listasafni Íslands í næstu viku. Í aðdraganda sýningarinnar voru öll verk Karls sem vitað var um, bæði í opinberri eigu og einkaeigu, skráð og spannar skráin um 500 verk. Þessar upplýsingar voru ómetan- legar segir Ásdís þegar farið var að huga að yfirlitssýningunni. „Úr þessum verkum valdi ég rúmlega 80 verk, bæði olíu- og gvassmyndir, teikningar, blek- myndir og fleira. Ég reyni að gefa góða mynd af ferli hans, en það sem ég gekk út frá þegar ég var að vinna sýninguna voru þessi syrpukenndu vinnubrögð sem hann ástundaði. Hann var maður sem gekk alla leið, vann kannski að sama mótíf- inu árum saman þannig að ég set saman verk frá mismunandi tímum sem hafa þó sama mótíf.“ Dæmi um stef sem Karl vann með eru hringform, brotnir hring- ir, slengjur og línur. „Hann var flinkur teiknari og línan var mjög mikilvæg í verkum hans. Á sýn- ingunni eru bæði fígúratíf verk og abstrakt þannig að þróunin sést vel. En þó að hann málaði aðallega óhlutbundin verk þá vann hann alltaf einhver hlutbundin verk meðfram.“ Ásdís segir sérstöðu Karls liggja í því að hann hafi haldið sig við abstraktlistina allar götur frá því að hann hóf að mála abstrakt árið 1952. „Hann fór alla leið með abstrakt- listina og byggði upp sérstak- an og auðþekkjanlegan stíl. Karl var mjög einlægur og heill lista- maður þannig að þetta eru mjög djúp verk. Að sumum vann hann árum saman en hann var mjög kröfuharður. Hans sérstaða ligg- ur kannski í því að hann er ekki með mikið af náttúruvísunum í sínum verkum heldur gengur út frá forminu, litunum og mynd- fletinum, þannig var hann mjög huglægur listamaður. Hann var og mjög ljóðrænn sem er kannski áhugaverð þversögn.“ Karl lést árið 1989, 65 ára gam- all. Ásdís segir að verk hans séu á mjög háum stalli í íslenskri lista- sögu í dag og væntanlega muni sýningin og útgáfan í kringum hana kynna hann enn frekar fyrir listunnendum. „Verkin höfða til dæmis mjög til ungs fólks, bæði hin sterka formbygging og lita- notkunin sem virkar nútímaleg. Karl var mikill meistari í notkun lita og tefldi oft andstæðum litum saman af mikilli kunnáttu.“ Sýningin opnar í næstu viku, 17. nóvember sem var fæðingardagur Karls. sigridur@frettabladid.is Einlægur og heill listamaður ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR Sýningarstjóri yfirlitsverka um Karl Kvaran er meðal höfunda bókar um listamanninn sem gefin verður út í tilefni sýningarinnar í Listasafni íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MEISTARI LÍNUNNAR Karl Kvaran mark- aði djúp spor með rökrænni afstöðu sinni til þróunar íslenskrar abstraktlistar. Karl Kvaran fæddist á Borðeyri við Hrútafjörð árið 1924. Eftir nám við einkaskóla Mar teins Guðmundssonar og Björns Björnssonar, 1939-1940, og einkaskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar, 1941-1942, stundaði hann nám við Handíða- og myndlistaskólann 1942-1945, Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn og einkaskóla Peters Rostrup Bøyesen, 1945- 1948. Á sýningu Listasafns Íslands gefur að líta 53 olíumálverk eftir Karl auk teikninga, gvassmynda og samklippa. Samtals 84 verk í sölum I og II í safninu. Sýningarstjóri er Ásdís Ólafs- dóttir listfræðingur. Sýninganefnd ásamt Ásdísi skipa Sigríður Melrós Ólafsdóttir, deildarstjóri sýningadeildar LÍ, og Halldór Björn Runólfsson safnstjóri. Samhliða sýningunni kemur út vegleg bók um Karl Kvaran prýdd fjölda mynda af verkum lista- mannsins. Einnig verða plakat, gjafakort, skissubók og bókamerki til sölu í Safnbúð Listasafnsins með myndum af verkum Karls Kvaran. NAM Í REYKJAVÍK OG KAUPMANNAHÖFN Sýningar í fullum gangi Strandgata 11, Hafnarfjörður l Sími 512 3777 l www.kailash.is Kailash er ný verslun á Strandgötu 11 í Hafnarf sem sérhæfir sig í andle vörum frá Tíbet og Nep Verslunin selur meðal a Buddhastyttur, talnabön skartgripi, reykelsi, pon og margt fleira. Verið velkomin og að sjálfsögðu er alltaf heit á tekatlinum. Verslunin er opin virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-14 Sirkus Sóley Sigríður Guðnadóttir Sirkus Ísland NÆSTA VIKA: Nánar á www.tjarnarbio.isUnglist Hjaltalín 18.NÓV. 5.-13.NÓV. FORSÝNING 16.NÓV. 19.-20.NÓV. FRUMSÝNING 17.NÓV.Mojito Nýtt leikverk eftir Jón Atla TÓNLEIKAR ÚTGÁFUTÓNL. SUNNUDAGAR ERU FJÖL- SKYLDUDAGAR Miðasalan er opin virka daga frá kl. 13-15 Sími: 527 2100 www.tjarnarbio.is Tjarnargötu 12 - 101 Reykjavík SUN 14.NÓV. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. STEFNUMÓT VIÐ PÉTUR Leitast verður við að veita innsýn i líf og feril Péturs Gunnarssonar rithöfundar á ritþingi sem haldi verður í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun frá kl. 13.30 til 16.00. Stjórnandi er Torfi H. Tulinius en spyrlar Kristján Kristjánsson og Soffía Auður Birgisdóttir. Valgeir Guðjónsson flytur lög við texta Péturs.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.