Fréttablaðið - 12.11.2010, Page 74
46 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
SUND Árni Már Árnason er að
gera góða hluti með háskólaliði
Old Dominion í Bandaríkjunum
þar sem hann stundar nú nám.
Árni Már var á dögunum val-
inn sundmaður vikunnar í CAA-
deildinni og er þetta í annað
skiptið á þessu tímabili þar sem
Árni Már hlýtur þessa viður-
kenningu en hann fékk einnig
sömu viðurkenningu í október-
mánuði.
Árni Már hjálpaði Old Dom-
inion til að vinna sigra á Coll-
ege of Charleston og William
& Mary um síðustu helgi. Árni
náði þá fimmta besta tímanum
í sögu skólans í 200 metra fjór-
sundi og áttunda besta tímanum í
200 metra skriðsundi. Árni vann
einnig 100 metra skriðsund auk
þess að hjálpa boðsundliði skól-
ans til að vinna gull í tveimur
greinum. - óój
Árni Már í Old Dominion:
Besti sundmað-
ur vikunnar
ÁRNI MÁR ÁRNASON Stendura sig vel í
Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
N1 deild karla í handbolta
Akureyri – Selfoss 34-29 (15-13)
Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (11),
Geir Guðmundsson 8 (11), Oddur Gretarsson
5 (8), Guðlaugur Arnarsson 4 (5), Guðmundur
Hólmar Helgason 4 (9), Hörður Fannar Sigþórs
son 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24 (53, 45%),
Stefán Guðnason 1 (2, 50%).
Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Heimir, Guðmund
ur, Guðlaugur, Bjarni).
Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur 2, Oddur 2, Geir).
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson
8/2 (17), Guðjón F. Drengsson 7 (8), Árni
Steinþórsson 4 (6), Einar Héðinsson 3 (5), Atli
Kristinsson 3 (10), Ómar Helgason 1 (1), Gunnar
Ingi Jónsson 1 (2), Helgi Héðinsson 1 (4),Eyþór
Lárusson 0 (3).
Varin skot: Birkir Bragason 12 (52, 30%,
14), Helgi Hlynsson 0 (6, 0%)
Hraðaupphlaup: 4 (Guðjón 3, Árni).
Fiskuð víti: 3 (Ragnar 2, Einar).
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
HK - Haukar 36 - 34 (20 - 13)
Mörk HK (skot): Bjarki Már Elíasson 11/1 (14/2),
Daníel Berg Grétarsson 9 (13), Atli Ævar Ingólfs
son 6 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 6/2 (9/2),
Hörður Másson 2 (3), Sigurjón F. Björnsson 1 (2),
Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2).
Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14/1 (48/5,
29%).
Hraðaupphlaup: 6 (Bjarki Már 4, Atli Ævar 2).
Fiskuð víti: 4 (Sigurjón F. 2, Atli Ævar 1, Daníel
Berg 1).
Utan vallar: 10 mínútur.
Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson
9 (19), Þórður Rafn Guðmundsson 7/2 (14/3),
Guðmundur Árni Ólafsson 6/2 (10/2), Heimir Óli
Heimisson 4 (5), Stefán Rafn Sigurmannsson 4
(6), Gísli Jón Þórisson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 1
(1), Einar Pétur Pétursson 1 (1).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (31, 29%),
Aron Rafn Eðvarðsson 4/1 (18/4, 22%).
Hraðaupphlaup: 1 (Stefán Rafn 1).
Fiskuð víti: 5 (Guðmundur Árni 2, Heimir Óli 2,
Björgvin Þór 1).
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Svavar Pétursson og Jónas Elíasson.
Fram-Afturelding 34-27 (17-13)
Mörk Fram: Haraldur Þorvarðarson 9, Jóhann
Gunnar Einarsson 7, Andri Berg Haraldsson
6, Kristján Svan Kristjánsson 4, Einar Rafn
Eiðsson 3, Róbert Aron Hostert 2, Halldór Jóhann
Sigfússon 1, Matthías Daðason 1, Arnar Birkir
Hálfdánsson 1.
Mörk Aftureldingar: Eyþór Vestmann 8, Bjarni
Aron Þórðarson 8, Pétur Júníusson 3, Arnar Freyr
Theodórsson 2, Jón Andri Helgason 2, Daníel
Jónsson 1, Aron Gylfason 1, Jóhann Jóhannsson 1,
Þorkell Guðbrandsson 1.
STAÐAN Í DEILDINNI:
Akueyri 6 6 0 0 183-148 12
HK 6 5 0 1 203-198 10
Fram 6 4 0 2 205-175 8
FH 5 3 0 2 158-142 6
Haukar 6 3 0 3 156-162 6
Selfoss 6 1 0 5 162-185 2
Afturelding 6 1 0 5 157-180 2
Valur 5 0 0 5 124-158 0
Iceland Express deild karla
Snæfell-Grindavík 79-71 (39-32)
Stig Snæfells: Sean Burton 23, Pálmi Freyr Sig
urgeirsson 18, Jón Ólafur Jónsson 16 (10 frák./5
stoðs.), Ryan Amaroso 11 (13 frák.), Sveinn Arnar
Davíðsson 6, Emil Þór Jóhannsson 3, Kristján
Andrésson 2.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 20, Ryan
Pettinella 14 (11 frák.), Ómar Örn Sævarsson 13,
Ólafur Ólafsson 9 (6 frák./7 stoðs.), Helgi Jónas
Guðfinnsson 9, Þorleifur Ólafsson 6.
Fjölnir-Keflavík 96-104 (49-45)
Stig Fjölnis: Tómas Heiðar Tómasson 28, Ben
Stywall 24, Ægir Þór Steinarsson 15 (13 stoðs.),
Magni Hafsteinsson 10, Arnþór Freyr Guðmunds
son 10, Sindri Kárason 6, Sigurður Þórarinsson 3.
Stig Keflavíkur: Lazar Trifunovic 36, Gunnar
Einarsson 21, Valention Maxwell 17, Hörður Axel
Vilhjálmsson 14 (11 stoðs.), Sigurður Gunnar Þor
steinsson 9, Gunnar H. Stefánsson 3, Jón Nordal
Hafsteinsson 2, Þröstur Leó Jóhannsson 2.
Haukar-ÍR 93-87 (49-46)
Stig Hauka: Semaj Inge 32, Gerald Robinson 20
(21 frák.), Sævar Ingi Haraldsson 14 (7 frák./5
stoðs.), Óskar Ingi Magnússon 7, Örn Sigurðarson
6, Haukur Óskarsson 5, Davíð Páll Hermannsson
5, Sveinn Ómar Sveinsson 4.
Stig ÍR: Nemanja Sovic 26, Kelly Biedler 17 (11
frák.), Vilhjálmur Steinarsson 12, Kristinn Jón
asson 12 (10 frák.), Eiríkur Önundarson 8, Níels
Dungal 6, Hjalti Friðriksson 6.
STAÐAN Í DEILDINNI:
Snæfell 6 5 1 570-548 10
Grindavík 6 5 1 542-467 10
Stjarnan 5 4 1 430-405 8
Hamar 5 3 2 429-413 6
Keflavík 6 3 3 522-522 6
KR 5 3 2 467-432 6
Haukar 6 3 3 513-533 6
KFÍ 5 2 3 475-473 4
Fjölnir 6 2 4 527-546 4
Njarðvík 5 2 3 393-428 4
ÍR 6 1 5 528-555 2
Tindastóll 5 0 5 354-435 0
ÚRSLIT Í GÆR
BADMINTON Iceland Internation-
al, alþjóðlegt badmintonmót,
hefst í dag en klukkan 10 fara
fyrstu leikirnir í tvenndarleik
fram. Seinna í dag hefst keppni
í einliðaleik karla og einliðaleik
kvenna.
Átta liða úrslit hefjast klukk-
an 10 á laugardag og undanúrslit
síðar sama dag, klukkan 16.30.
Úrslitaleikir verða spilaðir á
sunnudaginn frá klukkan 10 til
14. Mótið er haldið í TBR húsun-
um við Gnoðarvog og aðgangur
er ókeypis. - óój
Iceland International:
Alþjóðlegt mót
byrjar í dag
HANDBOLTI Það var norðangaddur á Akureyri
í gær en innandyra í Höllinni var funheitt
lið heimamanna í fínu formi. Það vann sjötta
leikinn í deildinni og hefur fullt hús stiga. Sel-
foss var fórnarlambið í gær, lokatölur 34-29.
Vörn Akureyrar var ágæt og markvarslan
góð en góð sókn undir lokin í bland við litla
markvörslu gestanna skipti mestum sköp-
um í lokin. Akureyri var alltaf skrefi á undan
en baráttuglaðir Selfyssingar börðust allt til
loka. Akureyringar eru einfaldlega með betra
lið og það sýndi sig í gær.
„Planið var bara að halda okkar striki og
vinna,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akur-
eyrar. „Við vorum klaufar að leggja ekki
grunn að sigrinum undir lok fyrri hálfleiks en
ég er ánægður með hvernig liðið kom til baka
þó að það hafi ekki allt gengið upp.”
Kollegi hans Sebastian Alexanderson segir
að liðið bæti sig með hverjum leik.
„Við spiluðum betur en á móti Haukum
gegn miklu betra liði en það dugði ekki.
Okkur vantar enn herslumuninn. Vörnin var
fín í fyrri hálfleik en við hefðum þurft að
fá meiri markvörslu. Ég er þó ánægður með
baráttuna í strákunum, þetta fer að detta hjá
okkur,“ sagði Sebastian. - hþh
Akureyri vann Selfoss 34-29 í N1-deild karla í gær og hefur því unnið sex fyrstu leiki sína á tímabilinu:
Kalt hjá Akureyringum á toppnum
NÍU MÖRK Bjarni Fritzson var markahæstur Akureyr-
inga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar unnu
sinn annan sigur í röð í Iceland
Express deild karla í gær er þeir
fóru í Grafarvoginn og unnu átta
stiga sigur á heimamönnum í
Fjölni, 104-96.
Heimamenn voru sterkari í fyrri
hálfleik og spiluðu fínan körfu-
bolta, en botninn datt alveg úr leik
liðsins í þeim síðari. Keflvíking-
ar fóru í gang í þriðja leikhluta og
lögðu grunninn að öruggum sigri.
Mikil breyting er á leik liðsins frá
því í byrjun móts og það er ljóst að
Keflavík datt í lukkupottinn þegar
þeir fengu serbneska leikmann-
inn, Lazar Trifunovic, en hann fór
hreinlega á kostum í gær og skor-
aði 36 stig.
Pétur Guðmundsson, aðstoðar-
þjálfari Keflvíkinga, stýrði liðinu
í gær sökum þess að Guðjón Skúla-
son var staddur erlendis.
„Þetta var mjög góður sigur hjá
okkur og við erum að vinna okkur
hægt og rólega inn í mótið,“ sagði
Pétur í gær.
„Þetta var í raun bara mikill
sóknarleikur hér í kvöld og lítið
um varnarleik. Við verðum að
vinna aðeins í vörninni hjá okkur
og það er nægur tími til þess enda
vinnur ekkert lið mótið í nóvem-
ber. Það sem lagði grunninn að
þessum sigri hjá okkur var hversu
sterkir við vorum inni í teig. Menn
börðust vel og uppskáru mikilvæg
fráköst. Ég held einnig að við séum
bara með töluvert reynslumeira
lið en Fjölnir og ákveðin sigurhefð
fylgir okkur,“ sagði Pétur.
„Ég var rosalega ánægður með
fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við
töpuðum þessu í þriðja leikhlut-
anum,“ sagði Örvar Kristjáns-
son, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn
í gær.
„Við misstum buxurnar alveg
niður á hæla í síðari hálfleiknum
og hættum að spila vörn. Ég er
samt sem áður mjög ánægður með
liðið því þeir gáfust aldrei upp og
börðust alveg þangað til að dómar-
inn flautaði leikinn af. Keflvíking-
arnir eru með gríðarlega reynslu
sem var okkur erfið og síðan hafa
þeir heldur betur dottið í lukku-
pottinn þegar þeir fengu nýja
leikmanninn en hann er svakalega
góður,“ sagði Örvar. – sáp
Pétur Guðmundsson stýrði Keflavíkurliðinu til sigurs á Fjölnismönnum í Grafarvoginum í gær:
Vinnum okkur hægt og rólega inn í mótið
GUNNAR EINARSSON Átti flottan
leik í Grafarvoginum í gær.
HANDBOLTI Eftir að HK fékk slæm-
an skell gegn Akureyri í fyrstu
umferð N1-deildar í haust hefur
liðið ekki stigið feilspor. HK hefur
unnið alla fimm leiki sína síðan
þá og virðist einfaldlega óstöðv-
andi.
Eins og í öðrum leikjum HK í
haust var það sóknarleikur liðsins
sem skóp fyrst og fremst sigurinn
og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.
HK skoraði þá 20 mörk og náði
sjö marka forystu sem reyndist
vera of stórt bil fyrir Haukana.
Þeir náðu þó að klóra sig til baka
inn í leikinn undir lokin en tókst
ekki að stíga skrefið til fulls.
Hornamaðurinn Bjarki Már
Elíasson fór mikinn í gær og skor-
aði ellefu mörk. Hann naut góðr-
ar aðstoðar frá þeim Ólafi Bjarka
Ragnarssyni og Daníel Berg Grét-
arssyni sem keyra ógnarsterkan
sóknarleik HK áfram.
HK er með afar sterkt byrj-
unarlið, bæði í vörn og sókn, en
veikleikamerkin koma fram þegar
líða tekur á leikinn og mennirn-
ir þreytast. En heimamenn
gerðu nóg í gær.
„Við treystum á liðs-
heildina og lítum alla sem
jafningja í þessu liði. Ég tel
að leikgleðin sé stór þáttur í
velgengninni,“ sagði markvörð-
urinn Björn Ingi Friðþjófsson
eftir leikinn. „Við leggjum mikla
áherslu á æfingar okkar enda
trúum við því að ef við stöndum
okkur vel á æfingum þá gerist það
sama í leikjunum.“
Daníel Berg segir HK-inga nálg-
ast alla leiki eins. „Það eru allir
leikir í þessari deild erfiðir en á
meðan við erum að berjast og gefa
okkur alla í leikinn þá eigum við
alltaf möguleika á sigrinum. En
um leið og við höldum að við séum
of góðir og byrjum að slaka á þá
gerist það sama og gegn Akureyri
í fyrsta leiknum, við erum ekkert
betri en sá leikur.“
Haukamenn hafa enn ekki fund-
ið taktinn í deildinni og hefur til
að mynda enn ekki tekist að vinna
tvo leiki í röð. Liðið spilaði illa í
vörninni í fyrri hálfleik og hvorki
Aron Rafn né Birkir Ívar fundu
sig í markinu.
„Þessi fyrri hálfleikur fór
með okkur. Við náðum engum
takti í vörninni og markverðirn-
ir okkar komust ekki í takt við
leikinn. Það er afar sjaldgæft
hjá okkur enda með tvo frábæra
markverði,“ sagði Haukamaður-
inn Freyr Brynjarsson. „Undir
lokin misstum við svo einbeiting-
una. Við gerðum klaufamistök og
hentum boltanum frá okkur allt of
oft. Við eigum að geta lagað þetta
sem og varnarleikinn og mark-
vörsluna. Við vitum að við getum
miklu betur. “
Það bar þó skugga á sigur HK-
inga í gær er hornamaðurinn Sig-
urjón Friðjón Björnsson virtist
hafa meiðst illa á ökkla á lokamín-
útu leiksins. Hann virtist sárþjáð-
ur og ekki ólíklegt að HK verði að
komast af án hans í dágóðan tíma.
Sannarlega skarð fyrir skildi hjá
Kópavogsbúum. eirikur@frettabladid.is
ERFFIÐIR VIÐUREIGNAR Það er ekkert auðvelt verkefni að reyna að halda aftur af Atla
Ævari Ingólfssyni og félögum í HK þessa daganna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HK rúllaði yfir meistarana
Fátt virðist geta stöðvað frískt lið HK í N1-deild karla um þessar mundir. Liðið
vann í gær sinn fimmta leik í röð og í þetta sinn meistaralið Hauka, 36-34.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/D
A
N
ÍEL