Fréttablaðið - 17.11.2010, Síða 8

Fréttablaðið - 17.11.2010, Síða 8
 17. nóvember 2010 MIÐVIKUDAGUR – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 21 65 1 1/ 10 ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 1 6 2 6 0 9 /1 0 Þjónustan er veitt virka daga frá kl. 8 til 17. Veitum ýmsa sérhæfða þjónustu, m.a. ráðgjöf við val og notkun á vörum fyrir sykursjúka. Láttu okkur mæla blóðsykurinn. Hjúkrunarþjónusta í Lyfju Lágmúla Kaffitími er alþjóðlegt fyrirbæri sem fólk í hverskonar verslun, þjónustu og iðnaði nýtir sér til að taka stutta hvíld frá störfum og hlaða rafhlöðurnar. Talið er að allt frá 1951 hafi kaffitími verið skráður í kjarasamninga. Kaffitíminn er í dag nánast heilög stund, líka utan vinnutíma. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Njóttu lausnar frá amstri hversdagsins með góðu BKI kaffi. Finndu hvernig þú hressist með rjúkandi bolla af BKI kaffi. Nýttu tækifærið. Gefðu þér smá hvíld. Fáðu þér BKI kaffi. Njóttu kaffiilmsins, hitans og bragðsins og taktu svo daginn með trompi. Það er kominn tími fyrir BKI kaffi. Taktu þér kaffitíma núna Fangaðu kaffitímann með BKI kaffi Það er kaffitími núna Kauptu BKI fyrir kaffitímann Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir. Kíktu á bki.is Kauptu gott k ff i í dag á góðu verði Einnig til 250 gr á ennþá betra ver ði á meðan birgðir endast EFNAHAGSMÁL Lífeyrissjóðirnir fegra kostnaðartölur sínar með því að reikna umsýslu kostnað vegna fjárfestinga erlendis ekki inn í rekstrarkostnað, segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Hann segist áætla að rekstrar- kostnaður allra íslensku lífeyris- sjóðanna í fyrra hafi verið á níunda milljarð króna. Þessu mótmælir Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri Lands- samtaka lífeyrissjóða, harðlega. Hann segir rekstrarkostnaðinn um 3,8 milljarða króna, reiknaðan með sömu aðferðum og í Danmörku. „Ég er sannfærður um að það er hægt að hagræða gríðarlega í lífeyris sjóðakerfinu,“ segir Ragnar. Hann vill að lífeyris sjóðum verði fækkað verulega og að sjóðs félagar fái að kjósa stjórnar menn. Ragnar hefur birt útreikninga á rekstrarkostnaði lífeyris sjóðanna á vefsíðu sinni. Þar leggur hann saman rekstrar kostnað sex stærstu lífeyris sjóðanna út frá árs- reikningum sjóðanna í fyrra. Út frá því hefur hann áætlað að uppgefinn rekstrar kostnaður allra sjóðanna sé um 3,3 milljarðar króna á ári. Þetta er þó aðeins hluti raunveru- legs rekstrarkostnaðar sjóðanna, segir Ragnar. Með réttu ætti að bæta við þetta erlendum fjárfest- ingargjöldum, sem er kostnaður vegna verðbréfamiðlara sem sýsla með erlend verðbréf sjóðanna. Ragnar segir að sá kostnaður hafi að lágmarki verið um fimm millj- arðar króna í fyrra. Landssamband lífeyrissjóða hefur bent á að rekstrarkostnaður íslensku lífeyrissjóðanna sé lágur í samanburði við kostnað við lífeyris- kerfin í öðrum ríkjum OECD, þegar miðað sé við kostnað sem hlutfall af heildareignum. Ragnar segir þetta ekki alls kostar rétt. Á vefsíðu sinni bendir hann á að sé kostnaður við fjárfestingar erlendis talinn með sé kostnaður- inn töluvert langt frá því að vera lægstur innan ríkja OECD, „nema þau beiti sambærilegum brellum til að fegra kostnað við kerfið“. Hrafn hafnar því alfarið að brellum sé beitt. Kostnaður við fjárfestingar erlendis sé dreginn af tekjunum eins og alltaf hafi verið gert. Hann segist aðspurður ekki hafa upplýsingar um hversu mikill sá kostnaður sé. Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða var rétt um 0,2 pró- sent af heildartekjum sjóðanna í fyrra og hefur verið óbreyttur undan farin ár, segir Hrafn. Eignirnar í fyrra voru um 1.830 milljarðar en rekstrarkostnaður 3,8 milljarðar. Hann bendir á að sérfræðingar OECD kjósi að nota þetta hlutfall sem mælikvarða á lífeyrissjóðina, ekki lífeyrissjóðirnir sjálfir. brjann@frettabladid.is Segir lífeyrissjóðina fegra kostnaðartölur Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna er á níunda milljarð króna segir stjórnar- maður í VR. Hægt að hagræða verulega í lífeyrissjóðakerfinu. Fráleitt að tölur séu fegraðar, notum sömu aðferðir og erlendis segir talsmaður lífeyrissjóða. SJÓÐIR Nú er starfandi 31 lífeyrissjóður. Landsmenn greiða þó ekki í þá alla, sumir taka ekki við nýjum sjóðfélögum og munu því leggjast af á næstu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Heildareignir íslensku lífeyris- sjóðanna 1.830 milljarðar ALÞINGI Fyrirhugað er að endur- skoða lög um sjúkratryggingar vegna breytinga sem orðið hafa frá því að þau tóku gildi 2008. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um frestun gildistöku ákvæða um samninga Sjúkratrygginga Íslands um rekstur hjúkrunarheimila. Upphaflega áttu þau að taka gildi um síðustu áramót en gildistöku var frestað um ár. Nú er lagt til að gildistöku verði frestað um þrjú ár og um leið að heilbrigðisráðuneytið ákveði daggjöld vegna hjúkrunar- rýma og gefi út reglugerð um þau. Í greinargerð segir að ljóst sé að enn vanti talsvert upp á að Sjúkra- tryggingarnar verði í stakk búnar að gera umrædda samninga. Í kjöl- far hrunsins hafi orðið ákveðinn forsendubrestur að því er varðar hugmyndafræði þá sem liggi að baki lögum um sjúkratryggingar. Þau verði því að endurskoða með hliðsjón af þeim miklu breyting- um sem orðið hafi. - bþs Hugmyndafræði laga um sjúkratryggingar er brostin vegna efnahagshrunsins: Endurskoða þarf sjúkratryggingalögin Skorið niður um einn og hálfan milljarð milli ára Framlög til tryggingamála og reksturs Sjúkratrygginga Íslands Reikningur 2009 Fjárlög 2010 Frumvarp 2011 Sjúkratryggingar Íslands 547 477 415 Sjúkratryggingar 30.838 27.728 26.224 Slysatryggingar 662 636 709 Sjúklingatrygging 97 120 120 Samtals 32.143 28.961 27.468 Heimild: Fjárlagafrumvarp 2011

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.