Kylfingur - 01.02.1965, Page 9

Kylfingur - 01.02.1965, Page 9
23. Golflandsmótið var hald- ið í Vestmannaeyjum dagana 8. —12. júlí 1964. Þátttakendur voru samtals 65. Eins og venja hefur verið, byrjuðu kylfingar að tínast til Vestmannaeyja nokkrum dög- um fyrir Golflandsmót, til þess að leika nokkra hringi á golf- vellinum Herjólfsdal og hitta gamla golffélaga, áður en sjálft mótið hófst. Sól skein hátt á lofti þessa dagana og kylfingar nutu sum- arblíðunnar í ríkum mæli inni í dalnum, þó að öðru hverju rymdi í Surti, sem blés svört- um reykjarbólstrum hátt upp í heiðskíran himininn. Hérna var samankomið fjölmennasta Golf- landsmót, sem haldið hefur ver- ið til þessa og auk þess var ný grein komin inn á keppnis- skrána, Unglingakeppni. Nýr klúbbur, Golfklúbbur Suður- nesja, tilkynnti þátttöku í Golf- landsmóti í fyrsta skipti. Mótið hófst með flokkakeppni þann 10. júlí, þar sem bæjar- félögin þrjú, Reykjavík, Akur- eyri og Vestmannaeyjar, leiddu saman hesta ,sína. Það hafði hvesst allmikið nóttina áður og Lárus Ársælsson, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja og Öldungameistari íslands 1964. sterkir stormsveipir voru í daln- um um morguninn. Þetta varð þó ekki til þess að breyta keppn- ishug kylfinga og undir kvöld- ið voru úrslitin kunn, eins og hér segir: 1. Sveit Akureyrar 493 högg 2. — Reykjavíkur 496 — 3. — Vestm.eyja. 503 — Nóttina eftir lægði storminn og dagur einstaklingskeppninn- ar hófst með sömu veðurblíðu og áður var. Nýtt fyrirkomulag var nú haft á mótinu, þannig að leiknar voru 18 holur á dag, alla dagana. í heild var allt fyrirkomulag mjög ánægjulegt, og af leikum í meistaraflokki er að segja, að eftir fyrsta dag- inn virtist keppnin ætla að verða tvísýn um fremsta sætið, en þegar keppnin var vel hálfn- uð, var sýnt að Magnús Guð- mundsson, Ak., mundi tryggja sér fyrsta sætið, er hann þriðja daginn kom inn með 6 undir pari eftir 18 holur, sem er nýtt vallarmet. Mönnum varð nú ljóst, að baráttan mundi verða hörð um 2. sætið og áttu þar í hlut Óttar Yngvason, Rvík, 7

x

Kylfingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kylfingur
https://timarit.is/publication/669

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.