Kylfingur - 01.02.1965, Qupperneq 20
f Castel St. Angelo, í kvöldverðarboði borgarstjórnar Rómar. Talið frá vinstri: Óttar Yngvason,
Gunnar Sólnes, Magnús Guðmundsson, frú Sigríður Magnúsdóttir, Pétur Bjömsson, Stefán Áma-
son, Sverrir Einarsson og frú Inga Albertsdóttir.
Vissulega er æskilegt að að ís-
lenzkum kylfingum gefist kost-
ur á að taka þátt í fleiri mót-
um á erlendum vettvangi, og
ber að stuðla að því. En hins
vegar sé eg ekki, að fenginni
reynslu frá siðasta móti, að
þangað eigum við ekki erindi.
Við þurfum aðeins að taka þetta
mál fastari tökum, gera okkur
grein fyrir því, að mót þetta
er merkilegra en svo, að kastað
sé til höndunum með undirbún-
ing. G.S.Í. hefur vissulega ýms-
um störfum að gegna; þó held
ég, að miðað við starfssvið ann-
arra íþróttasambanda sé starfs-
svið G.S.Í. harla þröngt. Mér
fyndist því engin goðgá, þótt
G.S.f. væri falið að sjá um und-
irbúning á áframhaldandi þátt-
töku okkar í þessu móti. Af
kylfingum annarra þjóða, sem
aðild eiga að WAGC er litið
á þetta mót sem eitt eftirsókn-
arverðasta í golfíþróttinni, eins
konar Olympískir leikir. Enda
hefur sú hugmynd mjög komið
fram hjá W.A.G.C. að fá íþrótt
þetta tekna upp í leikina. í
Canada er t. d. ekkert eins erf-
itt og um leið eftirsóknarvert
í þessari íþróttagrein eins og
það að komast í sveitina, sem
þátt tekur í Eisenhower-mótinu.
Ég mundi því gera það að til-
lögu minni, að G.S.Í. hæfist þeg-
ar handa um undirbúning að
þátttöku íslands í Eisenhower-
mótinu í Mexico, og þarf þá
fyrst og fremst að hefja fjár-
söfnun með einhverju móti. Það
ætti ekki að vera ofvaxið G.S.Í.
að safna fyrir kostnaði fjögurra
manna sveitar, þegar önnur
sambönd geta sent 15 og 20
manna hópa á hverju ári, og
stundum oftar. G.S.Í. þarf einn-
ig að semja þegar reglugerð um
val þátttakenda, svo að öruggt
megi teljast að í slíkar sendi-
ferðir veljist ekki aðrir en þeir
sem þangað eiga erindi. Mundi
slíkt vissulega ýta undir menn
að auka við getu sína, þegar
eftir einhverju er að slægjast.
Mín tillaga er sú, að fyrra
undirbúningssumarið feli G.S.Í.
hverjum klúbb að halda árlega
keppni, þar sem fjórir beztu
hvers klúbbs myndi sveit, sem
síðan mæti sveitum annarra
klúbba. Seinna undirbúnings-
árið fari fram sams konar
keppnir. Síðan verði þriðja
keppnin það árið, þar sem tveir
efstu frá fyrra-árskeppni séu
sjálfkjörnir, en sex efstu úr
þeirri síðari. Endanlegt val úr
þessum átta manna hópi fari
fram eigi síðar en tveim mán-
uðum fyrir heimsmótið. Ef til
vill finnst mönnum tillaga þessi
fela í sér of mikla fyrirhöfn,
enda má vissulega haga þessu á
18